Át sveppi með Bubba og ritaði um hann bók hálfri öld síðar Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2020 08:01 Árni Matthíasson vefstjóri Mbl.is hefur nú ritað merkilega bók þar sem hann fer yfir fjörutíu ára feril Bubba Morthens. Þar kennir ýmissa grasa, og sveppa ef því er að skipta. visir/vilhelm Ef gerð yrði könnun með það fyrir augum að finna út úr því hver telst frægastur Íslendinga má fastlega gera ráð fyrir því að ýmsir nefndu Bubba Morthens til sögunnar. Líklega hefur ekki verið fjallað eins mikið um nokkurn Íslending og Bubba: Tvær ævisögur, heimildamynd um líf hans og störf, ótal viðtöl og útvarpsþættir, hlaðvarp, söngleikur … og úr prentsmiðju var að koma heit „Bubbi Morthens – ferillinn í fjörutíu ár“ eftir Árna Matthíasson netstjóra Mbl.is sem telur þó vert í þessu samhengi að titla sig poppblaðamann en hann hefur skrifað um rokktónlist í Moggann í áratugi. Er virkilega ekki komið nóg um Bubba Morthens? „Sagan sýnir að það er aldrei hægt að fá nóg af Bubba, sem sést kannski einna best á því að hann hefur gefið út 33 sólóplötur frá því sú fyrsta kom út 1980 og sú 34. er á leiðinni,“ segir Árni og lætur sér hvergi bregða þó blaðamaður Vísis vaði beint í vélarnar. Ef allt er talið þá verða stúdíóplöturnar þar með 44. Árni útskýrir að þessi bók sé óvenjuleg og ólík þeim sem eru komnar að því leyti að hún er tónlistarsaga hans. „Það er ekki ævisaga eins og bókin hennar Silju Aðalsteinsdóttur og þannig bók hefur ekki komið út áður. Þó það sé vitanlega erfitt að skilja á milli persónunnar Bubba og tónlistarmannsins.“ Í vímu við að besservissast á verbúðinni Bókin er að sönnu glæsileg, ríkulega myndskreytt en sérlegur myndaritstjóri bókarinnar er Einar Falur Ingólfsson. Árni leitar víða fanga, vitnar í viðtöl og umfjöllun um Bubba auk þess sem hann ræðir við fjölda fólks um þetta fyrirbæri sem Bubbi er. En hvað rak þig til að takast á hendur þetta tiltekna verkefni? „Það kom þannig að til útgefandi Forlagsins, Hólmfríður Matthíasdóttir, lagði hart að mér að skrifa hana og ég lét til leiðast. Það er ekki svo að mér þætti það ekki skemmtilegt að rýna í tónlistarsögu Bubba, sögu sem ég kunni hvort er meira og minna utanað, en ég var með bunka af öðrum verkefnum á borðinu. Árni Matthíasson kynntist Bubba áður en ferill hans sem poppskríbent hófst, nefnilega í Eyjum á litríkum og eftirminnilegum tímum.visir/vilhelm En þegar ég byrjaði varð þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra, sérstaklega að tala við fjöldann allan af fólki sem Bubbi hefur unnið með í gegnum tíðina. Og gat ekki sagt nei.“ Eins og áður sagði hefur Árni fjallað um dægurtónlist í áratugi og sem slíkur hefur hann óhjákvæmilega fylgst vel með ferli Bubba. En leiðir þeirra lágu reyndar saman áður en Bubbi braust með miklum látum fram á sjónarsviðið og skráði sig umsvifalaust feitu letri í tónlistarsöguna. „Já, við Bubbi kynntumst í Vestmannaeyjum veturinn 1974. Ég fékk vinnu í Fiskiðjunni og var þar í verbúð. Eitt kvöldið heyrði ég háreysti frammi á gangi og þá voru þeir Bubbi og Tolli að spila og syngja Lifi Lenín og hinn rauði her. Við Bubbi urðum vinir í kjölfarið og héngum við saman í frístundum, reyktum hass og átum sveppi, töluðum um tónlist, bókmenntir, pólitík, heimspeki og vísindi. Tveir sjálfvitar. Við vorum báðir mjög áhugasamir um bókmenntir og hann var, og er, gríðarlega vel lesinn. Hann var líka vel heima í tónlistinni, nema hvað, og við vorum báðir áhugamenn um blús og söngvaskáld.“ Missti áhugann á sukkinu en Bubbi hélt áfram Árni segir að þeir Bubbi hafi haldið sambandi eftir ævintýralegu tímabili í Eyjum lauk. „Ég varð togarasjómaður og fór svo með honum austur á Neskaupstað þar sem hann var að vinna í fiski, en ég fékk pláss á Rosanum, eins og Bubbi söng um á Ísbjarnarblús, þó það hafi verið fært mjög í stílinn,“ segir Árni. Þetta eru fréttir, að Árni hafi verið áhafnameðlimur á Mb Rosanum sem Bubbi söng um á sinni fyrstu plötu, Ísbjarnarblús. Svakaleg rokkballaða: „Í svita, slori og áfengi við fíluðum okkur best, áhöfnin á Rosanum sem aldrei edrú sést.“ „Ég missti svo áhugann á sukki og svínaríi, sagði skilið við það samfélag og nær alla félagana og fluttist í Hafnarfjörðinn. Eftir það voru lítil samskipti á milli okkar Bubba, hann varð frægasti maður Íslands, en ég bátsmaður á togara,“ segir Árni. Mestir spekinga í Eyjum ´74 Árni fékk svo vinnu sem prófarkalesari hjá Mogganum og hóf nokkrum árum síðar, eða 1986 að skrifa um músík fyrir Moggann. „Viðtal mitt við Bubba var annað viðtalið sem ég tók. Það var þegar Frelsi til sölu kom út 1986.“ Páll Baldvin talar um það, og þú vitnar í að honum finnist Bubbi „algerlega óþolandi maður, en mér þykir ákaflega vænt um hann“. Kemur hann þér einnig svo fyrir sjónir? Árni Matthíasson: Það kunna allir texta eftir Bubba og það hafa allir skoðun á textunum hans. Bubbi Morthens er þjóðskáld Íslendinga.visir/vilhelm „Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um Bubba, enda ristir sú vinátta dýpst sem verður til á barns- og unglingsaldri þegar maður kemur inn á heimili fjölskyldunnar. Gleymum því ekki að þegar við Bubbi erum hvað mestir spekingar í Eyjum 1974 er ég sautján ára og hann nýorðinn átján. Ég þekki ekki þann Bubba sem mönnum finnst óþolandi, kannski vegna þess að við erum svo líkir um margt. Báðir gríðarlega miklir sjálfvitar (besservisserar) og yfirþyrmandi mælskir.“ En talið þið þá ekki í kross? Lítil hlustun? „Jújú, blessaður vertu, enda höfum við verið algerlega óþolandi á sínum tíma. Þetta er eins og þegar við Curver Thoroddsen setjumst saman — þá forða aðrir sér.“ Enginn náð eins til okkar og Bubbi Þú hefur fjallað um rokktónlist í áratugi og þá auðvitað öðrum þræði sem samfélagslegt fyrirbæri. Þú hlýtur þá að hafa velt fyrir þér þessum sérstöku tengslum Bubba við þjóð sína; hvernig myndirðu lýsa þeim? Er það eitthvað á þá leið sem Páll Baldvin nefnir? „Stór þáttur í því hvað Bubbi hefur verið vinsæll og dáður, elskaður í seinni tíð, er náttúrlega músíkin. Hann er mesti popplagasmiður Íslandssögunnar og þótt víðar væri leitað. Það má þó ekki gleyma textunum, sem textasmiður er hann vissulega mistækur, eins og skálda er siður, en textarnir hafa hamrast inn í þjóðarsálina. Það kunna allir texta eftir Bubba og það hafa allir skoðun á textunum hans. Bubbi Morthens er þjóðskáld Íslendinga.“ Utan tónlistarinnar er það svo persónan Bubbi Morthens, sem óhjákvæmilegt er að taka eftir og taka afstöðu til. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari. Hann og Árni hafa starfað saman um áratugaskeið á Morgunblaðinu. Og það vafðist ekki fyrir þeim að pakka Bubba saman, þó ferill kóngsins sé umfangsmikill.Hugrún Egla „Já, Bubbi sem sprottinn er úr slori og basli, datt hressilega í það og lét renna af sér, deildi með okkur ástarbríma og ástarsorg, skammaði okkur fyrir þröngsýni og fordóma, var sjálfum sé samkvæmur og ósamkvæmur, huggaði okkur og gladdi. Það hefur enginn talað eins til okkar eins og Bubbi og enginn náð eins til okkar og Bubbi þó hver hafi eflaust sína sýn á það.“ Kann best að meta kassagítar-Bubba Árni nefnir að þegar hann var að vinna að bókinni las hann grúa blaðagreina, viðtala, skoðanapistla og tónlistargagnrýni. „Það var og hressandi að sjá það að Bubbi hefur barist fyrir mannréttindum frá því hann gaf út sína fyrstu plötu, barist fyrir kvenfrelsi, réttindum litaðra og flóttamanna og líka fyrir smælingjum, veikum og fátækum. Í fjörutíu ár hefur hann verið vinsælasti tónlistarmaður landsins, en líka samviska þjóðarinnar. Víst er hann ekki gallalaus, frekar en aðrir, en það gleymist stundum hvað hann hefur áorkað miklu í þágu mannréttinda.“ Utangarðsmenn og samferðamenn við rútuna í Evrópureisunni 1981.Safn Bubba Mothens Þú bútar hans feril niður í 15 þætti og svo er einn til um rokkskáldið Bubba. Er eitthvert þessara tímabila sem höfðar meira til þín en önnur? „Ég kann að meta þau öll, en kann alltaf best við Bubba einan með kassagítarinn, það má kannski kalla það frumskemmd — þannig kynntist ég honum. Fyrir vikið held ég mest upp á Blús fyrir Rikka, sem er almennt ekki talin ein af hans bestu plötum, en nefni líka umbrotatíma fyrri hluta þessarar aldar þegar hann gaf til að mynda út hina frábæru plötutvennu Ást og Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís. Ætli það séu ekki „bestu“ plöturnar.“ Ljósmyndafyrirsætan Bubbi Morthens Eins og fyrr segir er Einar Falur Ingólfsson myndritstjóri Bubbi Morthens – ferillinn í fjörutíu ár. Vísir fékk hann til að velja fáeinar myndir úr bókinni til að gefa innsýn í hvað um ræðir. Fáir menn hafa verið myndaðir jafn rækilega og Bubbi og því var úr verulegri hrúgu að velja. Einar Falur segir það hafa verið auðsótt, hvað sig varðaði, að finna til myndefni af Bubba, vini hans og veiðifélaga. „Hann hefur komið furðulega víða við okkar maður,“ segir Einar Falur. Unglingurinn Bubbi Morthens leikur á gítarinnSafn Bubba Mothens „Það var vitaskuld skemmtilegt verkefni að vera beðinn að hjálpa til við að safna saman myndum frá ferli Bubba fyrir þessa fínu bók Árna sem ég hef unnið með í nokkra áratugi. Svo erum við Bubbi vinir og ég hef aðstoðað hann við gerð tveggja bóka hans um veiði.“ Hitti goðið 14 ára táningur En rætur verkefnisins liggja dýpra hvað Einar Fal varðar. „Fjörutíu ár aftur í tímann, þegar ég var sumarið 1980 inni í herbergi æskuvinar míns í Keflavík, séra Guðmundar Karls Brynjarssonar, og hann spilaði fyrir mig plötu sem var að koma út. Ísbjarnarblús breytti lífi okkar beggja get ég fullyrt. Og ekki leið á löngu þar til við vorum komnir með hljómsveit. Og þá um haustið héldum við við þriðja mann til Reykjavíkur til fundar við goðið, þá 14 ára ritstjórar skólablaðs og Bubbi hafði fallist á að veita okkur viðtal.“ Bubbi á Bíórokktónleikunum í Laugardalshöll 1992. Björg Sveinsdóttir Einar Falur segir að þeir drengir hafi mætt heim til Bubba hvar kóngurinn spilaði fyrir þá lag á gítarinn sem hann var nýbúinn að semja: „Ég vil ekki stelpu eins og þig“, sem kom út á Geislavirkum nokkrum mánuðum síðar. „Ógleymanleg upplifun.“ Þvílíkar kúvendingar á eins og einum ferli Einar Falur segir það hafa verið gaman að róta, í samstarfi við Árna Matt, í myndasöfnum og finna til myndir frá fjölbreytilegum ferli Bubba fyrir bókina. „Þar hefur ekki vantað lífið, uppákomur og kúvendingar, og alltaf hefur hann haldið áfram að semja og dæla frá sér efninu, ævintýralega frjór, leitandi og atorkusamur.“ Egó leikur í Tónabæ, á Músíktilraunum SATT OG Tónabæjar. Bræðurnir Bubbi og Bergþór Morthens. 12. desember 1982.Einar Falur Ingólfsson Að sögn Einars Fals átti Bubbi átti sjálfur mikið af áhugaverðu myndefni, talsvert var á filmum frá ýmsum dagblöðum hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, fjöldi mynda í bókinni er úr safni Morgunblaðsins og þá veitti Inga Sólveig Friðjónsdóttir, fyrrum eiginkona Bubba og ljósmyndari, mikilvæga innsýn í tímann kringum Ísbjarnarblús og Utangarðsmenn. „Svo átti ég nú sjálfur hitt og þetta, sem samferðamaður Bubba af og til gegnum lífið, og vitaskuld aðdáandi. Ég get fullyrt að það sé fullt af fínum og áhugaverðum myndum í þessari bók, myndum sem styðja vel við frásögnina um líf og feril Bubba.“ Hjónin Bubbi og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir fyrir frumsýningu Níu líf í Borgarleikhúsinu; söngleik sem byggir á litríkum ferli Bubba.Safn Bubba Mothens Höfundatal Bókmenntir Tónlist Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Ef gerð yrði könnun með það fyrir augum að finna út úr því hver telst frægastur Íslendinga má fastlega gera ráð fyrir því að ýmsir nefndu Bubba Morthens til sögunnar. Líklega hefur ekki verið fjallað eins mikið um nokkurn Íslending og Bubba: Tvær ævisögur, heimildamynd um líf hans og störf, ótal viðtöl og útvarpsþættir, hlaðvarp, söngleikur … og úr prentsmiðju var að koma heit „Bubbi Morthens – ferillinn í fjörutíu ár“ eftir Árna Matthíasson netstjóra Mbl.is sem telur þó vert í þessu samhengi að titla sig poppblaðamann en hann hefur skrifað um rokktónlist í Moggann í áratugi. Er virkilega ekki komið nóg um Bubba Morthens? „Sagan sýnir að það er aldrei hægt að fá nóg af Bubba, sem sést kannski einna best á því að hann hefur gefið út 33 sólóplötur frá því sú fyrsta kom út 1980 og sú 34. er á leiðinni,“ segir Árni og lætur sér hvergi bregða þó blaðamaður Vísis vaði beint í vélarnar. Ef allt er talið þá verða stúdíóplöturnar þar með 44. Árni útskýrir að þessi bók sé óvenjuleg og ólík þeim sem eru komnar að því leyti að hún er tónlistarsaga hans. „Það er ekki ævisaga eins og bókin hennar Silju Aðalsteinsdóttur og þannig bók hefur ekki komið út áður. Þó það sé vitanlega erfitt að skilja á milli persónunnar Bubba og tónlistarmannsins.“ Í vímu við að besservissast á verbúðinni Bókin er að sönnu glæsileg, ríkulega myndskreytt en sérlegur myndaritstjóri bókarinnar er Einar Falur Ingólfsson. Árni leitar víða fanga, vitnar í viðtöl og umfjöllun um Bubba auk þess sem hann ræðir við fjölda fólks um þetta fyrirbæri sem Bubbi er. En hvað rak þig til að takast á hendur þetta tiltekna verkefni? „Það kom þannig að til útgefandi Forlagsins, Hólmfríður Matthíasdóttir, lagði hart að mér að skrifa hana og ég lét til leiðast. Það er ekki svo að mér þætti það ekki skemmtilegt að rýna í tónlistarsögu Bubba, sögu sem ég kunni hvort er meira og minna utanað, en ég var með bunka af öðrum verkefnum á borðinu. Árni Matthíasson kynntist Bubba áður en ferill hans sem poppskríbent hófst, nefnilega í Eyjum á litríkum og eftirminnilegum tímum.visir/vilhelm En þegar ég byrjaði varð þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra, sérstaklega að tala við fjöldann allan af fólki sem Bubbi hefur unnið með í gegnum tíðina. Og gat ekki sagt nei.“ Eins og áður sagði hefur Árni fjallað um dægurtónlist í áratugi og sem slíkur hefur hann óhjákvæmilega fylgst vel með ferli Bubba. En leiðir þeirra lágu reyndar saman áður en Bubbi braust með miklum látum fram á sjónarsviðið og skráði sig umsvifalaust feitu letri í tónlistarsöguna. „Já, við Bubbi kynntumst í Vestmannaeyjum veturinn 1974. Ég fékk vinnu í Fiskiðjunni og var þar í verbúð. Eitt kvöldið heyrði ég háreysti frammi á gangi og þá voru þeir Bubbi og Tolli að spila og syngja Lifi Lenín og hinn rauði her. Við Bubbi urðum vinir í kjölfarið og héngum við saman í frístundum, reyktum hass og átum sveppi, töluðum um tónlist, bókmenntir, pólitík, heimspeki og vísindi. Tveir sjálfvitar. Við vorum báðir mjög áhugasamir um bókmenntir og hann var, og er, gríðarlega vel lesinn. Hann var líka vel heima í tónlistinni, nema hvað, og við vorum báðir áhugamenn um blús og söngvaskáld.“ Missti áhugann á sukkinu en Bubbi hélt áfram Árni segir að þeir Bubbi hafi haldið sambandi eftir ævintýralegu tímabili í Eyjum lauk. „Ég varð togarasjómaður og fór svo með honum austur á Neskaupstað þar sem hann var að vinna í fiski, en ég fékk pláss á Rosanum, eins og Bubbi söng um á Ísbjarnarblús, þó það hafi verið fært mjög í stílinn,“ segir Árni. Þetta eru fréttir, að Árni hafi verið áhafnameðlimur á Mb Rosanum sem Bubbi söng um á sinni fyrstu plötu, Ísbjarnarblús. Svakaleg rokkballaða: „Í svita, slori og áfengi við fíluðum okkur best, áhöfnin á Rosanum sem aldrei edrú sést.“ „Ég missti svo áhugann á sukki og svínaríi, sagði skilið við það samfélag og nær alla félagana og fluttist í Hafnarfjörðinn. Eftir það voru lítil samskipti á milli okkar Bubba, hann varð frægasti maður Íslands, en ég bátsmaður á togara,“ segir Árni. Mestir spekinga í Eyjum ´74 Árni fékk svo vinnu sem prófarkalesari hjá Mogganum og hóf nokkrum árum síðar, eða 1986 að skrifa um músík fyrir Moggann. „Viðtal mitt við Bubba var annað viðtalið sem ég tók. Það var þegar Frelsi til sölu kom út 1986.“ Páll Baldvin talar um það, og þú vitnar í að honum finnist Bubbi „algerlega óþolandi maður, en mér þykir ákaflega vænt um hann“. Kemur hann þér einnig svo fyrir sjónir? Árni Matthíasson: Það kunna allir texta eftir Bubba og það hafa allir skoðun á textunum hans. Bubbi Morthens er þjóðskáld Íslendinga.visir/vilhelm „Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um Bubba, enda ristir sú vinátta dýpst sem verður til á barns- og unglingsaldri þegar maður kemur inn á heimili fjölskyldunnar. Gleymum því ekki að þegar við Bubbi erum hvað mestir spekingar í Eyjum 1974 er ég sautján ára og hann nýorðinn átján. Ég þekki ekki þann Bubba sem mönnum finnst óþolandi, kannski vegna þess að við erum svo líkir um margt. Báðir gríðarlega miklir sjálfvitar (besservisserar) og yfirþyrmandi mælskir.“ En talið þið þá ekki í kross? Lítil hlustun? „Jújú, blessaður vertu, enda höfum við verið algerlega óþolandi á sínum tíma. Þetta er eins og þegar við Curver Thoroddsen setjumst saman — þá forða aðrir sér.“ Enginn náð eins til okkar og Bubbi Þú hefur fjallað um rokktónlist í áratugi og þá auðvitað öðrum þræði sem samfélagslegt fyrirbæri. Þú hlýtur þá að hafa velt fyrir þér þessum sérstöku tengslum Bubba við þjóð sína; hvernig myndirðu lýsa þeim? Er það eitthvað á þá leið sem Páll Baldvin nefnir? „Stór þáttur í því hvað Bubbi hefur verið vinsæll og dáður, elskaður í seinni tíð, er náttúrlega músíkin. Hann er mesti popplagasmiður Íslandssögunnar og þótt víðar væri leitað. Það má þó ekki gleyma textunum, sem textasmiður er hann vissulega mistækur, eins og skálda er siður, en textarnir hafa hamrast inn í þjóðarsálina. Það kunna allir texta eftir Bubba og það hafa allir skoðun á textunum hans. Bubbi Morthens er þjóðskáld Íslendinga.“ Utan tónlistarinnar er það svo persónan Bubbi Morthens, sem óhjákvæmilegt er að taka eftir og taka afstöðu til. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari. Hann og Árni hafa starfað saman um áratugaskeið á Morgunblaðinu. Og það vafðist ekki fyrir þeim að pakka Bubba saman, þó ferill kóngsins sé umfangsmikill.Hugrún Egla „Já, Bubbi sem sprottinn er úr slori og basli, datt hressilega í það og lét renna af sér, deildi með okkur ástarbríma og ástarsorg, skammaði okkur fyrir þröngsýni og fordóma, var sjálfum sé samkvæmur og ósamkvæmur, huggaði okkur og gladdi. Það hefur enginn talað eins til okkar eins og Bubbi og enginn náð eins til okkar og Bubbi þó hver hafi eflaust sína sýn á það.“ Kann best að meta kassagítar-Bubba Árni nefnir að þegar hann var að vinna að bókinni las hann grúa blaðagreina, viðtala, skoðanapistla og tónlistargagnrýni. „Það var og hressandi að sjá það að Bubbi hefur barist fyrir mannréttindum frá því hann gaf út sína fyrstu plötu, barist fyrir kvenfrelsi, réttindum litaðra og flóttamanna og líka fyrir smælingjum, veikum og fátækum. Í fjörutíu ár hefur hann verið vinsælasti tónlistarmaður landsins, en líka samviska þjóðarinnar. Víst er hann ekki gallalaus, frekar en aðrir, en það gleymist stundum hvað hann hefur áorkað miklu í þágu mannréttinda.“ Utangarðsmenn og samferðamenn við rútuna í Evrópureisunni 1981.Safn Bubba Mothens Þú bútar hans feril niður í 15 þætti og svo er einn til um rokkskáldið Bubba. Er eitthvert þessara tímabila sem höfðar meira til þín en önnur? „Ég kann að meta þau öll, en kann alltaf best við Bubba einan með kassagítarinn, það má kannski kalla það frumskemmd — þannig kynntist ég honum. Fyrir vikið held ég mest upp á Blús fyrir Rikka, sem er almennt ekki talin ein af hans bestu plötum, en nefni líka umbrotatíma fyrri hluta þessarar aldar þegar hann gaf til að mynda út hina frábæru plötutvennu Ást og Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís. Ætli það séu ekki „bestu“ plöturnar.“ Ljósmyndafyrirsætan Bubbi Morthens Eins og fyrr segir er Einar Falur Ingólfsson myndritstjóri Bubbi Morthens – ferillinn í fjörutíu ár. Vísir fékk hann til að velja fáeinar myndir úr bókinni til að gefa innsýn í hvað um ræðir. Fáir menn hafa verið myndaðir jafn rækilega og Bubbi og því var úr verulegri hrúgu að velja. Einar Falur segir það hafa verið auðsótt, hvað sig varðaði, að finna til myndefni af Bubba, vini hans og veiðifélaga. „Hann hefur komið furðulega víða við okkar maður,“ segir Einar Falur. Unglingurinn Bubbi Morthens leikur á gítarinnSafn Bubba Mothens „Það var vitaskuld skemmtilegt verkefni að vera beðinn að hjálpa til við að safna saman myndum frá ferli Bubba fyrir þessa fínu bók Árna sem ég hef unnið með í nokkra áratugi. Svo erum við Bubbi vinir og ég hef aðstoðað hann við gerð tveggja bóka hans um veiði.“ Hitti goðið 14 ára táningur En rætur verkefnisins liggja dýpra hvað Einar Fal varðar. „Fjörutíu ár aftur í tímann, þegar ég var sumarið 1980 inni í herbergi æskuvinar míns í Keflavík, séra Guðmundar Karls Brynjarssonar, og hann spilaði fyrir mig plötu sem var að koma út. Ísbjarnarblús breytti lífi okkar beggja get ég fullyrt. Og ekki leið á löngu þar til við vorum komnir með hljómsveit. Og þá um haustið héldum við við þriðja mann til Reykjavíkur til fundar við goðið, þá 14 ára ritstjórar skólablaðs og Bubbi hafði fallist á að veita okkur viðtal.“ Bubbi á Bíórokktónleikunum í Laugardalshöll 1992. Björg Sveinsdóttir Einar Falur segir að þeir drengir hafi mætt heim til Bubba hvar kóngurinn spilaði fyrir þá lag á gítarinn sem hann var nýbúinn að semja: „Ég vil ekki stelpu eins og þig“, sem kom út á Geislavirkum nokkrum mánuðum síðar. „Ógleymanleg upplifun.“ Þvílíkar kúvendingar á eins og einum ferli Einar Falur segir það hafa verið gaman að róta, í samstarfi við Árna Matt, í myndasöfnum og finna til myndir frá fjölbreytilegum ferli Bubba fyrir bókina. „Þar hefur ekki vantað lífið, uppákomur og kúvendingar, og alltaf hefur hann haldið áfram að semja og dæla frá sér efninu, ævintýralega frjór, leitandi og atorkusamur.“ Egó leikur í Tónabæ, á Músíktilraunum SATT OG Tónabæjar. Bræðurnir Bubbi og Bergþór Morthens. 12. desember 1982.Einar Falur Ingólfsson Að sögn Einars Fals átti Bubbi átti sjálfur mikið af áhugaverðu myndefni, talsvert var á filmum frá ýmsum dagblöðum hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, fjöldi mynda í bókinni er úr safni Morgunblaðsins og þá veitti Inga Sólveig Friðjónsdóttir, fyrrum eiginkona Bubba og ljósmyndari, mikilvæga innsýn í tímann kringum Ísbjarnarblús og Utangarðsmenn. „Svo átti ég nú sjálfur hitt og þetta, sem samferðamaður Bubba af og til gegnum lífið, og vitaskuld aðdáandi. Ég get fullyrt að það sé fullt af fínum og áhugaverðum myndum í þessari bók, myndum sem styðja vel við frásögnina um líf og feril Bubba.“ Hjónin Bubbi og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir fyrir frumsýningu Níu líf í Borgarleikhúsinu; söngleik sem byggir á litríkum ferli Bubba.Safn Bubba Mothens
Höfundatal Bókmenntir Tónlist Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira