Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2020 11:03 Enn er talið vestanhafs og spennandi að sjá hvað miðlarnir gera ef Biden tekur afgerandi forystu í Georgíu eða Nevada. epa/Clemens Bilan Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. Nokkurs misræmis gætir í tölum stóru erlendu miðlanna þegar kemur að kjörmönnum en skýringin er sú að hluti þeirra, t.d. Associated Press og Fox News, hafa lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir, m.a. New York Times og Washington Post, hafa enn ekki úrskurðað hvor frambjóðandinn hlýtur kjörmennina 11. Biden er þannig með 264 kjörmenn hjá fyrrnefndu miðlunum en 253 kjörmenn hjá síðarnefndu miðlunum. Trump er með 213 kjörmenn en frambjóðandi þarf að tryggja sér 270 kjörmenn til að landa Hvíta húsinu. Spáð og spegúlerað Ástæðan fyrir því að erlendu miðlarnir virðast skiptast í tvær blokkir þegar kemur að því að lýsa frambjóðendurna sigurvegara í hverju ríki fyrir sig er m.a. sú að margir þeirra reiða sig á tvær ólíkar upplýsingauppsprettur, ef svo má að orði komast, en svo er einnig samspil þarna á milli. AP, sem hefur löngum þótt „gullstandardinn“ þegar kemur að því að ákveða úrslit í kosningum, heldur úti rannsóknararm sem kallast AP VoteCast og hefur, í samstarfi við University of Chicago, þróað nálgun sem miðar sérstaklega að því að taka tillit til síaukins hlutfalls atkvæða sem greidd eru fyrir kjördag. AP er einnig með um 4 þúsund útsendara á sínum snærum, sem safna upplýsingum frá kjörstjórnum í öllum sýslum landsins og hringja upplýsingarnar inn til sérstakra talningastöðva miðilsins. Þar taka 800 einstaklingar á móti upplýsingunum og fara yfir þær áður en þær eru settar inn í spákerfi AP. Tveir ritstjórnar þurfa síðan að leggja blessun sína yfir hverja ákvörðun um að lýsa sigurvegara. BREAKING: Joe Biden wins Arizona. #APracecall at 12:51 a.m. MST. #Election2020 https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) November 4, 2020 Margir aðrir fjölmiðlar, t.d. Guardian, NPR, PBS. Financial Times og dagblaðakeðjurnar Gannett og McClatchy, reiða sig á upplýsingar frá Associated Press og bíða jafnvel eftir því að AP ríði á vaðið áður en þeir lýsa sigurvegara í kosningum. Google notast einnig við gögn frá AP. Aðrir stórir miðlar, m.a. ABC, CBS, CNN og NBC taka allir eigin ákvarðanir en deila upplýsingum sem aðilar að National Election Pool, sem byggir m.a. á útgönguspám og öðrum gögnum frá rannsóknarfyrirtækinu Edison Research. AP sagði sig frá þessu samstarfi eftir kosningarnar 2016. New York Times og Washington Post horfa vissulega til gagna frá AP en hafa, að þessu sinni a.m.k., farið varlegar í yfirlýsingar og hjá þeim stendur Biden í 253 kjörmönnum. Gætu lent í bobba Greint hefur verið frá því að nánustu samstarfsmenn Trump hafi beitt sér fyrir því að AP og sérstaklega Fox News afturkölluðu ákvörðun sína um að lýsa Biden sigurvegara í Arizona, sérstaklega í ljósi þess að aðrir miðlar hafa haldið aftur að sér og að Trump hefur saxað á forskot Biden eftir því sem liðið hefur á talningu atkvæða. AP og Fox News hafa hins vegar neitað en það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef sú staða kemur upp að Georgía verður næsta ríkið þar sem endanleg úrslit liggja fyrir. Ef Biden tryggir sér þannig hina 16 kjörmenn ríkisins verður hann kominn með 280 kjörmenn hjá þessum miðlum og í raun kjörinn forseti. Hvað gerist þá, spyrja menn? Munu AP og Fox stökkva til og lýsa Biden forseta, eða munu þeir halda að sér höndum; færa töluna upp í 280 en bíða með yfirlýsinguna stóru? Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. Nokkurs misræmis gætir í tölum stóru erlendu miðlanna þegar kemur að kjörmönnum en skýringin er sú að hluti þeirra, t.d. Associated Press og Fox News, hafa lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir, m.a. New York Times og Washington Post, hafa enn ekki úrskurðað hvor frambjóðandinn hlýtur kjörmennina 11. Biden er þannig með 264 kjörmenn hjá fyrrnefndu miðlunum en 253 kjörmenn hjá síðarnefndu miðlunum. Trump er með 213 kjörmenn en frambjóðandi þarf að tryggja sér 270 kjörmenn til að landa Hvíta húsinu. Spáð og spegúlerað Ástæðan fyrir því að erlendu miðlarnir virðast skiptast í tvær blokkir þegar kemur að því að lýsa frambjóðendurna sigurvegara í hverju ríki fyrir sig er m.a. sú að margir þeirra reiða sig á tvær ólíkar upplýsingauppsprettur, ef svo má að orði komast, en svo er einnig samspil þarna á milli. AP, sem hefur löngum þótt „gullstandardinn“ þegar kemur að því að ákveða úrslit í kosningum, heldur úti rannsóknararm sem kallast AP VoteCast og hefur, í samstarfi við University of Chicago, þróað nálgun sem miðar sérstaklega að því að taka tillit til síaukins hlutfalls atkvæða sem greidd eru fyrir kjördag. AP er einnig með um 4 þúsund útsendara á sínum snærum, sem safna upplýsingum frá kjörstjórnum í öllum sýslum landsins og hringja upplýsingarnar inn til sérstakra talningastöðva miðilsins. Þar taka 800 einstaklingar á móti upplýsingunum og fara yfir þær áður en þær eru settar inn í spákerfi AP. Tveir ritstjórnar þurfa síðan að leggja blessun sína yfir hverja ákvörðun um að lýsa sigurvegara. BREAKING: Joe Biden wins Arizona. #APracecall at 12:51 a.m. MST. #Election2020 https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) November 4, 2020 Margir aðrir fjölmiðlar, t.d. Guardian, NPR, PBS. Financial Times og dagblaðakeðjurnar Gannett og McClatchy, reiða sig á upplýsingar frá Associated Press og bíða jafnvel eftir því að AP ríði á vaðið áður en þeir lýsa sigurvegara í kosningum. Google notast einnig við gögn frá AP. Aðrir stórir miðlar, m.a. ABC, CBS, CNN og NBC taka allir eigin ákvarðanir en deila upplýsingum sem aðilar að National Election Pool, sem byggir m.a. á útgönguspám og öðrum gögnum frá rannsóknarfyrirtækinu Edison Research. AP sagði sig frá þessu samstarfi eftir kosningarnar 2016. New York Times og Washington Post horfa vissulega til gagna frá AP en hafa, að þessu sinni a.m.k., farið varlegar í yfirlýsingar og hjá þeim stendur Biden í 253 kjörmönnum. Gætu lent í bobba Greint hefur verið frá því að nánustu samstarfsmenn Trump hafi beitt sér fyrir því að AP og sérstaklega Fox News afturkölluðu ákvörðun sína um að lýsa Biden sigurvegara í Arizona, sérstaklega í ljósi þess að aðrir miðlar hafa haldið aftur að sér og að Trump hefur saxað á forskot Biden eftir því sem liðið hefur á talningu atkvæða. AP og Fox News hafa hins vegar neitað en það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef sú staða kemur upp að Georgía verður næsta ríkið þar sem endanleg úrslit liggja fyrir. Ef Biden tryggir sér þannig hina 16 kjörmenn ríkisins verður hann kominn með 280 kjörmenn hjá þessum miðlum og í raun kjörinn forseti. Hvað gerist þá, spyrja menn? Munu AP og Fox stökkva til og lýsa Biden forseta, eða munu þeir halda að sér höndum; færa töluna upp í 280 en bíða með yfirlýsinguna stóru?
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira