Einar Andri og Gústi völdu bestu leikmenn Olís-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 15:30 Ásbjörn Friðriksson er besti leikmaður Olís-deildar karla að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. vísir/hulda margrét Henry Birgir Gunnarsson setti þeim Einari Andra Einarssyni og Ágústi Jóhannssyni fyrir heimaverkefni fyrir Seinni bylgjuna á mánudaginn. Meðal þeirra var að velja fimm bestu leikmenn Olís-deildar karla. Krefjandi verkefni en þeir Einar Andri og Ágúst skiluðu af sér lista yfir fimm bestu leikmenn Olís-deildarinnar. Leikmennirnir fimm eru allt þekktar stærðir í íslenskum handbolta og tveir þeirra í stóru hlutverki í landsliðinu, þeir Kári Kristján Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson. Sá fyrrnefndi var í 5. sætinu en sá síðarnefndi í því þriðja. Í 4. sæti er Guðmundur Hólmar Helgason sem kom til Selfoss fyrir tímabilið. Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon er í 2. sæti lista þeirra Einars Andra og Ágústs. „Hann er búinn að vera óstöðvandi. Hann er kominn aftur á þann stað sem hann var kominn á þegar hann var valinn í landsliðið,“ sagði Einar Andri um Magnús Óla sem hann þjálfaði hjá FH á sínum tíma. Hann þjálfaði einnig manninn í efsta sæti listans, Ásbjörn Friðriksson. Ágúst fékk hins vegar það hlutverk að mæra hann. „Þetta eru allt saman mjög frambærilegir og góðir leikmenn og við hefðum auðvitað getað velt þessum lista lengi fyrir okkur. En þegar öllu er á botninn hvolft er Ási búinn að spila frábærlega þótt það sé ekki mikið búið af mótinu. Hann hefur tekið yfir fullt af leikjum og góður að stjórna hraðanum í leikjum. Hann er bæði mikill skorari og gerir líka leikmennina í kringum sig betri,“ sagði Ágúst um Ásbjörn. Klippa: Seinni bylgjan - Bestu leikmenn Olís-deildar karla Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Íslandsmótið í handbolta var nýhafið þegar það þurfti að gera tveggja vikna hlé og það hlé gæti lengst enn frekar. 13. október 2020 15:00 Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Hafdís Renötudóttir ræddi óvænt félagsskipti sín til Svíþjóðar í viðtali við Seinni bylgjuna sem og hvernig gengur hjá henni í endurkomunni eftir höfuðmeiðslin. 13. október 2020 13:00 Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ofan á öll meiðslin sem herja á karlalið Aftureldingar í handbolta greindist leikmaður liðsins með kórónuveiruna. 13. október 2020 12:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson setti þeim Einari Andra Einarssyni og Ágústi Jóhannssyni fyrir heimaverkefni fyrir Seinni bylgjuna á mánudaginn. Meðal þeirra var að velja fimm bestu leikmenn Olís-deildar karla. Krefjandi verkefni en þeir Einar Andri og Ágúst skiluðu af sér lista yfir fimm bestu leikmenn Olís-deildarinnar. Leikmennirnir fimm eru allt þekktar stærðir í íslenskum handbolta og tveir þeirra í stóru hlutverki í landsliðinu, þeir Kári Kristján Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson. Sá fyrrnefndi var í 5. sætinu en sá síðarnefndi í því þriðja. Í 4. sæti er Guðmundur Hólmar Helgason sem kom til Selfoss fyrir tímabilið. Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon er í 2. sæti lista þeirra Einars Andra og Ágústs. „Hann er búinn að vera óstöðvandi. Hann er kominn aftur á þann stað sem hann var kominn á þegar hann var valinn í landsliðið,“ sagði Einar Andri um Magnús Óla sem hann þjálfaði hjá FH á sínum tíma. Hann þjálfaði einnig manninn í efsta sæti listans, Ásbjörn Friðriksson. Ágúst fékk hins vegar það hlutverk að mæra hann. „Þetta eru allt saman mjög frambærilegir og góðir leikmenn og við hefðum auðvitað getað velt þessum lista lengi fyrir okkur. En þegar öllu er á botninn hvolft er Ási búinn að spila frábærlega þótt það sé ekki mikið búið af mótinu. Hann hefur tekið yfir fullt af leikjum og góður að stjórna hraðanum í leikjum. Hann er bæði mikill skorari og gerir líka leikmennina í kringum sig betri,“ sagði Ágúst um Ásbjörn. Klippa: Seinni bylgjan - Bestu leikmenn Olís-deildar karla
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Íslandsmótið í handbolta var nýhafið þegar það þurfti að gera tveggja vikna hlé og það hlé gæti lengst enn frekar. 13. október 2020 15:00 Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Hafdís Renötudóttir ræddi óvænt félagsskipti sín til Svíþjóðar í viðtali við Seinni bylgjuna sem og hvernig gengur hjá henni í endurkomunni eftir höfuðmeiðslin. 13. október 2020 13:00 Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ofan á öll meiðslin sem herja á karlalið Aftureldingar í handbolta greindist leikmaður liðsins með kórónuveiruna. 13. október 2020 12:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32
Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Íslandsmótið í handbolta var nýhafið þegar það þurfti að gera tveggja vikna hlé og það hlé gæti lengst enn frekar. 13. október 2020 15:00
Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Hafdís Renötudóttir ræddi óvænt félagsskipti sín til Svíþjóðar í viðtali við Seinni bylgjuna sem og hvernig gengur hjá henni í endurkomunni eftir höfuðmeiðslin. 13. október 2020 13:00
Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ofan á öll meiðslin sem herja á karlalið Aftureldingar í handbolta greindist leikmaður liðsins með kórónuveiruna. 13. október 2020 12:00