Telur ekki ástæðu til að leggja til hertari aðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 21:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari samkomutakmarkana og sóttvarnaráðstafnir hér á landi, til að kveða niður þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telur að núverandi takmarkanir ættu þó áfram að vera í gildi. Þetta kom fram í máli hans í umræðuþætti um Covid-19 á RÚV í kvöld. „Við erum búin að vera með tiltölulega harðar aðgerðir, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, núna undanfarið. Ég hef fulla trú á því að þær aðgerðir muni virka til að ná þessari kúrfu niður. Ég held að það muni taka aðeins tíma. Ég hef talað um eina til tvær vikur þangað til við förum að sjá árangur, og svo mun það sennilega ganga hægt,“ sagði Þórólfur í þættinum í kvöld. Hann bætti við að hann teldi ekki ástæðu til þess að herða aðgerðir frekar og kvaðst ekki munu leggja það til við heilbrigðisráðherra. Hann teldi að þær takmarkanir sem nú eru í gildi þyrftu að vera það áfram. Vildi að þetta væri eins og tölvuleikur Aðspurður hvort ekki væri hægt að halda samfélaginu gangandi á sem eðlilegastan hátt, samhliða því að vernda viðkvæma hópa, sagðist Þórólfur vilja óska þess að hægt væri að gera eins og í tölvuleik. „Við bara værum með stýripinna og myndum stjórna nákvæmlega hverjir fengju veikina, hvaða hraustu einstaklingar sem ekki myndu fara illa út úr veikinni myndu veikjast. Svo gætum við aðeins gefið í og slakað á, en það er bara ekki þannig,“ sagði Þórólfur. Hann segir auðvelt að missa faraldurinn úr höndunum ef of mikið er slakað á aðgerðum. „Þá fer þetta bara út um allt og áður en maður veit af er þetta komið í viðkvæma hópa, sama hvað við gerum,“ sagði Þórólfur og benti á að hingað til hefði gengið vel að vernda íbúa hjúkrunarheimila og aðra viðkvæma hópa. Þrátt fyrir það hafi veiran náð að koma sér þar inn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari samkomutakmarkana og sóttvarnaráðstafnir hér á landi, til að kveða niður þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hann telur að núverandi takmarkanir ættu þó áfram að vera í gildi. Þetta kom fram í máli hans í umræðuþætti um Covid-19 á RÚV í kvöld. „Við erum búin að vera með tiltölulega harðar aðgerðir, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, núna undanfarið. Ég hef fulla trú á því að þær aðgerðir muni virka til að ná þessari kúrfu niður. Ég held að það muni taka aðeins tíma. Ég hef talað um eina til tvær vikur þangað til við förum að sjá árangur, og svo mun það sennilega ganga hægt,“ sagði Þórólfur í þættinum í kvöld. Hann bætti við að hann teldi ekki ástæðu til þess að herða aðgerðir frekar og kvaðst ekki munu leggja það til við heilbrigðisráðherra. Hann teldi að þær takmarkanir sem nú eru í gildi þyrftu að vera það áfram. Vildi að þetta væri eins og tölvuleikur Aðspurður hvort ekki væri hægt að halda samfélaginu gangandi á sem eðlilegastan hátt, samhliða því að vernda viðkvæma hópa, sagðist Þórólfur vilja óska þess að hægt væri að gera eins og í tölvuleik. „Við bara værum með stýripinna og myndum stjórna nákvæmlega hverjir fengju veikina, hvaða hraustu einstaklingar sem ekki myndu fara illa út úr veikinni myndu veikjast. Svo gætum við aðeins gefið í og slakað á, en það er bara ekki þannig,“ sagði Þórólfur. Hann segir auðvelt að missa faraldurinn úr höndunum ef of mikið er slakað á aðgerðum. „Þá fer þetta bara út um allt og áður en maður veit af er þetta komið í viðkvæma hópa, sama hvað við gerum,“ sagði Þórólfur og benti á að hingað til hefði gengið vel að vernda íbúa hjúkrunarheimila og aðra viðkvæma hópa. Þrátt fyrir það hafi veiran náð að koma sér þar inn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32