Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 16:47 Maxwell á mynd með Epstein á veggspjaldi sem bandarískir saksóknarar sýndu þegar þeir lögðu fram ákærur á hendur henni í sumar. AP/John Minchillo Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. Svæðisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði að birta mætti vitnisburð Maxwell þegar hún var yfirheyrð árið 2016. Hann var gerður opinber í dag en búið var að strika yfir nær öll nöfn nema Epstein og Andrésar prins. Maxwell sótti það fast að koma í veg fyrir að framburður hennar yrði gerður opinber. Maxwell er ákærð fyrir að hafa hjálpað Epstein að finna og búa ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, undir að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum sem hún hafi sjálf stundum tekið þátt í. Hún er einnig sökuð um meinsæri í framburði sínum í einkamáli sem kona sem segist hafa verið fórnarlamb Epstein höfðaði gegn henni. Hún neitar sök en hefur verið í varðhaldi frá því í júlí. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun. Hafnaði Maxwell því eiðsvarin fyrir fjórum árum að hafa orðið vitni að „óviðeigandi athöfnum með fólki undir lögaldri“. Sakaði hún Viriginu Giuffre, konuna sem sakaði Epstein um að misnota sig með aðstoð Maxwell þegar hún var táningur, um að ljúga upp á sig. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á nokkurri stundu tekið þátt í neinu með Virginiu og Jeffrey. Svo þess sé getið þá er hún alger fullkominn lygari,“ sagði Maxwell í framburði sínu. Vék hún sér ítrekað undan því að gefa skýr svör um kynferðisleg athæfi Epstein og samskipti við Giuffre og aðrar ungar konur eða unglinga. David Boies og Sigrid McCawley, lögmenn Giuffre fögnuðu birtingu framburðar Maxwell í dag og fullyrtu að brátt yrði ljóst hvers vegna hún og aðrir sem hafi liðkað fyrir glæpum Epstein hafi barist svo hart fyrir því að halda framburðinum leyndum, að því er segir í frétt New York Times. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. Svæðisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði að birta mætti vitnisburð Maxwell þegar hún var yfirheyrð árið 2016. Hann var gerður opinber í dag en búið var að strika yfir nær öll nöfn nema Epstein og Andrésar prins. Maxwell sótti það fast að koma í veg fyrir að framburður hennar yrði gerður opinber. Maxwell er ákærð fyrir að hafa hjálpað Epstein að finna og búa ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, undir að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum sem hún hafi sjálf stundum tekið þátt í. Hún er einnig sökuð um meinsæri í framburði sínum í einkamáli sem kona sem segist hafa verið fórnarlamb Epstein höfðaði gegn henni. Hún neitar sök en hefur verið í varðhaldi frá því í júlí. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun. Hafnaði Maxwell því eiðsvarin fyrir fjórum árum að hafa orðið vitni að „óviðeigandi athöfnum með fólki undir lögaldri“. Sakaði hún Viriginu Giuffre, konuna sem sakaði Epstein um að misnota sig með aðstoð Maxwell þegar hún var táningur, um að ljúga upp á sig. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á nokkurri stundu tekið þátt í neinu með Virginiu og Jeffrey. Svo þess sé getið þá er hún alger fullkominn lygari,“ sagði Maxwell í framburði sínu. Vék hún sér ítrekað undan því að gefa skýr svör um kynferðisleg athæfi Epstein og samskipti við Giuffre og aðrar ungar konur eða unglinga. David Boies og Sigrid McCawley, lögmenn Giuffre fögnuðu birtingu framburðar Maxwell í dag og fullyrtu að brátt yrði ljóst hvers vegna hún og aðrir sem hafi liðkað fyrir glæpum Epstein hafi barist svo hart fyrir því að halda framburðinum leyndum, að því er segir í frétt New York Times.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06
Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29