„Hræðilegt að heyra af þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 11. nóvember 2020 10:32 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að málefni Arnarholts verði skoðuð hjá borgaryfirvöldum. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld muni í dag óska eftir gögnum varðandi starfsemi vistheimilisins Arnarholts frá árinu 1971 sem fjallað var um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Um er að ræða vitnaleiðslur yfir 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum Arnarholts þar sem meðal annars var lýst vanrækslu, slæmum aðbúnaði og því að vistmenn hafi verið látnir sæta einangrun í litlum klefa í refsingarskyni, jafnvel svo vikum skipti. Vistheimilið var rekið af Reykjavíkurborg frá árinu 1945 og heyrði undir félagsmálastofnun borgarinnar fram í september 1971 þegar það varð hluti af geðdeild Borgaraspítala. Var það eftir að borgarstjórn ákvað að starfsemi heimilisins skyldi rannsökuð. Í kjölfar þeirrar rannsóknar taldi borgarstjórn þörf á að grípa til aðgerða, þvert á niðurstöðu nefndar þriggja lækna sem rannsökuðu starfsemina. Heiða Björg segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fyrst heyrt af aðbúnaði fólks á Arnarholti í fréttum í gær. Það sé hræðilegt að heyra af því og hún harmi það. Aðspurð hvernig tekið verði á málinu hjá borginni segir hún að óskað eftir aðgangi að umræddum gögnum. „Og reyna að kynna okkur þetta betur. Það er auðvitað langt um liðið en mikilvægt að fara vel yfir þetta. Þetta er líka bara góð hvatning að vera alltaf á tánum með aðbúnað fólks og ég veit að ekkert viðlíka þessu viðgengst núna en engu að síður er hræðilegt að heyra af þessu og ég held að við þurfum bara alltaf að vera á tánum með það að við séum að koma vel og fallega fram við allt fólk,“ segir Heiða. Finna þurfi málinu réttan farveg innan borgarinnar og hún sé ekki viss um að þetta verði akkúrat tekið fyrir í velferðarráði. „En ég gæti alveg eins trúað að við tökum þetta fyrir strax í dag. Það er enginn fundur í dag í velferðarráði þannig að við þurfum bara að finna rétta vettvanginn en við munum kalla eftir þessum gögnum strax og fara yfir þetta.“ Þá kveðst hún hafa ekki upplýsingar um bótaskyldu í málinu eða annað slíkt og hver bæri þá ábyrgð þar og hvernig. „Fyrst og fremst þurfum við að fá þessi gögn og kynna okkur þau og læra af þessu. Ef einhver er einhvers staðar sem þessu tengist þá harma ég þetta og ég held að allir hljóti að gera það sem lesa um þessa meðferð á fólki; harmi þetta innilega og myndu vilja biðja alla hlutaðeigandi afsökunar og við munum bara gera það sem í okkar valdi stendur til að það sé skýrt,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld muni í dag óska eftir gögnum varðandi starfsemi vistheimilisins Arnarholts frá árinu 1971 sem fjallað var um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Um er að ræða vitnaleiðslur yfir 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum Arnarholts þar sem meðal annars var lýst vanrækslu, slæmum aðbúnaði og því að vistmenn hafi verið látnir sæta einangrun í litlum klefa í refsingarskyni, jafnvel svo vikum skipti. Vistheimilið var rekið af Reykjavíkurborg frá árinu 1945 og heyrði undir félagsmálastofnun borgarinnar fram í september 1971 þegar það varð hluti af geðdeild Borgaraspítala. Var það eftir að borgarstjórn ákvað að starfsemi heimilisins skyldi rannsökuð. Í kjölfar þeirrar rannsóknar taldi borgarstjórn þörf á að grípa til aðgerða, þvert á niðurstöðu nefndar þriggja lækna sem rannsökuðu starfsemina. Heiða Björg segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fyrst heyrt af aðbúnaði fólks á Arnarholti í fréttum í gær. Það sé hræðilegt að heyra af því og hún harmi það. Aðspurð hvernig tekið verði á málinu hjá borginni segir hún að óskað eftir aðgangi að umræddum gögnum. „Og reyna að kynna okkur þetta betur. Það er auðvitað langt um liðið en mikilvægt að fara vel yfir þetta. Þetta er líka bara góð hvatning að vera alltaf á tánum með aðbúnað fólks og ég veit að ekkert viðlíka þessu viðgengst núna en engu að síður er hræðilegt að heyra af þessu og ég held að við þurfum bara alltaf að vera á tánum með það að við séum að koma vel og fallega fram við allt fólk,“ segir Heiða. Finna þurfi málinu réttan farveg innan borgarinnar og hún sé ekki viss um að þetta verði akkúrat tekið fyrir í velferðarráði. „En ég gæti alveg eins trúað að við tökum þetta fyrir strax í dag. Það er enginn fundur í dag í velferðarráði þannig að við þurfum bara að finna rétta vettvanginn en við munum kalla eftir þessum gögnum strax og fara yfir þetta.“ Þá kveðst hún hafa ekki upplýsingar um bótaskyldu í málinu eða annað slíkt og hver bæri þá ábyrgð þar og hvernig. „Fyrst og fremst þurfum við að fá þessi gögn og kynna okkur þau og læra af þessu. Ef einhver er einhvers staðar sem þessu tengist þá harma ég þetta og ég held að allir hljóti að gera það sem lesa um þessa meðferð á fólki; harmi þetta innilega og myndu vilja biðja alla hlutaðeigandi afsökunar og við munum bara gera það sem í okkar valdi stendur til að það sé skýrt,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira