Hefjast handa við nýja áletrun á næsta vegg Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. október 2020 16:15 Tekið til hendinni. Vísir/Vilhelm Hafist hefur verið handa við að mála annað ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu, rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið. Veggurinn er skammt fyrir aftan þann sem skartaði öðru slíku ákalli, sem þrifið var burt í gær. Stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær, sem fékk þannig aðeins að standa í tvo sólarhringa. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Nú hafa stuðningsmenn nýju stjórnarskrárinnar hafist handa við aðra áletrun á vegg fyrir aftan gamla vegginn, sem stefnt er að því að verði með sambærilegu sniði og sú fyrri. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ræðir við Þorvald Gylfason, hagfræðing, við vegginn nú síðdegis.Vísir/vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sá húsvörður, sem var í húsi ráðuneytisins til 15. júlí, áður um að halda veggjakroti á lóðinni í skefjum eftir bestu getu. Hann hafi þurft að mála og þrífa húsið að utan nokkuð reglulega. Nú hefur Umbra rekstrarfélag stjórnarráðsins hins vegar tekið við og sér um þrif og eftirlit með eigum stjórnarráðsins. Rekstrarstjóri ráðuneytisins tilkynnti málið til Umbru, sem skipulagði þrifin. Það var í annað sinn sem Umbra þrífur veggi við húsið í haust. Grunnurinn gerður svartur.Vísir/Vilhelm Málningarrúllurnar til reiðu.Vísir/vilhelm Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17 Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58 Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Hafist hefur verið handa við að mála annað ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu, rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið. Veggurinn er skammt fyrir aftan þann sem skartaði öðru slíku ákalli, sem þrifið var burt í gær. Stór áletrun, „Hvar er nýja stjórnarskráin?“, var máluð á vegg við Skúlagötu, rétt við húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, um helgina. Menn með háþrýstisprautur mættu og hófu að þvo verkið af veggnum í gær, sem fékk þannig aðeins að standa í tvo sólarhringa. Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að það skyti skökku við að áletrunin hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún kvaðst líta á verknaðinn sem þöggun. Nú hafa stuðningsmenn nýju stjórnarskrárinnar hafist handa við aðra áletrun á vegg fyrir aftan gamla vegginn, sem stefnt er að því að verði með sambærilegu sniði og sú fyrri. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ræðir við Þorvald Gylfason, hagfræðing, við vegginn nú síðdegis.Vísir/vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sá húsvörður, sem var í húsi ráðuneytisins til 15. júlí, áður um að halda veggjakroti á lóðinni í skefjum eftir bestu getu. Hann hafi þurft að mála og þrífa húsið að utan nokkuð reglulega. Nú hefur Umbra rekstrarfélag stjórnarráðsins hins vegar tekið við og sér um þrif og eftirlit með eigum stjórnarráðsins. Rekstrarstjóri ráðuneytisins tilkynnti málið til Umbru, sem skipulagði þrifin. Það var í annað sinn sem Umbra þrífur veggi við húsið í haust. Grunnurinn gerður svartur.Vísir/Vilhelm Málningarrúllurnar til reiðu.Vísir/vilhelm
Stjórnarskrá Reykjavík Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17 Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58 Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær. 13. október 2020 15:17
Brugðust við ábendingu frá ráðuneytinu og létu fjarlægja áletrunina Rekstrarfélagi stjórnarráðsins barst ábending frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um áletrun sem máluð hafði verið á vegg við húsnæði ráðuneytisins um helgina og því var hún fjarlægð í gær, að sögn framkvæmdastjóra. 13. október 2020 12:58
Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. 13. október 2020 12:18