Flýta banni við bensín- og dísilbílum um fimm ár Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 10:52 Bannað verður að selja nýja bensín- og dísilbíla á Bretlandi eftir 2035 samkvæmt áætlun ríkisstjórnar Boris Johnson. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin kynnti áform um að flýta banni við nýjum bensín- og dísilbílum um fimm ár í dag. Bannið á nú að taka gildi árið 2030 og vera liður í gera Bretland kolefnishlutlaust fyrir árið 2050. Upphaflega áttið bannið sem Boris Johnson, forsætisráðherra, kynnti í febrúar að taka gildi árið 2035. Það var á grundvelli laga sem voru samþykkt í fyrra um að Bretlandi nái kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Til þess þarf róttækar breytingar á flestum sviðum bresks samfélags, þar á meðal samgögnum. Reuters-fréttastofan segir að með áformunum verði sala á blendingsbílum og sendiferðabílum einnig bönnuð eftir 2035. Lagðar verða 582 milljónir punda, jafnvirði meira en 105 milljarða íslenskra króna, í styrki til þeirra sem kaupa bifreiðar sem losa ekkert eða mjög lítið kolefni. Í grein sem Johnson skrifaði í Financial Times í dag lagði hann áherslu á að endurreisn eftir efnahagskreppuna sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum verði umhverfisvæn. „Nú er tíminn til að búa sig undir grænan bata með sérfræðistörfum sem gefa fólki þá ánægju að vita að það sé að hjálpa til við að gera landið hreinna, grænna og fallegra,“ skrifaði Johnson. Hagsmunasamtök bílaiðnaðarins hafa tekið stefnu Johnson fagnandi. Styrkir vegna kaupa á umhverfisvænni bifreiðum eigi eftir að gera þær viðráðanlegri fyrir neytendur og þá skapist tækifæri fyrir fjárfestingar í grænum störfum í landinu. Bretland Loftslagsmál Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kynnti áform um að flýta banni við nýjum bensín- og dísilbílum um fimm ár í dag. Bannið á nú að taka gildi árið 2030 og vera liður í gera Bretland kolefnishlutlaust fyrir árið 2050. Upphaflega áttið bannið sem Boris Johnson, forsætisráðherra, kynnti í febrúar að taka gildi árið 2035. Það var á grundvelli laga sem voru samþykkt í fyrra um að Bretlandi nái kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Til þess þarf róttækar breytingar á flestum sviðum bresks samfélags, þar á meðal samgögnum. Reuters-fréttastofan segir að með áformunum verði sala á blendingsbílum og sendiferðabílum einnig bönnuð eftir 2035. Lagðar verða 582 milljónir punda, jafnvirði meira en 105 milljarða íslenskra króna, í styrki til þeirra sem kaupa bifreiðar sem losa ekkert eða mjög lítið kolefni. Í grein sem Johnson skrifaði í Financial Times í dag lagði hann áherslu á að endurreisn eftir efnahagskreppuna sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum verði umhverfisvæn. „Nú er tíminn til að búa sig undir grænan bata með sérfræðistörfum sem gefa fólki þá ánægju að vita að það sé að hjálpa til við að gera landið hreinna, grænna og fallegra,“ skrifaði Johnson. Hagsmunasamtök bílaiðnaðarins hafa tekið stefnu Johnson fagnandi. Styrkir vegna kaupa á umhverfisvænni bifreiðum eigi eftir að gera þær viðráðanlegri fyrir neytendur og þá skapist tækifæri fyrir fjárfestingar í grænum störfum í landinu.
Bretland Loftslagsmál Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira