Strákarnir í GameTíví snúa aftur til Verdansk í mánudagsstreymi GameTíví í kvöld. Sérstakt hrekkjavökuþema er í Call of duty: Warzone, eða Skyldan kallar: Stríðssvæði, eins og við segjum á íslensku.
Það þema verður skoðað frá öllum hliðum en strákarnir stefna á þrjá sigra í kvöld.
Heppnir áhorfendur geta unnið til verðlauna.
Gamanið hefst klukkan átta á Stöð 2 eSport, Twitchrás GameTíví og Vísi. Hægt er að horfa hér að neðan.