Playstation 5: Stórt stökk fram á við í grafík og hraða Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2020 10:19 PS5 er að mínu mati myndartölva. Vísir/Vilhelm Ég veit ekki hvað ég var gamall þegar ég var síðast jafn spenntur fyrir leikjatölvu og ég var fyrir PlayStation 5 eintakinu sem ég fékk nýverið. Ég þurfti að sækja tölvuna á vinnutíma og svo sat hún á borðinu hjá mér í þrjá tíma á meðan ég var að reyna að skrifa um bandarísku forsetakosningarnar. Ég hef líklegast aldrei átt erfiðara með að einbeita mér almennilega og var fljótur að stökkva af stað um leið og klukkan var fimm, kannski aðeins fyrr en höfum það okkar á milli. Í stuttu máli sagt, þá leið mér eins og krakka aftur. Sony þarf að standa undir miklum væntingum eftir að hafa staðið sig mjög vel með PS4 og ég er ekki frá því að það hafi tekist. Það gæti verið of snemmt að segja til um það en PS5 fer mjög vel af stað. Stór, feit og falleg Byrjum á útliti tölvunnar og fílnum í herberginu, stærð hennar. Hún er það stór að það gæti reynst erfitt að finna henni verustað á heimilum fólks. Það hjálpar þó verulega til að mér finnst hún svolítið sæt en ég er meðvitaður um að deilt er um útlit tölvunnar og stærð. Mín stendur við hliðina á sjónvarpinu mínu. Það kemur ágætlega út, þó ég segi sjálfur frá. Tölvan er 39 sentímetra há, 26 sentímetra breið og 10 sentímetra þykk. Þá er hún um 4,5 kíló að þyngt, sem er töluvert. Það er einnig hægt að láta hana liggja á maganum en mér sýndist á standi hennar að PS5 væri hönnuð til að standa. Mest allt það pláss virðist hafa farið í kælibúnað tölvunnar. Bæði vegna stærðar tölvunnar og umfangsmikils kælikerfis er ég nokkuð viss um að það sé ekki gott að hafa hana inn í skápum. Þær þurfa loftflæði. (Eins og segir í upphafi myndbandsins, ekki reyna þetta sjálf.) Eitt það sem heillar hvað mest er hve gífurlega hröð PS5 er. Sony hefur sagt að reiknihraði tölvunnar sé um 100 sinnum betri en hraði PS4 og ég trúi því. Það að kveikja á henni og stökkva inn í leik eins og Spider-Man: Miles Morales, sem er sérhannaður fyrir PS5, tekur einungis nokkrar sekúndur. Á engum tímapunkti stoppar maður á hleðsluskjá. Ég er ekki með 120 Hz 4K sjónvarp með HDR en tek þrátt fyrir það eftir miklum gæðabreytingum á milli kynslóða. Þær eru ef til vill ekki jafn greinilegar og á milli fyrri kynslóða en það þykir mér eiginlega eðlilegt. Helstu gæðabreytingarnar sem snúa að grafík eru betra frame rate, hærri upplausn og ray tracing. Ég hef aldrei verið mikill sérfræðingur þegar kemur að grafík og hef alltaf lagt meiri áherslu á spilun en fann þó mikinn mun á Miles Morales og upprunalega Spider-Man. Leikurinn er miklu meira „smooth“ og lítur mun betur út. Miles Morales er þó enn sem komið er eini púra PS5 leikurinn sem ég hef spilað. Það vantar fleiri slíka á komandi dögum og vikum. Það hjálpar þó til að hægt er að spila flesta PS4 leiki. Manni finnst eins og það ætti að vera hægt að spila eldri PS-leiki en Microsoft virðist vera þó nokkrum skrefum á undan Sony varðandi það. Þeir eru sömuleiðis mun hraðari en í PS4. Ég tók sérstaklega vel eftir því í Red Dead Redemption 2 en einnig í Ghost of Tsushima. Hér að neðan má sjá samanburð á hleðslutímum margra leikja þar sem PS4 Pro er borin saman við PS5. 667GB er ekki nóg Þá komum við að tilteknum galla vélarinnar. Harði diskur PS5 er hraður en hann er eingöngu er 852GB að stærð. Það er stærra en í PS4 en er ekki nógu stórt. Stýrikerfið og ýmislegt annað tekur pláss og notendur hafa í raun einungis 667GB til að moða úr. Bara Warzone tekur næstum því helminginn af því en Warzone er reyndar fáránlegt dæmi þar sem stærð hans er fyrir neðan allar hellur. Fyrir marga eru 667GB ekki nóg. Nútímaleikir eru fljótir að fylla upp í það. Það verður einhvern tímann hægt að bæta við hörðum diski í tölvuna en það er ekki hægt strax og þegar það verður hægt mun það án efa kosta slatta. Varðandi viðmót tölvunnar (User Interface) er búið að gera töluverðar breytingar. Þær eru þó vel gerðar og hafa ekkert verið að þvælast fyrir mér. Ein stærsta breytingin er að við að ýta einu sinni á PS-takkann svokallaða kemur upp stýrimynd þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um leikinn sem verið er að spila, slökkva á tölvunni og ýmislegt annað. Þar má finna allar tilkynningar og annað sem áður var hægt að finna með því að ýta upp á aðalvalmynd PS4. Hér má sjá skýringarmyndband frá Sony, þar sem farið er yfir það helsta sem viðmótið hefur upp á að bjóða. Ég bind miklar vonir við nýju PS-fjarstýringarnar. Þær bjóða upp á ýmsa möguleika fyrir leikjaframleiðendur til að skapa betra andrúmsloft í tölvuleikjum sínum. Fjarstýringarnar bjóða upp á svokallað „Haptic Feedback“. HF er í raun titringur og hljóð í fjarstýringunum. Titringurinn getur verið mjög sérsniðinn að því sem er að gerast í leiknum og í bland við hljóð getur hann gert mjög mikið. Það sem mér þykir þetta gera og bjóða sérstaklega upp á, er að skapa sérstakt andrúmsloft. Eitt það fyrsta sem mér datt í hug var hve magnað þetta gæti verið fyrir hryllingsleiki, sem ég á erfitt með að spila nú þegar. Þetta gæti þó endað með að verða ekki neitt. Notkun fjarstýringanna veltur alfarið á því hvaða tækifæri leikjaframleiðendur sjá í þeim. Einnig er búið að gera breytingar á gikkjunum þannig að það er hægt að láta þá vera með viðspyrnu. Ég á í smá basli með að útskýra það en það er hægt að gera það erfiðara að taka í gikkina og stilla þá þannig að þeir eru í raun með tvö stig. Eitt ef þú tekur laust og annað ef þú tekur fastar. Samantekt-ish Það er alltaf svo ógeðslega gaman að fá nýtt dót og hvað þá nýja leikjatölvu. Fimmta kynslóð Playstation leikjatölvanna táknar stórt stökk fram á við varðandi grafík og hraða á stigi sem hefur hingað til ekki verið aðgengilegt almennum leikjaspilurum án mikils tilkostnaðar. Að öðru leyti þá finnst mér tölvan daðra við að vera of stór, þó hún sé sæt, geymsluplássið er of lítið og þörf er á fleiri PS5 leikjum. Það eru gallarnir, í stórum dráttum. Leikjavísir Tækni Sony Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Ég veit ekki hvað ég var gamall þegar ég var síðast jafn spenntur fyrir leikjatölvu og ég var fyrir PlayStation 5 eintakinu sem ég fékk nýverið. Ég þurfti að sækja tölvuna á vinnutíma og svo sat hún á borðinu hjá mér í þrjá tíma á meðan ég var að reyna að skrifa um bandarísku forsetakosningarnar. Ég hef líklegast aldrei átt erfiðara með að einbeita mér almennilega og var fljótur að stökkva af stað um leið og klukkan var fimm, kannski aðeins fyrr en höfum það okkar á milli. Í stuttu máli sagt, þá leið mér eins og krakka aftur. Sony þarf að standa undir miklum væntingum eftir að hafa staðið sig mjög vel með PS4 og ég er ekki frá því að það hafi tekist. Það gæti verið of snemmt að segja til um það en PS5 fer mjög vel af stað. Stór, feit og falleg Byrjum á útliti tölvunnar og fílnum í herberginu, stærð hennar. Hún er það stór að það gæti reynst erfitt að finna henni verustað á heimilum fólks. Það hjálpar þó verulega til að mér finnst hún svolítið sæt en ég er meðvitaður um að deilt er um útlit tölvunnar og stærð. Mín stendur við hliðina á sjónvarpinu mínu. Það kemur ágætlega út, þó ég segi sjálfur frá. Tölvan er 39 sentímetra há, 26 sentímetra breið og 10 sentímetra þykk. Þá er hún um 4,5 kíló að þyngt, sem er töluvert. Það er einnig hægt að láta hana liggja á maganum en mér sýndist á standi hennar að PS5 væri hönnuð til að standa. Mest allt það pláss virðist hafa farið í kælibúnað tölvunnar. Bæði vegna stærðar tölvunnar og umfangsmikils kælikerfis er ég nokkuð viss um að það sé ekki gott að hafa hana inn í skápum. Þær þurfa loftflæði. (Eins og segir í upphafi myndbandsins, ekki reyna þetta sjálf.) Eitt það sem heillar hvað mest er hve gífurlega hröð PS5 er. Sony hefur sagt að reiknihraði tölvunnar sé um 100 sinnum betri en hraði PS4 og ég trúi því. Það að kveikja á henni og stökkva inn í leik eins og Spider-Man: Miles Morales, sem er sérhannaður fyrir PS5, tekur einungis nokkrar sekúndur. Á engum tímapunkti stoppar maður á hleðsluskjá. Ég er ekki með 120 Hz 4K sjónvarp með HDR en tek þrátt fyrir það eftir miklum gæðabreytingum á milli kynslóða. Þær eru ef til vill ekki jafn greinilegar og á milli fyrri kynslóða en það þykir mér eiginlega eðlilegt. Helstu gæðabreytingarnar sem snúa að grafík eru betra frame rate, hærri upplausn og ray tracing. Ég hef aldrei verið mikill sérfræðingur þegar kemur að grafík og hef alltaf lagt meiri áherslu á spilun en fann þó mikinn mun á Miles Morales og upprunalega Spider-Man. Leikurinn er miklu meira „smooth“ og lítur mun betur út. Miles Morales er þó enn sem komið er eini púra PS5 leikurinn sem ég hef spilað. Það vantar fleiri slíka á komandi dögum og vikum. Það hjálpar þó til að hægt er að spila flesta PS4 leiki. Manni finnst eins og það ætti að vera hægt að spila eldri PS-leiki en Microsoft virðist vera þó nokkrum skrefum á undan Sony varðandi það. Þeir eru sömuleiðis mun hraðari en í PS4. Ég tók sérstaklega vel eftir því í Red Dead Redemption 2 en einnig í Ghost of Tsushima. Hér að neðan má sjá samanburð á hleðslutímum margra leikja þar sem PS4 Pro er borin saman við PS5. 667GB er ekki nóg Þá komum við að tilteknum galla vélarinnar. Harði diskur PS5 er hraður en hann er eingöngu er 852GB að stærð. Það er stærra en í PS4 en er ekki nógu stórt. Stýrikerfið og ýmislegt annað tekur pláss og notendur hafa í raun einungis 667GB til að moða úr. Bara Warzone tekur næstum því helminginn af því en Warzone er reyndar fáránlegt dæmi þar sem stærð hans er fyrir neðan allar hellur. Fyrir marga eru 667GB ekki nóg. Nútímaleikir eru fljótir að fylla upp í það. Það verður einhvern tímann hægt að bæta við hörðum diski í tölvuna en það er ekki hægt strax og þegar það verður hægt mun það án efa kosta slatta. Varðandi viðmót tölvunnar (User Interface) er búið að gera töluverðar breytingar. Þær eru þó vel gerðar og hafa ekkert verið að þvælast fyrir mér. Ein stærsta breytingin er að við að ýta einu sinni á PS-takkann svokallaða kemur upp stýrimynd þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um leikinn sem verið er að spila, slökkva á tölvunni og ýmislegt annað. Þar má finna allar tilkynningar og annað sem áður var hægt að finna með því að ýta upp á aðalvalmynd PS4. Hér má sjá skýringarmyndband frá Sony, þar sem farið er yfir það helsta sem viðmótið hefur upp á að bjóða. Ég bind miklar vonir við nýju PS-fjarstýringarnar. Þær bjóða upp á ýmsa möguleika fyrir leikjaframleiðendur til að skapa betra andrúmsloft í tölvuleikjum sínum. Fjarstýringarnar bjóða upp á svokallað „Haptic Feedback“. HF er í raun titringur og hljóð í fjarstýringunum. Titringurinn getur verið mjög sérsniðinn að því sem er að gerast í leiknum og í bland við hljóð getur hann gert mjög mikið. Það sem mér þykir þetta gera og bjóða sérstaklega upp á, er að skapa sérstakt andrúmsloft. Eitt það fyrsta sem mér datt í hug var hve magnað þetta gæti verið fyrir hryllingsleiki, sem ég á erfitt með að spila nú þegar. Þetta gæti þó endað með að verða ekki neitt. Notkun fjarstýringanna veltur alfarið á því hvaða tækifæri leikjaframleiðendur sjá í þeim. Einnig er búið að gera breytingar á gikkjunum þannig að það er hægt að láta þá vera með viðspyrnu. Ég á í smá basli með að útskýra það en það er hægt að gera það erfiðara að taka í gikkina og stilla þá þannig að þeir eru í raun með tvö stig. Eitt ef þú tekur laust og annað ef þú tekur fastar. Samantekt-ish Það er alltaf svo ógeðslega gaman að fá nýtt dót og hvað þá nýja leikjatölvu. Fimmta kynslóð Playstation leikjatölvanna táknar stórt stökk fram á við varðandi grafík og hraða á stigi sem hefur hingað til ekki verið aðgengilegt almennum leikjaspilurum án mikils tilkostnaðar. Að öðru leyti þá finnst mér tölvan daðra við að vera of stór, þó hún sé sæt, geymsluplássið er of lítið og þörf er á fleiri PS5 leikjum. Það eru gallarnir, í stórum dráttum.
Leikjavísir Tækni Sony Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira