Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2020 12:09 Innanríkisráðherrann Karl Nehammer. EPA Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, segir að manninum, sem drap fjóra og særði 23 í hryðjuverkaárás í höfuðborginni Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni, eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Staðreyndin er sú að hryðjuverkamanninum tókst að leika á dómskerfið og fulltrúa þess og tókst þannig að sleppa fyrr úr fangelsi,“ sagði Nehammer á fréttamannafundi í morgun. Árásarmaðurinn, hinn tvítugi Kujtim Fejzulai, var fæddur í Austurríki en var jafnframt með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann var skotinn til bana af lögreglu um níu mínútum eftir að hann hóf árás sína nærri Schwedenplatz í Vínarborg á mánudagskvöldið. Hann var vopnaður sjálfvirkum rifflum, auk þess að vera klæddur sprengibelti sem reyndist þó ekki vera ekta. Árásarmaðurinn skaut meðal annars inn á veitingastaði á meðan á árásinni stóð.EPA Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að í hópi hinna fjögurra látnu séu „eldri maður, eldri kona, ung kona sem átti leið hjá og svo gengilbeina á veitingastað“. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur staðfest að eitt fórnarlamba mannsins hafi verið þýskur ríkisborgari. Árásarmaðurinn hafði áður lýst yfir samúð með málstað hryðjuverkasamtakanna ISIS og yfirgaf Austurríki árið 2018 í þeim tilgangi að ganga til liðs við samtökin. Fulltrúar tyrkneskra yfirvalda stöðvuðu hins vegar för hans og var hann þá sendur aftur til Austurríkis þar sem hann var handtekinn og í apríl 2019 dæmdur í 22 mánaða fangelsi vegna fyrirætlana sinna. Árásin átti sér stað við og nærri Schwedenplatz í Innere Stadt í Vínarborg.EPA Við afplánun þurfti maðurinn að sækja námskeið, og staðfesti Nehammer í morgun að hann hafi leikið á fulltrúa yfirvalda og fengið þá til að halda að hann hafi horfið frá róttækni. Honum hafði verið sleppt úr fangelsi í desember síðastliðinn. Vel á annan tug manna hafa verið handteknir í Austurríki og í Sviss vegna gruns um að tengjast ódæði hryðjuverkamannsins, en málið er enn í rannsókn. Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, segir að manninum, sem drap fjóra og særði 23 í hryðjuverkaárás í höfuðborginni Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni, eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Staðreyndin er sú að hryðjuverkamanninum tókst að leika á dómskerfið og fulltrúa þess og tókst þannig að sleppa fyrr úr fangelsi,“ sagði Nehammer á fréttamannafundi í morgun. Árásarmaðurinn, hinn tvítugi Kujtim Fejzulai, var fæddur í Austurríki en var jafnframt með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann var skotinn til bana af lögreglu um níu mínútum eftir að hann hóf árás sína nærri Schwedenplatz í Vínarborg á mánudagskvöldið. Hann var vopnaður sjálfvirkum rifflum, auk þess að vera klæddur sprengibelti sem reyndist þó ekki vera ekta. Árásarmaðurinn skaut meðal annars inn á veitingastaði á meðan á árásinni stóð.EPA Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að í hópi hinna fjögurra látnu séu „eldri maður, eldri kona, ung kona sem átti leið hjá og svo gengilbeina á veitingastað“. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur staðfest að eitt fórnarlamba mannsins hafi verið þýskur ríkisborgari. Árásarmaðurinn hafði áður lýst yfir samúð með málstað hryðjuverkasamtakanna ISIS og yfirgaf Austurríki árið 2018 í þeim tilgangi að ganga til liðs við samtökin. Fulltrúar tyrkneskra yfirvalda stöðvuðu hins vegar för hans og var hann þá sendur aftur til Austurríkis þar sem hann var handtekinn og í apríl 2019 dæmdur í 22 mánaða fangelsi vegna fyrirætlana sinna. Árásin átti sér stað við og nærri Schwedenplatz í Innere Stadt í Vínarborg.EPA Við afplánun þurfti maðurinn að sækja námskeið, og staðfesti Nehammer í morgun að hann hafi leikið á fulltrúa yfirvalda og fengið þá til að halda að hann hafi horfið frá róttækni. Honum hafði verið sleppt úr fangelsi í desember síðastliðinn. Vel á annan tug manna hafa verið handteknir í Austurríki og í Sviss vegna gruns um að tengjast ódæði hryðjuverkamannsins, en málið er enn í rannsókn.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira