Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 14:58 Amy Coney Barrett segjast túlka ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og lög eins og þau hafi verið skrifuð. AP/Susan Walsh Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. Málið sem skapaði þetta fordæmi kallast Roe v.Wade. Barrett situr fundi dómsmálanefndar öldungadeildarinnar þessa dagana en til stendur að greiða atkvæði um tilnefningu hennar þann 22. október. Í kjölfar þess yrði þingið kallað saman og allir öldungadeildarþingmenn greiða þá atkvæði um tilnefninguna. Útlit er fyrir að atkvæði verði greidd eftir flokkslínum og þar sem Repúblikanar eru í meirihluta þýðir það að Barrett verði taki við Ruth Bader Ginsburg sem dó í síðasta mánuði. Í upphafi fundarins í dag sagði Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndarinnar, að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að tryggja að tilnefning Barrett yrði staðfest. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að gera það fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember í næsta mánuði. Þingkonan Diana Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar gagnvart Roe v. Wade, þar sem fregnir hafa borist af því að dómarinn hafi í gegnum árin lýst yfir vanþóknun sinni á dómafordæminu og jafnvel skrifað undir yfirlýsingar um að fella eigi það úr gildi. Þingkonan Dianne Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar varðandi dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs.AP/Kevin Dietsch Hún sagðist ekki vilja svara þeirri spurningu því hún myndi ekki taka sæti í Hæstarétti með sérstaka afstöðu í huga. Hún myndi taka ákvörðun í hverju máli sem færi fyrir Hæstarétt fyrir sig. Kannanir sýna að naumur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum er mótfallinn því að Barrett verði skipuð til Hæstaréttar þegar svo stutt er í kosningar. Þar að auki er mikill meirihluti kjósenda mótfallinn því að fordæmi Roe v. Wade verði fellt úr gildi. Verði tilnefning Barrett staðfest verður hún sjötti dómarinn, af níu, sem skipuð var í embætti af íhaldssömum forseta. Demókratar óttast að með þeim meirihluta verði Roe v. Wade fellt úr gildi og sömuleiðis núverandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem kallast Obamacare í daglegu tali. Hæstiréttur mun taka fyrir mál gegn Obamacare um viku eftir kosningarnar. Áður en hún var spurð út í Roe v. Wade sagði Barrett að hún nálgaðist túlkun á stjórnarskrá Bandaríkjanna með íhaldssömum hætti. Hún myndi reyna að túlka stjórnarskránna eftir bókstaflegri skráningu ákvæða hennar. „Bandaríkjamenn eiga sjálfstæðan Hæstarétt skilið, sem túlkar stjórnarskránna og lögin eins og þau eru skrifuð,“ sagði Barrett. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. Málið sem skapaði þetta fordæmi kallast Roe v.Wade. Barrett situr fundi dómsmálanefndar öldungadeildarinnar þessa dagana en til stendur að greiða atkvæði um tilnefningu hennar þann 22. október. Í kjölfar þess yrði þingið kallað saman og allir öldungadeildarþingmenn greiða þá atkvæði um tilnefninguna. Útlit er fyrir að atkvæði verði greidd eftir flokkslínum og þar sem Repúblikanar eru í meirihluta þýðir það að Barrett verði taki við Ruth Bader Ginsburg sem dó í síðasta mánuði. Í upphafi fundarins í dag sagði Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndarinnar, að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að tryggja að tilnefning Barrett yrði staðfest. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að gera það fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember í næsta mánuði. Þingkonan Diana Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar gagnvart Roe v. Wade, þar sem fregnir hafa borist af því að dómarinn hafi í gegnum árin lýst yfir vanþóknun sinni á dómafordæminu og jafnvel skrifað undir yfirlýsingar um að fella eigi það úr gildi. Þingkonan Dianne Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar varðandi dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs.AP/Kevin Dietsch Hún sagðist ekki vilja svara þeirri spurningu því hún myndi ekki taka sæti í Hæstarétti með sérstaka afstöðu í huga. Hún myndi taka ákvörðun í hverju máli sem færi fyrir Hæstarétt fyrir sig. Kannanir sýna að naumur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum er mótfallinn því að Barrett verði skipuð til Hæstaréttar þegar svo stutt er í kosningar. Þar að auki er mikill meirihluti kjósenda mótfallinn því að fordæmi Roe v. Wade verði fellt úr gildi. Verði tilnefning Barrett staðfest verður hún sjötti dómarinn, af níu, sem skipuð var í embætti af íhaldssömum forseta. Demókratar óttast að með þeim meirihluta verði Roe v. Wade fellt úr gildi og sömuleiðis núverandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem kallast Obamacare í daglegu tali. Hæstiréttur mun taka fyrir mál gegn Obamacare um viku eftir kosningarnar. Áður en hún var spurð út í Roe v. Wade sagði Barrett að hún nálgaðist túlkun á stjórnarskrá Bandaríkjanna með íhaldssömum hætti. Hún myndi reyna að túlka stjórnarskránna eftir bókstaflegri skráningu ákvæða hennar. „Bandaríkjamenn eiga sjálfstæðan Hæstarétt skilið, sem túlkar stjórnarskránna og lögin eins og þau eru skrifuð,“ sagði Barrett.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58
Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09