„Heilbrigðisþjónusta á meðgöngu grundvallarmannréttindi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 19:31 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður utan flokka. Vísir/Vilhelm Þingmenn tókust í dag á um þingsályktunartillögu átján þingmanna um að erlendar konur sem sæti banni við þungunarrofi í heimalandi sínu geti fengið slíka þjónustu á Íslandi hafi þær evrópskt sjúkratryggingakort og uppfylli lagaskilyrði. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður tillögunnar sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að meginatriði frumvarpsins sé það að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á meðgöngu séu grundvallarmannréttindi kvenna. Um það sé staðið vörð. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þingsályktunartillöguna í morgun og sagði hann tillöguna kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Þingsályktunartillagan felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarrofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Kveikjan að frumvarpinu er ekki síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hversu margar konur myndu koma hingað og nýta sér þjónustuna. „Ásmundur Friðriksson er nú þekktur fyrir að fara ansi frjálslega með tölur. Við erum ekki með neinar tölur um hversu margar konur myndu koma hingað. Það er ljóst, og ég hef líka verið í sambandi við pólsk mannréttindasamtök sem hafa verið að segja mér frá því að nágrannaríkin og samtök þar hafa verið að bjóða fram aðstoð sína,“ sagði Rósa Björk. „Það er nokkuð viðbúið að pólskar konur leiti skemmra yfir veginn til þess að leitast eftir þessari þjónustu. Þannig að ég held að það sé nú tóm vitleysa að tala um að það komi hundruð þúsunda kvenna í þungunarrof.“ Hún segir það koma skýrt fram í þingsályktunartillögunni að handhafar evrópska sjúkratryggingarkortsins geti nýtt þjónustuna. Það sé sama kortið og við Íslendingar notum þegar við ferðumst til Evrópu og leitumst eftir heilbrigðisþjónustu þar. „Það er kostnaður sem skiptist á milli Evrópuríkjanna og þau hafa gert samkomulag um á milli sín. Ég geri ekki ráð fyrir verulegum kostnaði fyrir ríkissjóð,“ segir Rósa. Þungunarrof Alþingi Pólland Tengdar fréttir Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42 Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Þingmenn tókust í dag á um þingsályktunartillögu átján þingmanna um að erlendar konur sem sæti banni við þungunarrofi í heimalandi sínu geti fengið slíka þjónustu á Íslandi hafi þær evrópskt sjúkratryggingakort og uppfylli lagaskilyrði. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður tillögunnar sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að meginatriði frumvarpsins sé það að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á meðgöngu séu grundvallarmannréttindi kvenna. Um það sé staðið vörð. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þingsályktunartillöguna í morgun og sagði hann tillöguna kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Þingsályktunartillagan felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarrofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Kveikjan að frumvarpinu er ekki síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hversu margar konur myndu koma hingað og nýta sér þjónustuna. „Ásmundur Friðriksson er nú þekktur fyrir að fara ansi frjálslega með tölur. Við erum ekki með neinar tölur um hversu margar konur myndu koma hingað. Það er ljóst, og ég hef líka verið í sambandi við pólsk mannréttindasamtök sem hafa verið að segja mér frá því að nágrannaríkin og samtök þar hafa verið að bjóða fram aðstoð sína,“ sagði Rósa Björk. „Það er nokkuð viðbúið að pólskar konur leiti skemmra yfir veginn til þess að leitast eftir þessari þjónustu. Þannig að ég held að það sé nú tóm vitleysa að tala um að það komi hundruð þúsunda kvenna í þungunarrof.“ Hún segir það koma skýrt fram í þingsályktunartillögunni að handhafar evrópska sjúkratryggingarkortsins geti nýtt þjónustuna. Það sé sama kortið og við Íslendingar notum þegar við ferðumst til Evrópu og leitumst eftir heilbrigðisþjónustu þar. „Það er kostnaður sem skiptist á milli Evrópuríkjanna og þau hafa gert samkomulag um á milli sín. Ég geri ekki ráð fyrir verulegum kostnaði fyrir ríkissjóð,“ segir Rósa.
Þungunarrof Alþingi Pólland Tengdar fréttir Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42 Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42
Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31
Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46