Brúarfoss væntanlegur til landsins í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2020 20:52 Brúarfoss við bryggju í Rotterdam. Eimskip Vel hefur gengið að sigla Brúarfossi, nýju skipi Eimskipa, heim frá Kína og er skipið nú á leið til Álaborgar. Áætlað er að skipið komi til Íslands á mánudaginn í næstu viku en ferðalag áhafnar skipsins hófst um miðjan ágúst þegar þeir fóru til Kína til að fylgjast með því þegar skipið var fullsmíðað. Skipið var svo afhent þann 9. október og stefnan sett til Íslands í kjölfarið. Karl Guðmundsson, skipstjóri, segir ferðina hafa gengið mjög vel en bætir við: „Sjö, níu, þrettán.“ Ekkert hafi komið upp, sem skipti máli, en það sé ýmislegt sem þurfi að fínpússa. Enda sé skipið stórt og búnaðurinn um borð flókinn. Áhöfnin kom gaddavír fyrir til að verjast mögulegum sjóræningjum.Eimskip Í Sri Lanka voru þrír vopnaðir verðir teknir um borð fyrir siglingu skipsins um Adernflóa. Þar hafa sjórán verið tíð á undanförnum árum. Auk þess að taka verði um borð var gaddavír lagður á lunningu Brúarfoss, til að gera mögulegum sjóræningjum erfiðara um vik, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Dettifoss, systurskip Brúarfoss fór sömu leið í sumar. Bæði skipin eru stærstu skip sem hafa verið smíðuð fyrir Íslendinga. Eimskip birti í dag myndband af komu Brúarfoss til Rotterdam í gær. Dettifoss er um þessar mundir á siglingu við Grænland. Emskipt birti einnig nýverið myndband sem tekið var þar um borð. View this post on Instagram A post shared by Eimskip (@eimskip) Skipaflutningar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Vel hefur gengið að sigla Brúarfossi, nýju skipi Eimskipa, heim frá Kína og er skipið nú á leið til Álaborgar. Áætlað er að skipið komi til Íslands á mánudaginn í næstu viku en ferðalag áhafnar skipsins hófst um miðjan ágúst þegar þeir fóru til Kína til að fylgjast með því þegar skipið var fullsmíðað. Skipið var svo afhent þann 9. október og stefnan sett til Íslands í kjölfarið. Karl Guðmundsson, skipstjóri, segir ferðina hafa gengið mjög vel en bætir við: „Sjö, níu, þrettán.“ Ekkert hafi komið upp, sem skipti máli, en það sé ýmislegt sem þurfi að fínpússa. Enda sé skipið stórt og búnaðurinn um borð flókinn. Áhöfnin kom gaddavír fyrir til að verjast mögulegum sjóræningjum.Eimskip Í Sri Lanka voru þrír vopnaðir verðir teknir um borð fyrir siglingu skipsins um Adernflóa. Þar hafa sjórán verið tíð á undanförnum árum. Auk þess að taka verði um borð var gaddavír lagður á lunningu Brúarfoss, til að gera mögulegum sjóræningjum erfiðara um vik, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Dettifoss, systurskip Brúarfoss fór sömu leið í sumar. Bæði skipin eru stærstu skip sem hafa verið smíðuð fyrir Íslendinga. Eimskip birti í dag myndband af komu Brúarfoss til Rotterdam í gær. Dettifoss er um þessar mundir á siglingu við Grænland. Emskipt birti einnig nýverið myndband sem tekið var þar um borð. View this post on Instagram A post shared by Eimskip (@eimskip)
Skipaflutningar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira