Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 12:31 Rossi á hliðarlínunni gegn Serbíu. Hann telur ungverska liðið á nákvæmlega þeim stað sem það eigi að vera á. Srdjan Stevanovic/Getty Images Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, verður á hliðarlínunni er þjóðirnar mætast á Puskas-vellinum í Búdapest. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort þeirra kemst á Evrópumótið næsta sumar. Dauðariðill mótsins bíður en liðið sem vinnur leikinn í nóvember verður í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi. Hinn 56 ára gamli Rossi segir íslenska liðið engu betra en lið Serbíu eða Rússlands. Þjóðir sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. Fór það svo að Ungverjar unnu sögulegan 1-0 útisigur á Serbíu og gerðu í kjölfarið markalaust jafntefli við Rússland. Þetta kemur fram á ungverska vefmiðlinum Nemzeti Sport. Eftir markalaust jafntefli gegn Rússlandi sagði Rossi að sá leikur hefði verið sá erfiðasti sem liðið hefði spilað í dágóðan tíma. Rússar væru með mjög líkamlega sterkt lið ásamt því að leikmenn þeirra væru einkar hraðir. Var þetta annar leikur Ungverjalands og Rússlands á aðeins tveimur mánuðum en síðarnefnda liðið vann fyrri æfingaleik liðanna. „Fótbolti er einföld íþrótt. Ef þú hefur boltann getur þú sótt að marki andstæðinganna, ef ekki þá þarftu að verja þitt mark,“ sagði hinn ítalski Rossi heimspekilega á blaðamananfundinum eftir leikinn. Varðandi leikinn gegn Íslandi „Sá leikur verður öðruvísi en hinir en við erum fullir tilhlökkunar. Það er mikilvægast að vera með báða fætur á jörðinni, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af því. Samkvæmt heimslistanum eru þeir með betra lið en við sjáum til hver staðan er eftir nokkrar vikur.“ Ísland er sem stendur í 41. sæti listans á meðan Ungverjar eru í 52. sæti. Það mun breytast á næstu dögum er listinn verður uppfærður. Rossi segir að íslenska liðið spili nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi ásamt því að vera með stóra og sterka leikmenn í öllum stöðum. Þá telur hann íslenska liðið hættulegt í föstum leikatriðum. „Það eru átta eða níu mánuðir síðan það kom í ljós að við gætum mætt þeim. Höfum því skoðað leiki þeirra til að undirbúa okkur. Ég tel þá vera með betra lið en Búlgaríu en ekki Serbíu eða Rússland. Þetta verður erfiður leikur en við verðum að trúa því að við getum sigrað, og ég trúi því,“ sagði Rossi að lokum. Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram 12. nóvember. Verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02 EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24 Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, verður á hliðarlínunni er þjóðirnar mætast á Puskas-vellinum í Búdapest. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort þeirra kemst á Evrópumótið næsta sumar. Dauðariðill mótsins bíður en liðið sem vinnur leikinn í nóvember verður í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi. Hinn 56 ára gamli Rossi segir íslenska liðið engu betra en lið Serbíu eða Rússlands. Þjóðir sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. Fór það svo að Ungverjar unnu sögulegan 1-0 útisigur á Serbíu og gerðu í kjölfarið markalaust jafntefli við Rússland. Þetta kemur fram á ungverska vefmiðlinum Nemzeti Sport. Eftir markalaust jafntefli gegn Rússlandi sagði Rossi að sá leikur hefði verið sá erfiðasti sem liðið hefði spilað í dágóðan tíma. Rússar væru með mjög líkamlega sterkt lið ásamt því að leikmenn þeirra væru einkar hraðir. Var þetta annar leikur Ungverjalands og Rússlands á aðeins tveimur mánuðum en síðarnefnda liðið vann fyrri æfingaleik liðanna. „Fótbolti er einföld íþrótt. Ef þú hefur boltann getur þú sótt að marki andstæðinganna, ef ekki þá þarftu að verja þitt mark,“ sagði hinn ítalski Rossi heimspekilega á blaðamananfundinum eftir leikinn. Varðandi leikinn gegn Íslandi „Sá leikur verður öðruvísi en hinir en við erum fullir tilhlökkunar. Það er mikilvægast að vera með báða fætur á jörðinni, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af því. Samkvæmt heimslistanum eru þeir með betra lið en við sjáum til hver staðan er eftir nokkrar vikur.“ Ísland er sem stendur í 41. sæti listans á meðan Ungverjar eru í 52. sæti. Það mun breytast á næstu dögum er listinn verður uppfærður. Rossi segir að íslenska liðið spili nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi ásamt því að vera með stóra og sterka leikmenn í öllum stöðum. Þá telur hann íslenska liðið hættulegt í föstum leikatriðum. „Það eru átta eða níu mánuðir síðan það kom í ljós að við gætum mætt þeim. Höfum því skoðað leiki þeirra til að undirbúa okkur. Ég tel þá vera með betra lið en Búlgaríu en ekki Serbíu eða Rússland. Þetta verður erfiður leikur en við verðum að trúa því að við getum sigrað, og ég trúi því,“ sagði Rossi að lokum. Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram 12. nóvember. Verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02 EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24 Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30
Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02
EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24
Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20