ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2020 00:16 Fjórir eru látnir og 22 særðir eftir árásina í gær. EPA/FLORIAN WIESER Íslamska ríkið lýsti í kvöld yfir ábyrgð á skotárásinni í Vín í gærkvöldi. Hryðjuverkasamtökin birtu mynd af árásarmanninum, Kujtim Fejzulai, undir dulnefninu Abu Dujana al-Albani og segja hann hafa verið „hermann kalífadæmisins“. Það er þó óljóst hvort hryðjuverkasamtökin hafi komið að árásinni með nokkrum hætti. Minnst fjórir dóu í árásinni og 22 særðust. Þar af einhverjir sem eru í lífshættu. Mikil óreiða skapaðist í Vín og taldi lögreglan lengi að um minnst tvo árásarmenn væri að ræða. Það hefur enn ekki verið útilokað og er lögreglan að fara yfir myndir og myndbönd. Fejzulai birti í gær myndband á Instagram þar sem hann lýsti yfir hollustu við leiðtoga Íslamska ríkisins og er myndin sem ISIS birti tekin úr því myndbandi. Það myndband var svo einnig endurbirt af ISIS í kvöld í gegnum Amaq-fréttaveitu þeirra. Fejzulai var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Honum var sleppt úr fangelsi í desember, eftir að hann hafði verið dæmdur fyrir að reyna að fara til Sýrlands og ganga til liðs við ISIS. Samkvæmt frétt BBC hefur lögreglan í Austurríki handtekið minnst fjórtán manns sem sagðir eru tengjast Fejzulai. Þar að auki hafa tveir svissneskir menn verið handteknir í bæ nærri Zurich. Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Íslamska ríkið lýsti í kvöld yfir ábyrgð á skotárásinni í Vín í gærkvöldi. Hryðjuverkasamtökin birtu mynd af árásarmanninum, Kujtim Fejzulai, undir dulnefninu Abu Dujana al-Albani og segja hann hafa verið „hermann kalífadæmisins“. Það er þó óljóst hvort hryðjuverkasamtökin hafi komið að árásinni með nokkrum hætti. Minnst fjórir dóu í árásinni og 22 særðust. Þar af einhverjir sem eru í lífshættu. Mikil óreiða skapaðist í Vín og taldi lögreglan lengi að um minnst tvo árásarmenn væri að ræða. Það hefur enn ekki verið útilokað og er lögreglan að fara yfir myndir og myndbönd. Fejzulai birti í gær myndband á Instagram þar sem hann lýsti yfir hollustu við leiðtoga Íslamska ríkisins og er myndin sem ISIS birti tekin úr því myndbandi. Það myndband var svo einnig endurbirt af ISIS í kvöld í gegnum Amaq-fréttaveitu þeirra. Fejzulai var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Honum var sleppt úr fangelsi í desember, eftir að hann hafði verið dæmdur fyrir að reyna að fara til Sýrlands og ganga til liðs við ISIS. Samkvæmt frétt BBC hefur lögreglan í Austurríki handtekið minnst fjórtán manns sem sagðir eru tengjast Fejzulai. Þar að auki hafa tveir svissneskir menn verið handteknir í bæ nærri Zurich.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira