Mælt fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 18:31 Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælti fyrir frumvarpinu en auk Pírata eru flutningsmenn úr Samfylkingunni og Flokki fólksins. Þá standa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem eru utan flokka, einnig að því. „Ísland er lýðræðisríki, eða ætti að vera lýðræðisríki,“ sagði Þórhildur Sunna. En hvers konar lýðræðisríki virðir að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ sagði hún og vísaði til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fór fram í október 2012 Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni fyrir um átta árum var um 49 prósent og töldu tæp 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu að leggja ætti tillögurnar til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Dapurlegt Þórhildur Sunna sagði andstæðinga málsins gjarnan minnast á að atkvæðagreiðslan hafi einungis verið ráðgefandi. „Ég vill minna á að Brexit var líka ráðgefandi atkvæðagreiðsla, en ekki datt breskum ráðamönnum að virða hana að vettugi.“ Frumvarpinu fylgir löng greinargerð þar sem allur aðdragandi málsins er rakinn og sagði Þórhildur Sunna að því mætti lýsa sem nokkurs konar stöðuskýrslu. Þórhildur Sunna sagði dapurt að á átta árum tímabili hafi vilji þjóðarinnar ekki verið virtur og að samþykkt málsins væri grundvallarþáttur í því að auka traust á stjórnmálum. „Hvers vegna ætti þjóðin að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ef niðurstaðan er hundsuð?“ Undirskriftalisti með nöfnum um 43.500 Íslendinga, sem krefjast þess að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá, sem byggir á tillögum stjórlagaráðs, var afhentur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælti fyrir frumvarpinu en auk Pírata eru flutningsmenn úr Samfylkingunni og Flokki fólksins. Þá standa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem eru utan flokka, einnig að því. „Ísland er lýðræðisríki, eða ætti að vera lýðræðisríki,“ sagði Þórhildur Sunna. En hvers konar lýðræðisríki virðir að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ sagði hún og vísaði til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fór fram í október 2012 Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni fyrir um átta árum var um 49 prósent og töldu tæp 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu að leggja ætti tillögurnar til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Dapurlegt Þórhildur Sunna sagði andstæðinga málsins gjarnan minnast á að atkvæðagreiðslan hafi einungis verið ráðgefandi. „Ég vill minna á að Brexit var líka ráðgefandi atkvæðagreiðsla, en ekki datt breskum ráðamönnum að virða hana að vettugi.“ Frumvarpinu fylgir löng greinargerð þar sem allur aðdragandi málsins er rakinn og sagði Þórhildur Sunna að því mætti lýsa sem nokkurs konar stöðuskýrslu. Þórhildur Sunna sagði dapurt að á átta árum tímabili hafi vilji þjóðarinnar ekki verið virtur og að samþykkt málsins væri grundvallarþáttur í því að auka traust á stjórnmálum. „Hvers vegna ætti þjóðin að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ef niðurstaðan er hundsuð?“ Undirskriftalisti með nöfnum um 43.500 Íslendinga, sem krefjast þess að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá, sem byggir á tillögum stjórlagaráðs, var afhentur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira