Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping þegar liðið heimsótti Mjallby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Moses Ogbu sá til þess að Mjallby færi með forystu í leikhlé og heimamenn gulltryggðu svo sigurinn með marki Jacob Bergström á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.
Lokatölur 2-0 fyrir Mjallby.
Ísak lék allan leikinn fyrir Norrköping sem situr áfram í 5.sæti deildarinnar.