Ánægður með þróun mála en telur ótímabært að slaka á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 12:09 þórólfur guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ánægður með þá þróun sem orðið hefur á daglegum tölum þeirra sem greinast með kórónuveiruna hér á landi undanfarna daga. Hann segir það gleðiefni að smituðum í samfélaginu fari fækkandi en telur ekki tímabært að huga að tilslökunum á samfélagslegum takmörkunum. Í dag greindust 25 með kórónuveiruna hér innanlands. Sjö dagar eru síðan yfir 30 greindust með veiruna hér á landi á einum og sama deginum. Það var föstudaginn 30. október, þegar 56 greindust. Þá hefur hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu verið yfir 60% síðan 26. október. „Þetta hefur verið svona hægt og sígandi niður á við, get ég sagt, og sérstaklega þegar við erum að horfa á sjúklinga sem eru að greinast og eru utan sóttkvíar sem er okkar mælikvarði á samfélgaslegt smit. Þá er sú tala hægt og bítandi að fara niður á við og maður er bara ánægður með það. Ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að þetta er að fara í þá átt,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að þetta þýði þó ekki að unnt sé að slaka á eða hætta samfélagslegum takmörkunum. Kveða verði faraldurinn niður almennilega, áður en sigri er hrósað. Vill sjá samfélagsleg smit fara alla leið niður Þórólfur segist sjálfur vilja sjá draga enn frekar úr samfélagslegum smitum, sem dreifast víða um land, áður en hugað verður að afléttingu takmarkana sem nú eru í gildi. „Þá getum við farið að huga að því aðeins hvort við getum farið í einhverjar tilslakanir. Eins og ég hef sagt margoft áður held ég að við þurfum að fara mjög hægt í það, ég held að við þurfum líka að skoða líka í því ljósi hvað er að gerast í nálægum löndum, bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar eru menn alls staðar að herða tökin og jafnvel komin útgöngubönn á ýmsum stöðum. Við þurfum aðeins að nýta okkar eigin reynslu hér innanlands og líka sjá hvað aðrir eru að gera, þá þurfum við bara að fara mjög hægt í þetta.“ Hann segir þá ekki liggja fyrir hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þegar að þeim kemur. „Það er ljóst að ný reglugerð þarf að koma til, varðandi innanlandsaðgerðir, núna 18. nóvember, sem er bara eftir rúma vikur. Ég held að við þurfum bara að sjá hvað gerist núna yfir helgina og í byrjun næstu viku áður en ég fer að koma með nýja minnispunkta. Það er ýmislegt sem maður er að velta fyrir sér, en ekkert endanlegt,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ánægður með þá þróun sem orðið hefur á daglegum tölum þeirra sem greinast með kórónuveiruna hér á landi undanfarna daga. Hann segir það gleðiefni að smituðum í samfélaginu fari fækkandi en telur ekki tímabært að huga að tilslökunum á samfélagslegum takmörkunum. Í dag greindust 25 með kórónuveiruna hér innanlands. Sjö dagar eru síðan yfir 30 greindust með veiruna hér á landi á einum og sama deginum. Það var föstudaginn 30. október, þegar 56 greindust. Þá hefur hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu verið yfir 60% síðan 26. október. „Þetta hefur verið svona hægt og sígandi niður á við, get ég sagt, og sérstaklega þegar við erum að horfa á sjúklinga sem eru að greinast og eru utan sóttkvíar sem er okkar mælikvarði á samfélgaslegt smit. Þá er sú tala hægt og bítandi að fara niður á við og maður er bara ánægður með það. Ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að þetta er að fara í þá átt,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að þetta þýði þó ekki að unnt sé að slaka á eða hætta samfélagslegum takmörkunum. Kveða verði faraldurinn niður almennilega, áður en sigri er hrósað. Vill sjá samfélagsleg smit fara alla leið niður Þórólfur segist sjálfur vilja sjá draga enn frekar úr samfélagslegum smitum, sem dreifast víða um land, áður en hugað verður að afléttingu takmarkana sem nú eru í gildi. „Þá getum við farið að huga að því aðeins hvort við getum farið í einhverjar tilslakanir. Eins og ég hef sagt margoft áður held ég að við þurfum að fara mjög hægt í það, ég held að við þurfum líka að skoða líka í því ljósi hvað er að gerast í nálægum löndum, bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar eru menn alls staðar að herða tökin og jafnvel komin útgöngubönn á ýmsum stöðum. Við þurfum aðeins að nýta okkar eigin reynslu hér innanlands og líka sjá hvað aðrir eru að gera, þá þurfum við bara að fara mjög hægt í þetta.“ Hann segir þá ekki liggja fyrir hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þegar að þeim kemur. „Það er ljóst að ný reglugerð þarf að koma til, varðandi innanlandsaðgerðir, núna 18. nóvember, sem er bara eftir rúma vikur. Ég held að við þurfum bara að sjá hvað gerist núna yfir helgina og í byrjun næstu viku áður en ég fer að koma með nýja minnispunkta. Það er ýmislegt sem maður er að velta fyrir sér, en ekkert endanlegt,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57