Fullt af möguleikum í stöðunni en sættist að endingu á tíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 14:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætir hér á blaðamannafund í Hörpu í dag ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Ölmu Möller landlækni. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ýmsir möguleikar aðrir en tíu manna fjöldatakmarkanir hafi verið í stöðunni. Sú tala hafi að endingu orðið fyrir valinu. Hann vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. Samkomubann á Íslandi mun miðast við tíu manns þegar hertar veiruaðgerðir taka gildi á miðnætti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar í dag að fleiri möguleikar hefðu verið í stöðunni. „Já, það voru fullt af möguleikum í stöðunni en þessi tala varð fyrir valinu,“ sagði Þórólfur. Allir þurfi að taka þátt Þá kvaðst hann gera sér vonir um að árangur sæist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur, að því gefnu að allir taki þátt og geri það sem þeim beri að gera. Inntur eftir því hvort hann hefði viljað ganga lengra í aðgerðum en raunin varð, eða hvort hann hefði haft samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi, sagði Þórólfur að slík sjónarmið hefði hann alltaf haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku varðandi faraldurinn og aðgerðir vegna hans. „Auðvitað er hægt að grípa til hörðustu aðgerða strax og eitthvað gerist og lifa með því en ég er ekki viss um að heildarárangurinn af því verði æskilegur, við getum séð alls konar aukaverkanir af því, samfélagslegar og sálrænar sem við viljum ekki sjá,“ sagði Þórólfur. Með aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti mun öll íþróttaiðkun leggjast af í bili, einnig íþróttaiðkun barna. Þórólfur sagði að fjölgun smitaðra barna undanfarið ætti þátt í þeirri ákvörðun. „Ég held það þurfi að vera með hreinar línur í þessu. Við höfum verið að sjá aukningu í smitum meðal barna, þó að þau smiti síður út frá sér og veikist ekki eins, þá viljum við girða fyrir alla leka í þessu.“ Fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn Þá kvaðst Þórólfur hafa rætt við ýmsa aðila við ákvarðanatökuna nú. Ákvarðanir þyrfti að taka hratt, enda veiran ófyrirsjáanleg. „Og við höfum þurft að grípa til aðgerða mjög hratt. Við vorum að gæla við þá hugmynd í síðustu viku að við gætum létt á aðgerðum. En fyrirsjáanleikinn í þessu er enginn eða lítill, þannig að þegar maður er búinn að taka ákvörðun eða gæla við hugmyndir um eina aðgerð snýr veiran á okkur og breytir ástandinu þannig að við þurfum að grípa til annarra ráðstafana eins og núna.“ Viðtalið við Þórólf má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að ýmsir möguleikar aðrir en tíu manna fjöldatakmarkanir hafi verið í stöðunni. Sú tala hafi að endingu orðið fyrir valinu. Hann vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. Samkomubann á Íslandi mun miðast við tíu manns þegar hertar veiruaðgerðir taka gildi á miðnætti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar í dag að fleiri möguleikar hefðu verið í stöðunni. „Já, það voru fullt af möguleikum í stöðunni en þessi tala varð fyrir valinu,“ sagði Þórólfur. Allir þurfi að taka þátt Þá kvaðst hann gera sér vonir um að árangur sæist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur, að því gefnu að allir taki þátt og geri það sem þeim beri að gera. Inntur eftir því hvort hann hefði viljað ganga lengra í aðgerðum en raunin varð, eða hvort hann hefði haft samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi, sagði Þórólfur að slík sjónarmið hefði hann alltaf haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku varðandi faraldurinn og aðgerðir vegna hans. „Auðvitað er hægt að grípa til hörðustu aðgerða strax og eitthvað gerist og lifa með því en ég er ekki viss um að heildarárangurinn af því verði æskilegur, við getum séð alls konar aukaverkanir af því, samfélagslegar og sálrænar sem við viljum ekki sjá,“ sagði Þórólfur. Með aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti mun öll íþróttaiðkun leggjast af í bili, einnig íþróttaiðkun barna. Þórólfur sagði að fjölgun smitaðra barna undanfarið ætti þátt í þeirri ákvörðun. „Ég held það þurfi að vera með hreinar línur í þessu. Við höfum verið að sjá aukningu í smitum meðal barna, þó að þau smiti síður út frá sér og veikist ekki eins, þá viljum við girða fyrir alla leka í þessu.“ Fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn Þá kvaðst Þórólfur hafa rætt við ýmsa aðila við ákvarðanatökuna nú. Ákvarðanir þyrfti að taka hratt, enda veiran ófyrirsjáanleg. „Og við höfum þurft að grípa til aðgerða mjög hratt. Við vorum að gæla við þá hugmynd í síðustu viku að við gætum létt á aðgerðum. En fyrirsjáanleikinn í þessu er enginn eða lítill, þannig að þegar maður er búinn að taka ákvörðun eða gæla við hugmyndir um eina aðgerð snýr veiran á okkur og breytir ástandinu þannig að við þurfum að grípa til annarra ráðstafana eins og núna.“ Viðtalið við Þórólf má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26
Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24