Kynning CrossFit á Katrínu Tönju: Aldrei hægt að afskrifa fyrrum heimsmeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir með Mat Fraser og þjálfara sínum Ben Bergeron eftir síðasta sigur sinn á heimsleikunum í CrossFit árið 2016. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur keppni um heimsmeistaratitilinn á morgun og CrossFit samtökin kynntu okkar konu til leiks á Youtube-síðu heimsleikanna í CrossFit. CrossFit sérfræðingarnir hafa verið duglegir að benda á þá staðreynd að síðasta konan til að vinna Tiu-Clair Toomey á heimsleikunum í CrossFit sé hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir harða keppni við Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey vann árið 2017 og hefur ekki sleppt heimsmeistaratitlinum síðan. Katrín sýndi styrk sinn og seiglu þegar hún tryggði sig inn í fimm kvenna lokaúrslit þrátt fyrir að vera í 22. sæti eftir tvær fyrstu greinarnar. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT „Það sem Katrín sýndi okkur að þú getur aldrei afskrifað fyrrum heimsmeistara. Það var magnað að sjá hvað hún náði að gera eftir að hafa grafið sér ágætist holu. Það þarf samt ekki að koma okkur á óvart því við erum að tala um Katrínu Davíðsdóttir,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur í útsendingu fyrri hluta heimsleikanna. „Hún lenti í smá vandræðum í byrjun en eftir það sýndi hún okkur af hverju hún er fyrrum hraustasta kona heims,“ sagði Sean Woodland sem sá um útsendinguna með Annie Sakamoto. „Hún var í 22. sæti eftir tvær greinar og þurfti ekkert minna en að vinna tvær greinar til að grafa sig upp úr holunni og komast í lokaúrslitin. Það var einmitt það sem hún gerði. Það var ekkert auðvelt þegar þú ert að keppa við þessar frábæru íþróttakonur. Henni tókst að vinna tvær fyrstu greinarnar á öðrum deginum sem kom henni upp í þriðja sætið,“ sagði Annie Sakamoto og bætti við: „Hún hefur ótrúlega hæfileika að bregðast rétt við þegar hún er komin með bakið upp við vegg. Þetta var mjög tilkomumikið en kom okkur heldur ekki á óvart vitandi hver hún er,“ sagði Sakamoto. Það mátti líka sjá stutt viðtal við Katrínu Tönju sem var tekið eftir sjöundu og síðustu greinina hennar í fyrri hlutanum. Sean Woodland varpaði síðan fram þeirri spurningu á Annie Sakamoto hvernig og hvort Katrín Tanja gæti endurheimt heimsmeistaratitilinn í Aromas. „Fyrir utan Tiu þá eru þetta jafnar íþróttakonur sem geta bæði gert mjög vel og ekki eins vel í harðri keppni. Þegar við förum í gegnum allar þessar greinar þá mun þetta snúast mikið um það hvað keppendur eru með á milli eyrnanna. Þegar er pressan er aftur á móti mest þá er Katrín Tanja líklegust,“ sagði Sakamoto sem hefur mikla trú á andlegum styrk okkar konu. „Það verða engir áhorfendur og bara fjórar aðrar konur að keppa. Andlega þátturinn mun því ráða miklu fyrir Katrínu Davíðsdóttir og hina keppendurna,“ sagði Sean Woodland en það má sjá alla kynninguna á Katrínu Tönju hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur keppni um heimsmeistaratitilinn á morgun og CrossFit samtökin kynntu okkar konu til leiks á Youtube-síðu heimsleikanna í CrossFit. CrossFit sérfræðingarnir hafa verið duglegir að benda á þá staðreynd að síðasta konan til að vinna Tiu-Clair Toomey á heimsleikunum í CrossFit sé hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir harða keppni við Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey vann árið 2017 og hefur ekki sleppt heimsmeistaratitlinum síðan. Katrín sýndi styrk sinn og seiglu þegar hún tryggði sig inn í fimm kvenna lokaúrslit þrátt fyrir að vera í 22. sæti eftir tvær fyrstu greinarnar. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT „Það sem Katrín sýndi okkur að þú getur aldrei afskrifað fyrrum heimsmeistara. Það var magnað að sjá hvað hún náði að gera eftir að hafa grafið sér ágætist holu. Það þarf samt ekki að koma okkur á óvart því við erum að tala um Katrínu Davíðsdóttir,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur í útsendingu fyrri hluta heimsleikanna. „Hún lenti í smá vandræðum í byrjun en eftir það sýndi hún okkur af hverju hún er fyrrum hraustasta kona heims,“ sagði Sean Woodland sem sá um útsendinguna með Annie Sakamoto. „Hún var í 22. sæti eftir tvær greinar og þurfti ekkert minna en að vinna tvær greinar til að grafa sig upp úr holunni og komast í lokaúrslitin. Það var einmitt það sem hún gerði. Það var ekkert auðvelt þegar þú ert að keppa við þessar frábæru íþróttakonur. Henni tókst að vinna tvær fyrstu greinarnar á öðrum deginum sem kom henni upp í þriðja sætið,“ sagði Annie Sakamoto og bætti við: „Hún hefur ótrúlega hæfileika að bregðast rétt við þegar hún er komin með bakið upp við vegg. Þetta var mjög tilkomumikið en kom okkur heldur ekki á óvart vitandi hver hún er,“ sagði Sakamoto. Það mátti líka sjá stutt viðtal við Katrínu Tönju sem var tekið eftir sjöundu og síðustu greinina hennar í fyrri hlutanum. Sean Woodland varpaði síðan fram þeirri spurningu á Annie Sakamoto hvernig og hvort Katrín Tanja gæti endurheimt heimsmeistaratitilinn í Aromas. „Fyrir utan Tiu þá eru þetta jafnar íþróttakonur sem geta bæði gert mjög vel og ekki eins vel í harðri keppni. Þegar við förum í gegnum allar þessar greinar þá mun þetta snúast mikið um það hvað keppendur eru með á milli eyrnanna. Þegar er pressan er aftur á móti mest þá er Katrín Tanja líklegust,“ sagði Sakamoto sem hefur mikla trú á andlegum styrk okkar konu. „Það verða engir áhorfendur og bara fjórar aðrar konur að keppa. Andlega þátturinn mun því ráða miklu fyrir Katrínu Davíðsdóttir og hina keppendurna,“ sagði Sean Woodland en það má sjá alla kynninguna á Katrínu Tönju hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira