Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að enn ríki óvissa um tollakjör og fleira vegna útflutnings á fiski til Bretlands til lengri tíma litið eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu um áramót. Utanríkisráðherra er bjartsýnn á samninga. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Á undanförnum árum hefur töluvert magn af ferskum fiski frá Íslandi farið um Ermasundsgöngin frá Bretlandi til meginlands Evrópu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að þar gætu orðið farartálmar eftir að Bretland fer að öllum líkindum út úr Evrópusambandinu án samnings um áramótin. „Og við því hafa fyrirtæki bæði í sjávarútvegi og svo flutningafyrirtækin brugðist við að ég tel nokkuð vel,“ segir Heiðrún Lind. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa gert bráðabirgðasamkomulag við Breta um að sömu kjör og reglur og giltu áður gildi fram á mitt næsta ár. „Við erum búin að tryggja hagsmuni til bráðabirgða. Það er að segja ef það verður ekki samningur. Hins vegar erum við enn að vinna að því að klára framtíðarsamninga við Breta og náttúrlega hættum því ekki fyrr en það verk er klárað,” segir utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Bretar munu innleiða nýtt innflutningseftirlit og rakningarkerfi með dýraafurðum um áramótin. Frá 1. apríl þurfa heilbrigðisvottorð að fylgja vörunum og frá og með 1. júlí þurfa allar vörur að fara í gegnum landamæraeftirlit. En þótt flutningsleiðir á fiski til Evrópu færist frá Bretlandi hafa Bretar sjálfir flutt inn um 17 prósent af íslenskum fiskútflutningi. „Það er bara milljón dollara spurninginn. Hvað verður um breska markaðinn,” segir Heiðrún Lind. Allar líkur séu þó á að hann verði áfram sterkur fyrir íslenskar sjávarafurðir en þar sé að mörgu að huga. „Í fyrsta lagi auðvitað tollakjör. Hver verða þau eftir Brexit. Í öðru lagi hvaða heilbrigðiskröfur verða gerðar. Það eru fyrirhugaðar breytingar á því kerfi. Svona hlutir geta auðvitað leitt til hökts eða breytinga á því hvort viðskipti séu fýsileg eða ekki,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Brexit Sjávarútvegur Bretland Tengdar fréttir Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að enn ríki óvissa um tollakjör og fleira vegna útflutnings á fiski til Bretlands til lengri tíma litið eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu um áramót. Utanríkisráðherra er bjartsýnn á samninga. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Á undanförnum árum hefur töluvert magn af ferskum fiski frá Íslandi farið um Ermasundsgöngin frá Bretlandi til meginlands Evrópu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að þar gætu orðið farartálmar eftir að Bretland fer að öllum líkindum út úr Evrópusambandinu án samnings um áramótin. „Og við því hafa fyrirtæki bæði í sjávarútvegi og svo flutningafyrirtækin brugðist við að ég tel nokkuð vel,“ segir Heiðrún Lind. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa gert bráðabirgðasamkomulag við Breta um að sömu kjör og reglur og giltu áður gildi fram á mitt næsta ár. „Við erum búin að tryggja hagsmuni til bráðabirgða. Það er að segja ef það verður ekki samningur. Hins vegar erum við enn að vinna að því að klára framtíðarsamninga við Breta og náttúrlega hættum því ekki fyrr en það verk er klárað,” segir utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Bretar munu innleiða nýtt innflutningseftirlit og rakningarkerfi með dýraafurðum um áramótin. Frá 1. apríl þurfa heilbrigðisvottorð að fylgja vörunum og frá og með 1. júlí þurfa allar vörur að fara í gegnum landamæraeftirlit. En þótt flutningsleiðir á fiski til Evrópu færist frá Bretlandi hafa Bretar sjálfir flutt inn um 17 prósent af íslenskum fiskútflutningi. „Það er bara milljón dollara spurninginn. Hvað verður um breska markaðinn,” segir Heiðrún Lind. Allar líkur séu þó á að hann verði áfram sterkur fyrir íslenskar sjávarafurðir en þar sé að mörgu að huga. „Í fyrsta lagi auðvitað tollakjör. Hver verða þau eftir Brexit. Í öðru lagi hvaða heilbrigðiskröfur verða gerðar. Það eru fyrirhugaðar breytingar á því kerfi. Svona hlutir geta auðvitað leitt til hökts eða breytinga á því hvort viðskipti séu fýsileg eða ekki,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Brexit Sjávarútvegur Bretland Tengdar fréttir Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34