Lampard skildi Thiago Silva eftir heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 12:00 Thiago Silva í leik með Chelsea á móti Manchester United um síðustu helgi. AP/Michael Regan Brasilíumaðurinn Thiago Silva mun ekki spila með Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið sækir rússneska félagið Krasnodar heim í annarri umferð riðlakeppninnar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að hvíla hinn 36 ára gamla Thiago Silva. Það var ekki bara gott fyrir Brasilíumanninn að fá frí frá leiknum heldur einnig að sleppa við ferðalagið. Chelsea leave Thiago Silva at home for Champions League trip to Krasnodar https://t.co/SxWtYxplxs— MailOnline Sport (@MailSport) October 28, 2020 Thiago Silva átti mjög góðan leik á móti Manchester United um síðustu helgi og virðist vera búinn að stimpla sig vel inn í Chelsea liðið. Chelsea verður einnig án markvarðarins Kepa Arrizabalaga og varnarmannsins Marcos Alonso. Arrizabalaga er meiddur á öxl og Alonso er í banni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir rautt spjald á móti Bayern München. Þjóðverjinn Antonio Rudiger gæti fengið tækifærið í forföllum Thiago Silva en Rudiger hefur verið utan hóps í sex af sjö leikjum tímabilsins. Chelsea liðið gerði markalaust jafntefli á móti Sevilla í fyrsta leiknum sínum í Meistaradeildinni og það er því pressa á liðinu að vinna nýliðana í kvöld. "It's always defences who are winning leagues, It's strikers who win matches. He's an important signing"@jf9hasselbaink believes Thiago Silva has the potential to be a really important signing for Chelsea pic.twitter.com/vJMwlQT2Bk— Football Daily (@footballdaily) October 24, 2020 Krasnodar er komið svona langt í fyrsta sinn en félagið er í mikilli brekku þessa dagana og vantar átta leikmenn úr aðalliðinu. Remy Cabella, fyrrum leikmaður Newcastle, og Evgeniy Markov fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og sóknarmennirnir Wanderson og Viktor Claesson eru að glíma við meiðsli. Heimamennirnir Ruslan Kambolov og Aleksandr Cherkinov eru líka tæpir fyrir leikinn og þá eru þeir Sergey Petrov og Dmitri Stotskiy á meiðslalistanum. Knattspyrnustjórinn Murad Musayev býst við því að tefla fram sama liði og tapaði 3-1 á móti Spartak Moskvu í rússnesku deildinni um helgina. Chelsea's results in their three matches with Edouard Mendy and Thiago Silva both starting4 -0 Crystal Palace0 -0 Sevilla0 -0 Chelsea pic.twitter.com/mS1vLCIExi— WhoScored.com (@WhoScored) October 24, 2020 Leikur Krasnodar og Chelsea hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldsins frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en stórleikur kvöldsins er leikur Juventus og Barcelona á Stöð 2 Sport 5 klukkan 20.00. Leikur Manchester United og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00 og þá verður leikur Dortmund og Zenit St. Pétursborg í beinni á sama tíma á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp kvöldið á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Brasilíumaðurinn Thiago Silva mun ekki spila með Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið sækir rússneska félagið Krasnodar heim í annarri umferð riðlakeppninnar. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, ákvað að hvíla hinn 36 ára gamla Thiago Silva. Það var ekki bara gott fyrir Brasilíumanninn að fá frí frá leiknum heldur einnig að sleppa við ferðalagið. Chelsea leave Thiago Silva at home for Champions League trip to Krasnodar https://t.co/SxWtYxplxs— MailOnline Sport (@MailSport) October 28, 2020 Thiago Silva átti mjög góðan leik á móti Manchester United um síðustu helgi og virðist vera búinn að stimpla sig vel inn í Chelsea liðið. Chelsea verður einnig án markvarðarins Kepa Arrizabalaga og varnarmannsins Marcos Alonso. Arrizabalaga er meiddur á öxl og Alonso er í banni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir rautt spjald á móti Bayern München. Þjóðverjinn Antonio Rudiger gæti fengið tækifærið í forföllum Thiago Silva en Rudiger hefur verið utan hóps í sex af sjö leikjum tímabilsins. Chelsea liðið gerði markalaust jafntefli á móti Sevilla í fyrsta leiknum sínum í Meistaradeildinni og það er því pressa á liðinu að vinna nýliðana í kvöld. "It's always defences who are winning leagues, It's strikers who win matches. He's an important signing"@jf9hasselbaink believes Thiago Silva has the potential to be a really important signing for Chelsea pic.twitter.com/vJMwlQT2Bk— Football Daily (@footballdaily) October 24, 2020 Krasnodar er komið svona langt í fyrsta sinn en félagið er í mikilli brekku þessa dagana og vantar átta leikmenn úr aðalliðinu. Remy Cabella, fyrrum leikmaður Newcastle, og Evgeniy Markov fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og sóknarmennirnir Wanderson og Viktor Claesson eru að glíma við meiðsli. Heimamennirnir Ruslan Kambolov og Aleksandr Cherkinov eru líka tæpir fyrir leikinn og þá eru þeir Sergey Petrov og Dmitri Stotskiy á meiðslalistanum. Knattspyrnustjórinn Murad Musayev býst við því að tefla fram sama liði og tapaði 3-1 á móti Spartak Moskvu í rússnesku deildinni um helgina. Chelsea's results in their three matches with Edouard Mendy and Thiago Silva both starting4 -0 Crystal Palace0 -0 Sevilla0 -0 Chelsea pic.twitter.com/mS1vLCIExi— WhoScored.com (@WhoScored) October 24, 2020 Leikur Krasnodar og Chelsea hefst klukkan 17.55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildarmessan mun fylgjast með öllum leikjum kvöldsins frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en stórleikur kvöldsins er leikur Juventus og Barcelona á Stöð 2 Sport 5 klukkan 20.00. Leikur Manchester United og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00 og þá verður leikur Dortmund og Zenit St. Pétursborg í beinni á sama tíma á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarmörkin gera síðan upp kvöldið á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira