Nældi sér í 125 milljónir í arf og kom þeim undan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 20:31 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kona á sjötugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán skilorðsbundnir, fyrir skilasvik og peningaþvætti er hún nældi sér í 125 milljóna króna arf frá móður sinni í reiðufé. Konan var dæmd fyrir að hafa komið fjármununum undan þrotabúi konunnar sem tekið var til gjaldþrotaskipta árið 2016. Konan var ákærð fyrir að hafa tvívegis komið því til leiðar, í apríl og maí 2016, að hún fékk úthlutað í reiðufé arfshlutum úr dánarbúi móður sinnar, sem konan hafði átt kröfu til frá því einkaskiptum dánarbúsins lauk í mars 2016 þar til bú hennar var tekið til gjaldþrotaskipta, jafnvirði ríflega 125 milljóna króna samanlagt, en sú háttsemi hennar var sögð í ákæru hafa miðað að því að eigur eða kröfur þrotabús hennar kæmu lánardrottnum þess ekki að gagni. Lét systur sína taka úr fjármunina í reiðufé Var konunni gefið að sök að hafa farið farið með systur sinni í útibú banka í Orlando í Flórída í apríl 2016 þar sem systir hennar tók út 210 þúsund dollara í reiðufé, andvirði 26,2 milljóna króna, miðað við gengi dollarans þann dag. Henni var einnig gefið að óskað eftir því að systir hennar tæki við 99 milljónum króna af safnreikningi dánarbús móður þeirra. Óskaði konan svo eftir því að systir hennar tæki fjármunina út í reiðufé, sem hún og gerði. Var hún einnig ákærð fyrir að hafa leynt því að hún ætti 22 þúsund dollara, um 2,7 milljónir króna, á ótilgreindum reikningi í banka í Flórída. Var hún ákærð fyrir að skjóta eignum þrotabúsins undan þannig að hún hafi komið í veg fyrir að fjárhæðin kæmi lánadrottnum þrotabúsins að gagni. Þá var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti fyrir að aflað sér, nýtt eða geymt ávinning þeirra brota sem talin voru upp hér að ofan. Þrotabú gerði einnig einkaréttarkröfu um að konan myndi greiða fjármunina til baka, ásamt dráttarvöxtum. Upplýsti ekki hvað varð um peningana Konan játaði sök en mótmælti einkaréttarkröfunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem að konan hafi haft einbeittan vilja til þess að koma fjármununum undan, auk þess sem að hún hafi ekki upplýst hvað hafi orðið um umrædda fjármuni, umfram það að þeir hafi verið notaðir í framfærslu hennar. Einkaréttarkröfunni var hins vegar vísað frá á þeim grundvelli að kröfuhafinn og skuldarinn væri í raun sá sami, konan sjálf og svo þrotabú hennar. Í raun væri því um kröfu í þrotabú hennar að ræða. Skiptalok hafi hins vegar ekki orðið og taldi dómurinn að þarflaust hafi verið að setja fram einkaréttarkröfu í sakamáli á hendur henni. Konan var dæmd í átján mánaða fangelsi, en þar af eru fimmtán mánuður skilorðsbundnir til þriggja ára. Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Kona á sjötugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán skilorðsbundnir, fyrir skilasvik og peningaþvætti er hún nældi sér í 125 milljóna króna arf frá móður sinni í reiðufé. Konan var dæmd fyrir að hafa komið fjármununum undan þrotabúi konunnar sem tekið var til gjaldþrotaskipta árið 2016. Konan var ákærð fyrir að hafa tvívegis komið því til leiðar, í apríl og maí 2016, að hún fékk úthlutað í reiðufé arfshlutum úr dánarbúi móður sinnar, sem konan hafði átt kröfu til frá því einkaskiptum dánarbúsins lauk í mars 2016 þar til bú hennar var tekið til gjaldþrotaskipta, jafnvirði ríflega 125 milljóna króna samanlagt, en sú háttsemi hennar var sögð í ákæru hafa miðað að því að eigur eða kröfur þrotabús hennar kæmu lánardrottnum þess ekki að gagni. Lét systur sína taka úr fjármunina í reiðufé Var konunni gefið að sök að hafa farið farið með systur sinni í útibú banka í Orlando í Flórída í apríl 2016 þar sem systir hennar tók út 210 þúsund dollara í reiðufé, andvirði 26,2 milljóna króna, miðað við gengi dollarans þann dag. Henni var einnig gefið að óskað eftir því að systir hennar tæki við 99 milljónum króna af safnreikningi dánarbús móður þeirra. Óskaði konan svo eftir því að systir hennar tæki fjármunina út í reiðufé, sem hún og gerði. Var hún einnig ákærð fyrir að hafa leynt því að hún ætti 22 þúsund dollara, um 2,7 milljónir króna, á ótilgreindum reikningi í banka í Flórída. Var hún ákærð fyrir að skjóta eignum þrotabúsins undan þannig að hún hafi komið í veg fyrir að fjárhæðin kæmi lánadrottnum þrotabúsins að gagni. Þá var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti fyrir að aflað sér, nýtt eða geymt ávinning þeirra brota sem talin voru upp hér að ofan. Þrotabú gerði einnig einkaréttarkröfu um að konan myndi greiða fjármunina til baka, ásamt dráttarvöxtum. Upplýsti ekki hvað varð um peningana Konan játaði sök en mótmælti einkaréttarkröfunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem að konan hafi haft einbeittan vilja til þess að koma fjármununum undan, auk þess sem að hún hafi ekki upplýst hvað hafi orðið um umrædda fjármuni, umfram það að þeir hafi verið notaðir í framfærslu hennar. Einkaréttarkröfunni var hins vegar vísað frá á þeim grundvelli að kröfuhafinn og skuldarinn væri í raun sá sami, konan sjálf og svo þrotabú hennar. Í raun væri því um kröfu í þrotabú hennar að ræða. Skiptalok hafi hins vegar ekki orðið og taldi dómurinn að þarflaust hafi verið að setja fram einkaréttarkröfu í sakamáli á hendur henni. Konan var dæmd í átján mánaða fangelsi, en þar af eru fimmtán mánuður skilorðsbundnir til þriggja ára.
Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira