Fjórir Íslendingar komnir til Póllands til að keppa á HM í hálfu maraþoni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 16:31 Fulltrúar Íslands á HM í hálfu marnaþoni í ár eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. FRÍ Fjórir af fremstu langhlaupurum Íslands munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fer fram á morgun í Póllandi. Keppendur eru alls 283 talsins frá 62 löndum. Hlaupið verður eina alþjóðlega mótið á vegum World Athletics á þessu ári og á meðal keppenda verða fremstu hlauparar heims. Ísland sendir sitt allra sterkasta lið en þar eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. Fríða Rún Þórðardóttir er liðsstjóri. Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fer fram á laugardaginn, 17. október í Póllandi. Fjórir af fremstu langhlaupurum...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Þriðjudagur, 13. október 2020 Frjálsíþróttasamband Íslands sagði frá þátttöku okkar fólks á heimasíðu sinni og þar var um leið aðeins farið yfir afrekaskrá hvers og eins keppenda sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupið fer fram í borginni Gdynia sem er norður af Gdansk og stendur við Eystrasaltið. Andrea og Elín Edda eru báðar margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum og eiga þær annan og þriðja besta tíma íslenskra kvenna í hálfu maraþoni frá upphafi. Aðeins átta sekúndur skilja þær að þar sem Elín á betri tíma. Elín Edda hefur einnig hlaupið næst hraðasta maraþon íslenskrar konu. Andrea á stúlknamet 18-19 og 20-22 ára í hálfu maraþoni ásamt því að eiga Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Arnar er í þriðja sæti íslenska afrekalistans í hálfu maraþoni og Hlynur í því sjöunda. Þeir eru einnig báðir margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum. Helsta grein Arnars er maraþon þar sem hann á fjórða besta tíma Íslendings frá upphafi og hefur hann sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í þeirri grein. Hlynur hefur hins vegar einbeitt sér meira að styttri vegalengdum og þar á hann fjölda Íslandsmeta allt frá 1500 metrum og upp í 10.000 metra. watch on YouTube Íslenska liðið mætir sterkum erlendum keppendum þar sem þar á meðal eru nokkrir heimsmethafar. Þar má nefna Ababel Yeshaneh frá Eþópíu sem á heimsmetið í hálfu maraþoni, Sifan Hassan frá Hollandi sem á heimsmetin í mílu hlaupi og 5 km götuhlaupi og Joshua Cheptegei frá Úganda sem á heimsmetin í 5 km götuhlaupi og 5.000 og 10.000 metra hlaupi á braut. Kvennahlaupið hefst klukkan 9 á morgun á íslenskum tíma og karlahlaupið klukkan 10:30. Samhliða hlaupinu verður haldið „virtual mass race“ þar sem fólk getur skráð sig og hlaupið hálft maraþon á sama tíma hvar sem er í heiminum. Hver sem er getur skráð sig og er það gjaldfrjálst. Hér má finna ítarlegri upplýsingar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Sjá meira
Fjórir af fremstu langhlaupurum Íslands munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fer fram á morgun í Póllandi. Keppendur eru alls 283 talsins frá 62 löndum. Hlaupið verður eina alþjóðlega mótið á vegum World Athletics á þessu ári og á meðal keppenda verða fremstu hlauparar heims. Ísland sendir sitt allra sterkasta lið en þar eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. Fríða Rún Þórðardóttir er liðsstjóri. Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fer fram á laugardaginn, 17. október í Póllandi. Fjórir af fremstu langhlaupurum...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Þriðjudagur, 13. október 2020 Frjálsíþróttasamband Íslands sagði frá þátttöku okkar fólks á heimasíðu sinni og þar var um leið aðeins farið yfir afrekaskrá hvers og eins keppenda sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupið fer fram í borginni Gdynia sem er norður af Gdansk og stendur við Eystrasaltið. Andrea og Elín Edda eru báðar margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum og eiga þær annan og þriðja besta tíma íslenskra kvenna í hálfu maraþoni frá upphafi. Aðeins átta sekúndur skilja þær að þar sem Elín á betri tíma. Elín Edda hefur einnig hlaupið næst hraðasta maraþon íslenskrar konu. Andrea á stúlknamet 18-19 og 20-22 ára í hálfu maraþoni ásamt því að eiga Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Arnar er í þriðja sæti íslenska afrekalistans í hálfu maraþoni og Hlynur í því sjöunda. Þeir eru einnig báðir margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum. Helsta grein Arnars er maraþon þar sem hann á fjórða besta tíma Íslendings frá upphafi og hefur hann sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í þeirri grein. Hlynur hefur hins vegar einbeitt sér meira að styttri vegalengdum og þar á hann fjölda Íslandsmeta allt frá 1500 metrum og upp í 10.000 metra. watch on YouTube Íslenska liðið mætir sterkum erlendum keppendum þar sem þar á meðal eru nokkrir heimsmethafar. Þar má nefna Ababel Yeshaneh frá Eþópíu sem á heimsmetið í hálfu maraþoni, Sifan Hassan frá Hollandi sem á heimsmetin í mílu hlaupi og 5 km götuhlaupi og Joshua Cheptegei frá Úganda sem á heimsmetin í 5 km götuhlaupi og 5.000 og 10.000 metra hlaupi á braut. Kvennahlaupið hefst klukkan 9 á morgun á íslenskum tíma og karlahlaupið klukkan 10:30. Samhliða hlaupinu verður haldið „virtual mass race“ þar sem fólk getur skráð sig og hlaupið hálft maraþon á sama tíma hvar sem er í heiminum. Hver sem er getur skráð sig og er það gjaldfrjálst. Hér má finna ítarlegri upplýsingar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum