Metfjöldi Covid-smita í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 11:39 Metfjöldi kórónuveirusmita hafa greinst í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð. Vísir/Getty Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Bandaríkjunum í gær, þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Meira en 127 þúsund greindust smitaðir í gær og 1.149 létust. Greint var frá því í morgun að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi greinst smitaður af veirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Bandaríkin eru hvað verst stödd allra ríkja í heiminum hvað varðar faraldurinn en meira en 9,7 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni og 236 þúsund látist. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið mikið deilumál í yfirstandandi forsetakosningum og varð til þess að metfjöldi fólks nýtti sér utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningunum. Bæði gat fólk kosið utan kjörfundar með því að mæta á kjörstaði fyrir kosningadag eða með því að póstleggja atkvæði sín. Mikið hefur verið gert úr því að Meadows hafi sjaldan sést bera grímu fyrir vitum, líkt og heilbrigðissérfræðingar vestanhafs hafa mælt með. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Meadows talaði um það seint í októbermánuði að Bandaríkin myndu ekki reyna að hafa hemil á faraldrinum. Það eina sem myndi bæta stöðuna væri bóluefni og önnur meðferðarúrræði. Donald Trump Bandaríkjaforseti, konan hans Melania og sonur þeirra Barron smituðust öll af veirunni en náðu sér þó aftur fyrr í haust. Auk þeirra hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Stephen Miller, háttsettur ráðgjafi og Hope Hicks ráðgjafi Hvíta hússins smitast af veirunni. Í kjölfar þess að forsetinn greindist smitaður af veirunni var rýnt í athöfn sem fór fram í Hvíta húsinu þegar forsetinn tilkynnti að Amy Coney Barrett yrði tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar smituðust tugir fréttamanna, aðrir getir og hátt settir embættismenn. Í myndefni sem náðist af viðburðinum sáust gestir standa þétt saman án gríma, sumir heilsuðust með handabandi og jafnvel knúsuðust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00 Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52 Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Bandaríkjunum í gær, þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Meira en 127 þúsund greindust smitaðir í gær og 1.149 létust. Greint var frá því í morgun að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi greinst smitaður af veirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Bandaríkin eru hvað verst stödd allra ríkja í heiminum hvað varðar faraldurinn en meira en 9,7 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni og 236 þúsund látist. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið mikið deilumál í yfirstandandi forsetakosningum og varð til þess að metfjöldi fólks nýtti sér utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningunum. Bæði gat fólk kosið utan kjörfundar með því að mæta á kjörstaði fyrir kosningadag eða með því að póstleggja atkvæði sín. Mikið hefur verið gert úr því að Meadows hafi sjaldan sést bera grímu fyrir vitum, líkt og heilbrigðissérfræðingar vestanhafs hafa mælt með. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Meadows talaði um það seint í októbermánuði að Bandaríkin myndu ekki reyna að hafa hemil á faraldrinum. Það eina sem myndi bæta stöðuna væri bóluefni og önnur meðferðarúrræði. Donald Trump Bandaríkjaforseti, konan hans Melania og sonur þeirra Barron smituðust öll af veirunni en náðu sér þó aftur fyrr í haust. Auk þeirra hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Stephen Miller, háttsettur ráðgjafi og Hope Hicks ráðgjafi Hvíta hússins smitast af veirunni. Í kjölfar þess að forsetinn greindist smitaður af veirunni var rýnt í athöfn sem fór fram í Hvíta húsinu þegar forsetinn tilkynnti að Amy Coney Barrett yrði tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar smituðust tugir fréttamanna, aðrir getir og hátt settir embættismenn. Í myndefni sem náðist af viðburðinum sáust gestir standa þétt saman án gríma, sumir heilsuðust með handabandi og jafnvel knúsuðust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00 Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52 Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00
Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52
Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18