Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 3. nóvember 2020 12:45 Dómsmálaráðherra segir kærunefnd útlendingamála vera með málið á sínu borði núna. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. Í síðustu viku greindi fréttastofa frá máli hjóna frá Senegal sem hafa búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingamálum. Ný heildarlög verið sett og málsmeðferðartími styttur - og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími. Þetta sýnir líka varðandi atvinnuleyfin og mikilvægi þess að breyta þeim og opna þau, að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug. Áslaug Arna vill að skoðað verði að fólk utan EES fái atvinnuleyfi. Hún hafi lengi talað fyrir því.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála og bendir Áslaug á að nefndin sé sjálfstæð og taki ákvörðun í málinu. Aftur á móti ítrekar hún að það sé hennar skoðun að fólk fái tækifæri til að starfa hér á landi en að umræða um atvinnuleyfi eigi heima hjá félagsmálaráðuneytinu. „Ég hef margoft rætt það við ráðherra og í ríkisstjórn að það er ekki hægt að horfa aðeins á einn hluta útlendingamálanna þegar við skoðum í hvernig samfélagi við viljum búa. Verndarkerfi verður að vera fyrir þá sem eru í mestu neyðinni og virka þannig að allir sem þurfi vernd að halda, fái hana og svara svar fyrr. En við verðum þá líka að skoða að vera opin fyrir því að fólk komi hingað og starfi hér og leggi til íslensks samfélags,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. Í síðustu viku greindi fréttastofa frá máli hjóna frá Senegal sem hafa búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingamálum. Ný heildarlög verið sett og málsmeðferðartími styttur - og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími. Þetta sýnir líka varðandi atvinnuleyfin og mikilvægi þess að breyta þeim og opna þau, að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug. Áslaug Arna vill að skoðað verði að fólk utan EES fái atvinnuleyfi. Hún hafi lengi talað fyrir því.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála og bendir Áslaug á að nefndin sé sjálfstæð og taki ákvörðun í málinu. Aftur á móti ítrekar hún að það sé hennar skoðun að fólk fái tækifæri til að starfa hér á landi en að umræða um atvinnuleyfi eigi heima hjá félagsmálaráðuneytinu. „Ég hef margoft rætt það við ráðherra og í ríkisstjórn að það er ekki hægt að horfa aðeins á einn hluta útlendingamálanna þegar við skoðum í hvernig samfélagi við viljum búa. Verndarkerfi verður að vera fyrir þá sem eru í mestu neyðinni og virka þannig að allir sem þurfi vernd að halda, fái hana og svara svar fyrr. En við verðum þá líka að skoða að vera opin fyrir því að fólk komi hingað og starfi hér og leggi til íslensks samfélags,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira