Dæmi um að fólk fái heimsóknir í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2020 14:38 Hlutfall smitaðra á landamærum hefur farið hækkandi undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti. Þá hefur ekki fengist nákvæmlega úr því skorið hvar Póllandsfarar, sem margir hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum síðustu vikur, hafa smitast. Fjöldi smitaðra á landamærum hefur tekið talsverðan kipp síðustu vikur, þó að þær tölur séu þó afar breytilegar milli daga. Í gær greindist til að mynda enginn smitaður á landamærum en daginn þar áður voru þeir um 20. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við fréttastofu í gær að vísbendingar væru nú um að smit á landamærum væri að berast inn í samfélagið. Vísir sendi almannavörnum fyrirspurn vegna málsins, þar sem spurt var að því hvernig landamærasmit hefðu borist inn í samfélagið upp á síðkastið. Þá var jafnframt spurt hvort fólk hefði e.t.v. ekki virt sóttkví við komu hingað til lands. Ekki allir sem fylgi „strangri sóttkví“ Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að fyrir liggi að fólk sem greinst hafi með veiruna í sýnatöku á landamærum hafi smitað aðra. Um afmörkuð tilvik sé þó að ræða og þá oftast í nærumhverfi viðkomandi. Þá virðist sem ekki alveg allir fari eftir „strangri sóttkví“. Það eigi bæði við um þá sem eru í sóttkví vegna komu til landsins og einnig þá sem eru í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti. Tómlegt hefur verið um að litast á Keflavíkurflugvelli síðan faraldurinn hófst. Langflestir sem greinst hafa með veiruna við komu til landsins síðustu daga hafa komið með flugi frá Póllandi.Vísir/Vilhelm „Til eru skýrar leiðbeiningar um hvað sóttkví felur í sér en dæmi eru um að fólk í sóttkví sé að fá heimsóknir til sín og jafnvel að fara út meðal fólks og þá með maska fyrir vitum sem er ekki samkvæmt leiðbeiningum,“ segir í svari Jóhanns. Smitrakning nær ekki út fyrir landamæri Talsvert margir hafa greinst með veiruna á landamærum síðustu daga og fyrir liggur að flestir þeirra koma með flugi frá Póllandi. Raunar er „langstærstur hluti“ landamærasmits síðustu daga rakinn til Póllands, að því er fram kemur í svari Jóhanns. Ekki hefur þó tekist að rekja smitið með óyggjandi hætti. Þórólfur segir að uppruni smitsins að utan sé ekki þekktur.Vísir/Vilhelm „Talvert smit er í Póllandi þessa dagana og mögulega er hlutfallslega mikið flug þaðan. Smitrakning hér á landi nær ekki út fyrir landamæri og því nákvæmur uppruni smits ekki þekktur.“ Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að til skoðunar væri að endurskoða fyrirkomulagið á landamærum. Nú getur fólk valið á milli þess að fara í tvöfalda skimun og tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þórólfur sagði að verið væri að kanna hvort afnema ætti þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti. Þá hefur ekki fengist nákvæmlega úr því skorið hvar Póllandsfarar, sem margir hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum síðustu vikur, hafa smitast. Fjöldi smitaðra á landamærum hefur tekið talsverðan kipp síðustu vikur, þó að þær tölur séu þó afar breytilegar milli daga. Í gær greindist til að mynda enginn smitaður á landamærum en daginn þar áður voru þeir um 20. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við fréttastofu í gær að vísbendingar væru nú um að smit á landamærum væri að berast inn í samfélagið. Vísir sendi almannavörnum fyrirspurn vegna málsins, þar sem spurt var að því hvernig landamærasmit hefðu borist inn í samfélagið upp á síðkastið. Þá var jafnframt spurt hvort fólk hefði e.t.v. ekki virt sóttkví við komu hingað til lands. Ekki allir sem fylgi „strangri sóttkví“ Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að fyrir liggi að fólk sem greinst hafi með veiruna í sýnatöku á landamærum hafi smitað aðra. Um afmörkuð tilvik sé þó að ræða og þá oftast í nærumhverfi viðkomandi. Þá virðist sem ekki alveg allir fari eftir „strangri sóttkví“. Það eigi bæði við um þá sem eru í sóttkví vegna komu til landsins og einnig þá sem eru í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti. Tómlegt hefur verið um að litast á Keflavíkurflugvelli síðan faraldurinn hófst. Langflestir sem greinst hafa með veiruna við komu til landsins síðustu daga hafa komið með flugi frá Póllandi.Vísir/Vilhelm „Til eru skýrar leiðbeiningar um hvað sóttkví felur í sér en dæmi eru um að fólk í sóttkví sé að fá heimsóknir til sín og jafnvel að fara út meðal fólks og þá með maska fyrir vitum sem er ekki samkvæmt leiðbeiningum,“ segir í svari Jóhanns. Smitrakning nær ekki út fyrir landamæri Talsvert margir hafa greinst með veiruna á landamærum síðustu daga og fyrir liggur að flestir þeirra koma með flugi frá Póllandi. Raunar er „langstærstur hluti“ landamærasmits síðustu daga rakinn til Póllands, að því er fram kemur í svari Jóhanns. Ekki hefur þó tekist að rekja smitið með óyggjandi hætti. Þórólfur segir að uppruni smitsins að utan sé ekki þekktur.Vísir/Vilhelm „Talvert smit er í Póllandi þessa dagana og mögulega er hlutfallslega mikið flug þaðan. Smitrakning hér á landi nær ekki út fyrir landamæri og því nákvæmur uppruni smits ekki þekktur.“ Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að til skoðunar væri að endurskoða fyrirkomulagið á landamærum. Nú getur fólk valið á milli þess að fara í tvöfalda skimun og tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þórólfur sagði að verið væri að kanna hvort afnema ætti þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52
Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55