Hvenær eru spurningar um fortíð maka okkar einlægur áhugi og hvenær eru þær óþarfa forvitni? Hversu mikið viltu vita um sögu og fyrri sambönd þegar þú byrjar með nýjum maka?
Á litla Íslandi þar sem allir þekkja alla eru yfirgnæfandi líkur á því að þú vitir eitthvað um sambandssögu manneskjunnar þegar þú byrjar nýtt samband.
Fortíð og reynsla er hluti af stór hluti af okkur sem manneskjum og því eðlilega hvorki mögulegt né æskilegt að ýta á „refresh“ takka þegar eitt samband endar og annað byrjar.
En hvað með fyrrum bólfélaga? Hvenær er við hæfi að spyrja um þá? Er einhvern tíma við hæfi að spyrja um þá?
Spurningu vikunnar að þessu sinni er beint til allra þeirra sem eru í sambandi eða eiga sambönd að baki.