Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 15:56 Heiðrún Helga Bjarnadóttir segir að sér hafi ekki liðið vel á meðan skjálftinn gekk yfir. Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Heiðrún deilir myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, á Facebook. Á því má sjá hana vera að syngja jólalag en nokkrum sekúndum síðar verður hún fyrst vör við skjálftann. Athygli vekur að myndbandið er tekið í Borgarnesi, um 70 kílómetrum frá upptökum skjálftans við Kleifarvatn, en hann var 5,6 að stærð, og einn sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesinu í þrjá áratugi. Í samtali við Vísi segir Heiðrún að hún hafi orðið logandi hrædd á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Hún sat við píanóið og var í miðju lagi þegar einhvers konar öldugangur gerði vart við sig. Myndbandið telur 32 sekúndur og skjálftabylgjurnar bárust í Borgarnes þegar um sjö sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þá lítur Heiðrún upp og heyra má hljóðið í skjálftanum. Sjö sekúndum síðar hefst hristingurinn fyrir alvöru og nokkrum sekúndum síðar koma að því er virðist tvær stórar höggbylgjur. „Þó að þetta séu bara örfáar sekúndur þá virkar þetta eins og margar mínútur. Ég skalf alveg á höndunum á eftir. Ég var hrædd. Það er ekki vanalegt að menn finni svona í Borgarnesi,“ segir Heiðrún. Sjálf vekur hún athygli á því að hún sé að syngja jólalag, þrátt fyrir að enn sé um tveir mánuðir til jóla. Biður hún vini sína á Facebook og lesendur Vísis vinsamlegt að horfa framhjá því. Aðspurð um af hverju hún hafi verið að syngja jólalag í október tekur hún skýrt fram að hún sé ekki eitthvað „klikkað jólabarn.“ Heiðrún Helga Bjarnadóttir hafði aldrei fundið jarðskjálfta fyrr en í dag.Gunnhildur Lind photography Hún hafi einfaldlega verið beðin um að syngja á jólatónleikum í aðdraganda jólana og að hún hafi verið að taka upp prufu, þegar jarðskjálftinn reið yfir. „Það eru komnar upp að þær kenningar á samfélagsmiðlunum að það hafi verið móðir náttúra grípa í taumana, segir hún,“ nokkuð létt í bragði. Þrátt fyrir að jarðskjálftinn hafi verið stór virðist lítið sem ekkert tjón hafa orðið á mannfólki eða munum. Almannavarnir minna einnig almenning á það geti verið mjög gagnlegt ef þeir sem finni fyrir skjálftum tilkynni það, það hjálpi við mat á skjálftunum og við áætlanagerð til framtíðar. Hér má einnig kynna sér leiðbeiningar um það hvernig bregðast eigi við þegar jörð skelfur. Borgarbyggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Heiðrún deilir myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, á Facebook. Á því má sjá hana vera að syngja jólalag en nokkrum sekúndum síðar verður hún fyrst vör við skjálftann. Athygli vekur að myndbandið er tekið í Borgarnesi, um 70 kílómetrum frá upptökum skjálftans við Kleifarvatn, en hann var 5,6 að stærð, og einn sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesinu í þrjá áratugi. Í samtali við Vísi segir Heiðrún að hún hafi orðið logandi hrædd á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Hún sat við píanóið og var í miðju lagi þegar einhvers konar öldugangur gerði vart við sig. Myndbandið telur 32 sekúndur og skjálftabylgjurnar bárust í Borgarnes þegar um sjö sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þá lítur Heiðrún upp og heyra má hljóðið í skjálftanum. Sjö sekúndum síðar hefst hristingurinn fyrir alvöru og nokkrum sekúndum síðar koma að því er virðist tvær stórar höggbylgjur. „Þó að þetta séu bara örfáar sekúndur þá virkar þetta eins og margar mínútur. Ég skalf alveg á höndunum á eftir. Ég var hrædd. Það er ekki vanalegt að menn finni svona í Borgarnesi,“ segir Heiðrún. Sjálf vekur hún athygli á því að hún sé að syngja jólalag, þrátt fyrir að enn sé um tveir mánuðir til jóla. Biður hún vini sína á Facebook og lesendur Vísis vinsamlegt að horfa framhjá því. Aðspurð um af hverju hún hafi verið að syngja jólalag í október tekur hún skýrt fram að hún sé ekki eitthvað „klikkað jólabarn.“ Heiðrún Helga Bjarnadóttir hafði aldrei fundið jarðskjálfta fyrr en í dag.Gunnhildur Lind photography Hún hafi einfaldlega verið beðin um að syngja á jólatónleikum í aðdraganda jólana og að hún hafi verið að taka upp prufu, þegar jarðskjálftinn reið yfir. „Það eru komnar upp að þær kenningar á samfélagsmiðlunum að það hafi verið móðir náttúra grípa í taumana, segir hún,“ nokkuð létt í bragði. Þrátt fyrir að jarðskjálftinn hafi verið stór virðist lítið sem ekkert tjón hafa orðið á mannfólki eða munum. Almannavarnir minna einnig almenning á það geti verið mjög gagnlegt ef þeir sem finni fyrir skjálftum tilkynni það, það hjálpi við mat á skjálftunum og við áætlanagerð til framtíðar. Hér má einnig kynna sér leiðbeiningar um það hvernig bregðast eigi við þegar jörð skelfur.
Borgarbyggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24
Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13
Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11
Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33