Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. október 2020 12:11 Fyrsta verk heilbrigðisstarfsfólks á Vestfjörðum verður að taka blóðprufu af öllum skipverjunum til að meta veikindi þeirra betur. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir um borð eru með Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. Frystiskipið kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag þar sem allir skipverjar fóru í sýnatöku. Að henni lokinni lagði skipið úr höfn áður en niðurstöðurnar lágu fyrir. Síðar kom í ljós að mikill meirihluti væri sýktur af Covid-19. Veiðum var þá hætt þegar í stað og skipinu snúið til hafnar. Nú um hádegisbil er von á áhöfninni sem telur 25 manns. Staðfest smit um borð eru 19 en fleiri hafa þó fundið fyrir einkennum. Sumir þeirra höfðu jafnvel verið veikir í nokkrar vikur um borð. Heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á mikið verk fyrir höndum því taka þarf blóðprufu úr hverjum og einum til að meta hvort smitið sé virkt. Þeir sem ekki hafa virkt smit losna úr einangrun þá þegar. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en á morgun. Því þurfa skipverjarnir að dvelja um borð í skipinu eina nótt í viðbót. Á morgun þarf síðan að ákveða hvar skipverjarnir munu sæta áframhaldandi einangrun. Til skoðunar að opna farsóttarhús á Vestfjörðum Súsanna Björg Ástvaldsdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Meirihlutinn býr hérna fyrir vestan og ég á eftir að tala við hvern og einn hvernig aðstaðan er heima fyrir til að sjá hvort það sé yfir höfuð möguleiki að þeir sæti einangrun heima hjá sér, eða þurfi að fara í sóttvarnahúsið í Reykjavík eða hvort við setjum sóttvarnahús upp fyrir vestan. Þá gætu sumir valið kannski að vera áfram um borð í skipinu.“ Þegar fréttastofa náði tali af Súsönnu var hafði hún nýlokið fjarfundi með sóttvarnalækni en fjölmargir koma að aðgerðunum fyrir vestan. Súsanna var spurð út í líðan skipverjanna. „Ég mat þá á sunnudaginn og það var enginn með alvarleg veikindi þá og þeir hafa ekkert verið í bandi en ég bauð þeim upp á að hafa samband ef einhver veiktist alvarlega. En þeir verða hérna rétt fyrir utan þannig að ef einhver veikist þá bara náum við í hann.“ Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Sjá meira
Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir um borð eru með Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. Frystiskipið kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag þar sem allir skipverjar fóru í sýnatöku. Að henni lokinni lagði skipið úr höfn áður en niðurstöðurnar lágu fyrir. Síðar kom í ljós að mikill meirihluti væri sýktur af Covid-19. Veiðum var þá hætt þegar í stað og skipinu snúið til hafnar. Nú um hádegisbil er von á áhöfninni sem telur 25 manns. Staðfest smit um borð eru 19 en fleiri hafa þó fundið fyrir einkennum. Sumir þeirra höfðu jafnvel verið veikir í nokkrar vikur um borð. Heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á mikið verk fyrir höndum því taka þarf blóðprufu úr hverjum og einum til að meta hvort smitið sé virkt. Þeir sem ekki hafa virkt smit losna úr einangrun þá þegar. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en á morgun. Því þurfa skipverjarnir að dvelja um borð í skipinu eina nótt í viðbót. Á morgun þarf síðan að ákveða hvar skipverjarnir munu sæta áframhaldandi einangrun. Til skoðunar að opna farsóttarhús á Vestfjörðum Súsanna Björg Ástvaldsdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Meirihlutinn býr hérna fyrir vestan og ég á eftir að tala við hvern og einn hvernig aðstaðan er heima fyrir til að sjá hvort það sé yfir höfuð möguleiki að þeir sæti einangrun heima hjá sér, eða þurfi að fara í sóttvarnahúsið í Reykjavík eða hvort við setjum sóttvarnahús upp fyrir vestan. Þá gætu sumir valið kannski að vera áfram um borð í skipinu.“ Þegar fréttastofa náði tali af Súsönnu var hafði hún nýlokið fjarfundi með sóttvarnalækni en fjölmargir koma að aðgerðunum fyrir vestan. Súsanna var spurð út í líðan skipverjanna. „Ég mat þá á sunnudaginn og það var enginn með alvarleg veikindi þá og þeir hafa ekkert verið í bandi en ég bauð þeim upp á að hafa samband ef einhver veiktist alvarlega. En þeir verða hérna rétt fyrir utan þannig að ef einhver veikist þá bara náum við í hann.“
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Sjá meira
Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23