Sigvaldi Björn Guðjónsson lék með meistaraliði Vive Kielce í kvöld er pólska úrvalsdeildin fór af stað að nýju eftir landsleikjahlé. Vann liðið öruggan 11 marka sigur í kvöld, lokatölur 37-26.
Tarnov kom í heimsókn og þrátt fyrir að standa í meisturunum í fyrri hálfleik, staðan þá 15-12, þá má með sanni segja að þeir hafi ekki átt viðreisnar von í síðari hálfleik.
Kielce gjörsamlega keyrði yfir gestina og fór það svo að leiknum lauk með 11 marka sigri meistaranna, 37-26. Sigvaldi Björn skoraði eitt mark í leiknum.
Kielce trónir á toppi deildarinnar með 21 stig eftir sjö leiki. Pulawy er í 2. sæti, einnig með fullt hús stiga, en þar sem liðið hefur aðeins leikið fjóra leiki er liðið með tólf stig.