Svona á að bregðast við í jarðskjálfta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 15:06 Grindvíkingar hafa fundið fyrir mörgum jarðskjálftum undanfarin ár og virðast lítið kippa sér upp við þann sem varð í dag. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Fólk fann vel fyrir skjálftanum á suðvesturhorninu og jafnvel vestur á firði. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið. Almannavarnir hafa gefið út tilmæli um hvernig fólk eigi að bregðast við jarðskjálfta, eftir því hvort fólk er innandyra eða utan, við sjó eða akandi í bíl. Leiðbeiningarnar fylgja að neðan. Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar – ekki hlaupa af stað. • Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað • Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn • Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg – athugið að í nýjum húsum eru hurðarop ekki sérstaklega styrkt og þar er jafnan hurð sem getur sveiflast til og frá • Verðu höfuð þitt og andlit með kodda- ef þú vaknar upp við jarðskjálfta • Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað • Láttu vita af þér með SMS þegar jarðskjálftnn hættir Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn • Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda • Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið • Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi • Raflínur eru hættulegar ef þær slitna – varist að snerta þær • Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að Farðu frá ströndinni ef þú ert á svæði þar sem hætta er á flóðbylgju Ef þú ert að keyra þegar þú finnur jarðskjálfta: • Leggðu ökutæki og stoppaðu. Vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta • Hafðu sætisbeltin spennt • Haltu kyrru fyrir ef þú ert í bíl þar sem hann getur varið þig gegn brotum og braki sem hægt er að verða fyrir í jarðskjálfta – hlustaðu á útvarpið, þar koma jafnan fyrstu upplýsingarnar um jarðskjálftann. Leiðbeiningar eftir skjálfta Að neðan má sjá leiðbeiningar almannavarna um hvernig eigi að bregðast við að loknum skjálfta. Klæðist góðum hlífðarfötum Farið í góða skó og hlífðarföt, ef glerbrot eru á gólfum eða brak að falla. Neyðarkassinn Náið í neyðarkassan, ef hann er fyrir hendi og ef þörf er fyrir hann. Slys – Meiðsli Athugið hvort einhver hefur slasast og ef þörf er fyrir aðstoð þá hafið samband við Neyðarlínuna í síma 1-1-2. Upplýsingar. Reyndu að afla þér upplýsinga um jarðskjálftann, umfang hans og upptök á vef Veðurstofunnar og fylgstu með ráðleggingum almannavarna í fjölmiðlum. Samfélagsmiðlar eru fljótir að taka við sér. Síminn virkar ekki Ef ekki er hægt að ná í hjálp símleiðis, skal auðkenna slysstað með hvítri veifu. Síminn er öryggistæki og þegar neyðarástand hefur skapast getur álag á símkerfið leitt til þess að þeir sem þurfa á hjálp að halda ná ekki sambandi. Sendu frekar SMS í stað þess að hringja, til að láta vita af þér til að minnka álag á símkerfi. Einnig getur verið gott að eiga hleðslubanka, hleðslurafhlöður og hleðslutæki til að nota í bifreið til að hlaða rafmagnstæki (síma og tölvur) í rafmagnsleysi, sem oft fylgir jarðskjálftum. Lyftur Notið ekki lyftur í háhýsum þar sem hætta er á að þær hafi skekkst. Látið yfirfara lyftur í kjölfar jarðskjálfta. Neysluvatn Drekkið ekki kranavatn fyrr en tryggt er að það hafi ekki mengast í jarðskjálftanum. Vatnsleki -Rafmagn Lokið fyrir vatnsinntak ef leki er óviðráðanlegur og slökkvið á aðalrofa í rafmagnstöflu ef húsið er skemmt. Eldur – eldmatur Athugið hvort eldur er laus og notið ekki opið ljós eða eld ef hætta er á að eldfim efni hafi hellst niður. Rýming Farið rólega út eftir skjálfta. Mörg slys verða þegar fólk hleypur út í óðagoti eftir jarðskjálfta. Gott er að vera vel klæddur ef yfirgefa þarf húsið, sérstaklega að vetri til. Sjá Brottflutningur – Rýming. Söfnunarstaður Farið á fyrirfram ákveðinn söfnunarstað utanhúss og ráðfærið ykkur við fjölskylduna áður en næsta skref er tekið. Bíllinn oft fyrsta skjólið Munið að bifreið er oft fyrsta upphitaða skjólið sem völ er á ef húsnæði hefur skemmst og þar er almennt útvarp. Akið með fyllstu aðgát og athugið að vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta. Munið eftir fjöldahjálparstöðvum í skólum. Útvarp – tilkynningar Hlustið eftir tilkynningum og fréttum í fjölmiðlum. Farið eftir þeim fyrirmælum sem kunna að vera gefin. Gott er að hafa útvarp með langbylgju ef FM sendar detta úr. Fallnar raflínur Aldrei snerta fallnar raflínur. Nágrannahjálp Athugið hvort nágrannar ykkar þarfnist aðstoðar. Ef þu veist af öldruðum eða fötluðum einstaklingum í næsta nágrenni er mikilvægt að huga að þeim. Munið, að ef margir slasast þá getur orðið bið á því að hjálp berist. Nánar á vef almannavarna. Eldgos og jarðhræringar Húsráð Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Fólk fann vel fyrir skjálftanum á suðvesturhorninu og jafnvel vestur á firði. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið. Almannavarnir hafa gefið út tilmæli um hvernig fólk eigi að bregðast við jarðskjálfta, eftir því hvort fólk er innandyra eða utan, við sjó eða akandi í bíl. Leiðbeiningarnar fylgja að neðan. Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar – ekki hlaupa af stað. • Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað • Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn • Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg – athugið að í nýjum húsum eru hurðarop ekki sérstaklega styrkt og þar er jafnan hurð sem getur sveiflast til og frá • Verðu höfuð þitt og andlit með kodda- ef þú vaknar upp við jarðskjálfta • Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað • Láttu vita af þér með SMS þegar jarðskjálftnn hættir Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn • Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda • Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið • Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi • Raflínur eru hættulegar ef þær slitna – varist að snerta þær • Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að Farðu frá ströndinni ef þú ert á svæði þar sem hætta er á flóðbylgju Ef þú ert að keyra þegar þú finnur jarðskjálfta: • Leggðu ökutæki og stoppaðu. Vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta • Hafðu sætisbeltin spennt • Haltu kyrru fyrir ef þú ert í bíl þar sem hann getur varið þig gegn brotum og braki sem hægt er að verða fyrir í jarðskjálfta – hlustaðu á útvarpið, þar koma jafnan fyrstu upplýsingarnar um jarðskjálftann. Leiðbeiningar eftir skjálfta Að neðan má sjá leiðbeiningar almannavarna um hvernig eigi að bregðast við að loknum skjálfta. Klæðist góðum hlífðarfötum Farið í góða skó og hlífðarföt, ef glerbrot eru á gólfum eða brak að falla. Neyðarkassinn Náið í neyðarkassan, ef hann er fyrir hendi og ef þörf er fyrir hann. Slys – Meiðsli Athugið hvort einhver hefur slasast og ef þörf er fyrir aðstoð þá hafið samband við Neyðarlínuna í síma 1-1-2. Upplýsingar. Reyndu að afla þér upplýsinga um jarðskjálftann, umfang hans og upptök á vef Veðurstofunnar og fylgstu með ráðleggingum almannavarna í fjölmiðlum. Samfélagsmiðlar eru fljótir að taka við sér. Síminn virkar ekki Ef ekki er hægt að ná í hjálp símleiðis, skal auðkenna slysstað með hvítri veifu. Síminn er öryggistæki og þegar neyðarástand hefur skapast getur álag á símkerfið leitt til þess að þeir sem þurfa á hjálp að halda ná ekki sambandi. Sendu frekar SMS í stað þess að hringja, til að láta vita af þér til að minnka álag á símkerfi. Einnig getur verið gott að eiga hleðslubanka, hleðslurafhlöður og hleðslutæki til að nota í bifreið til að hlaða rafmagnstæki (síma og tölvur) í rafmagnsleysi, sem oft fylgir jarðskjálftum. Lyftur Notið ekki lyftur í háhýsum þar sem hætta er á að þær hafi skekkst. Látið yfirfara lyftur í kjölfar jarðskjálfta. Neysluvatn Drekkið ekki kranavatn fyrr en tryggt er að það hafi ekki mengast í jarðskjálftanum. Vatnsleki -Rafmagn Lokið fyrir vatnsinntak ef leki er óviðráðanlegur og slökkvið á aðalrofa í rafmagnstöflu ef húsið er skemmt. Eldur – eldmatur Athugið hvort eldur er laus og notið ekki opið ljós eða eld ef hætta er á að eldfim efni hafi hellst niður. Rýming Farið rólega út eftir skjálfta. Mörg slys verða þegar fólk hleypur út í óðagoti eftir jarðskjálfta. Gott er að vera vel klæddur ef yfirgefa þarf húsið, sérstaklega að vetri til. Sjá Brottflutningur – Rýming. Söfnunarstaður Farið á fyrirfram ákveðinn söfnunarstað utanhúss og ráðfærið ykkur við fjölskylduna áður en næsta skref er tekið. Bíllinn oft fyrsta skjólið Munið að bifreið er oft fyrsta upphitaða skjólið sem völ er á ef húsnæði hefur skemmst og þar er almennt útvarp. Akið með fyllstu aðgát og athugið að vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta. Munið eftir fjöldahjálparstöðvum í skólum. Útvarp – tilkynningar Hlustið eftir tilkynningum og fréttum í fjölmiðlum. Farið eftir þeim fyrirmælum sem kunna að vera gefin. Gott er að hafa útvarp með langbylgju ef FM sendar detta úr. Fallnar raflínur Aldrei snerta fallnar raflínur. Nágrannahjálp Athugið hvort nágrannar ykkar þarfnist aðstoðar. Ef þu veist af öldruðum eða fötluðum einstaklingum í næsta nágrenni er mikilvægt að huga að þeim. Munið, að ef margir slasast þá getur orðið bið á því að hjálp berist. Nánar á vef almannavarna.
Eldgos og jarðhræringar Húsráð Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira