Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2020 04:18 Biden og Harris þegar sá fyrrnefndi ávarpaði stuðningsmenn þeirra í Wilmington í Delaware í nótt. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. „Lýðræðið virkar,“ sagði Biden í ræðu sinni skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma þegar hann fullvissaði þjóðina um að hann myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir að gild atkvæði væru talin í kosningunum. Trump forseti hefur haldið fram stoðlausum ásökunum um kosningasvindl og krafist þess að hætt verði að telja sum atkvæði. Óvíst var hvort að ávarp Biden færi fram í ljósi þess að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa enn ekki lýst yfir sigurvegara í lykilríkjunum Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona, Nevada og Norður-Karólínu. Biden er með forskot í talningu í þeim öllum nema Norður-Karólínu. Honum dugir að sigra í Pennsylvaníu. Hann lét þó slag standa og sagði að tölurnar segðu skýra og sannfærandi sögu þrátt fyrir að úrslitin væru ekki orðin endanleg. „Við vinnum þessar kosningar,“ fullyrti fyrrverandi varaforsetinn með Kamölu Harris, varaforsetaefni sitt, sér við hlið. Máli sínu til stuðnings vísaði Biden til forskotsins í lykilríkjunum og sagðist hann sannfærður um sigur þar. Stefnan væri tekin á fleiri en 300 kjörmenn og benti Biden á að klár meirihluti þjóðarinnar stæði að baki honum og Harris. Þau hafi nú fengið meira en 74 milljónir atkvæða, fleiri en nokkrir aðrir forsetaframbjóðendur í sögunni, meira en fjórum milljónum atkvæðum fleiri en Trump á landsvísu. "What's becoming clear each hour is that a record number of Americans of all races, faiths, religions chose change," Joe Biden says in Delaware address. "The people spoke, more than 74 million Americans, they spoke loudly for our ticket" pic.twitter.com/msNkmHOSGS— NBC News (@NBCNews) November 7, 2020 Lýðræðið og faraldurinn ofarlega á baugi Lýsti Biden skilningi á því að mörgum fyndist talningin ganga hægt en hún var fjórða degi á föstudag. „Gleymið aldrei, talningin er ekki bara tölur, hún táknar atkvæði og kjósendur, karla og konur sem nýttu sér grundvallarrétt sinn til að láta rödd sína heyrast,“ sagði Biden. https://twitter.com/ABC/status/1324923841056010240 Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í Bandaríkjunum á fimmtudag, þriðja daginn í röð, fleiri en 120.000 manns á einum degi. Tala látinna stefnir nú hraðbyri í 240.000 manns frá upphafi faraldursins. Biden sagði þau Harris ekki sitja auðum höndum þó að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir ennþá. Þau hafi fundað með lýðheilsusérfræðingum á föstudag. „Ég vil að allir viti að á degi eitt munum við hrinda áætlun okkar um að ná stjórn á þessari veiru í framkvæmd. Við getum ekki bjargað þeim lífum sem hafa glatast en við getum bjargað mörgum lífum á næstu mánuðum,“ sagði forsetaefnið og lýsti samúð sinni með fórnarlömbum faraldursins. Joe Biden on COVID-19: “I want everyone, everyone to know on day 1, we’re gonna put our plan to control this virus into action. We can’t save any of the lives lost...but we can save a lot of lives in the months ahead.” https://t.co/GwwRl4EUb3 #Election2020 pic.twitter.com/q4HkWFUOPx— ABC News (@ABC) November 7, 2020 Lauk Biden máli sínu á því að segja að hann vonaðist eftir að ræða við þjóðina aftur á laugardag. Útlit er fyrir að úrslit gætu ráðist í Pennsylvaníu þegar birtir af degi vestanhafs á laugardag og jafnvel öðrum lykilríkjum eins og Arizona og Nevada.
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. „Lýðræðið virkar,“ sagði Biden í ræðu sinni skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma þegar hann fullvissaði þjóðina um að hann myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir að gild atkvæði væru talin í kosningunum. Trump forseti hefur haldið fram stoðlausum ásökunum um kosningasvindl og krafist þess að hætt verði að telja sum atkvæði. Óvíst var hvort að ávarp Biden færi fram í ljósi þess að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa enn ekki lýst yfir sigurvegara í lykilríkjunum Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona, Nevada og Norður-Karólínu. Biden er með forskot í talningu í þeim öllum nema Norður-Karólínu. Honum dugir að sigra í Pennsylvaníu. Hann lét þó slag standa og sagði að tölurnar segðu skýra og sannfærandi sögu þrátt fyrir að úrslitin væru ekki orðin endanleg. „Við vinnum þessar kosningar,“ fullyrti fyrrverandi varaforsetinn með Kamölu Harris, varaforsetaefni sitt, sér við hlið. Máli sínu til stuðnings vísaði Biden til forskotsins í lykilríkjunum og sagðist hann sannfærður um sigur þar. Stefnan væri tekin á fleiri en 300 kjörmenn og benti Biden á að klár meirihluti þjóðarinnar stæði að baki honum og Harris. Þau hafi nú fengið meira en 74 milljónir atkvæða, fleiri en nokkrir aðrir forsetaframbjóðendur í sögunni, meira en fjórum milljónum atkvæðum fleiri en Trump á landsvísu. "What's becoming clear each hour is that a record number of Americans of all races, faiths, religions chose change," Joe Biden says in Delaware address. "The people spoke, more than 74 million Americans, they spoke loudly for our ticket" pic.twitter.com/msNkmHOSGS— NBC News (@NBCNews) November 7, 2020 Lýðræðið og faraldurinn ofarlega á baugi Lýsti Biden skilningi á því að mörgum fyndist talningin ganga hægt en hún var fjórða degi á föstudag. „Gleymið aldrei, talningin er ekki bara tölur, hún táknar atkvæði og kjósendur, karla og konur sem nýttu sér grundvallarrétt sinn til að láta rödd sína heyrast,“ sagði Biden. https://twitter.com/ABC/status/1324923841056010240 Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í Bandaríkjunum á fimmtudag, þriðja daginn í röð, fleiri en 120.000 manns á einum degi. Tala látinna stefnir nú hraðbyri í 240.000 manns frá upphafi faraldursins. Biden sagði þau Harris ekki sitja auðum höndum þó að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir ennþá. Þau hafi fundað með lýðheilsusérfræðingum á föstudag. „Ég vil að allir viti að á degi eitt munum við hrinda áætlun okkar um að ná stjórn á þessari veiru í framkvæmd. Við getum ekki bjargað þeim lífum sem hafa glatast en við getum bjargað mörgum lífum á næstu mánuðum,“ sagði forsetaefnið og lýsti samúð sinni með fórnarlömbum faraldursins. Joe Biden on COVID-19: “I want everyone, everyone to know on day 1, we’re gonna put our plan to control this virus into action. We can’t save any of the lives lost...but we can save a lot of lives in the months ahead.” https://t.co/GwwRl4EUb3 #Election2020 pic.twitter.com/q4HkWFUOPx— ABC News (@ABC) November 7, 2020 Lauk Biden máli sínu á því að segja að hann vonaðist eftir að ræða við þjóðina aftur á laugardag. Útlit er fyrir að úrslit gætu ráðist í Pennsylvaníu þegar birtir af degi vestanhafs á laugardag og jafnvel öðrum lykilríkjum eins og Arizona og Nevada.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira