Fyrsta andlát barns af völdum Covid í Noregi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 16:13 Barnið lést á sjúkrahúsi í Bergen. Vísir/getty Barn sem smitað var af kórónuveirunni lést í dag á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu í Bergen í Noregi. Barnið er það fyrsta sem deyr af völdum veirunnar í landinu, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Barnið var með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm, að sögn sjúkrahússins. Spítalinn hefur ekki veitt upplýsingar um aldur barnsins eða aðra hagi þess á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Líkt og áður segir er þetta í fyrsta sinn sem Covid-smitað barn deyr í Noregi - og raunar í fyrsta sinn sem einstaklingur yngri en 20 ára deyr vegna veirunnar, samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla sem vísa í opinberar tölur. Eit barn innlagt på Haukeland universitetssjukehus døydde onsdag av covid-relatert sjukdom. Barnet hadde ein alvorlig bakenforliggande diagnose. - Av omsyn til personvernet og etter familien sitt ønske, kommenterer vi ikkje saken ytterlegare.— Haukeland (@haukeland_no) November 18, 2020 Bjørn Guldvog landlæknir í Noregi segir í samtali við norska dagblaðið VG í dag að fregnirnar af andláti barnsins séu afar sorglegar. Málið sé áminning um að Covid-sýking geti verið alvarleg í börnum sem glími við undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir andlát barnsins koma heim og saman við það sem þegar er vitað um sjúkdóminn. Málið undirstriki jafnframt mikilvægi sóttvarna sem miði að því að forða áhættuhópum frá sýkingu. Heilbrigðisráðherrann Bent Høie og forsætisráðherrann Erna Solberg hafa sent aðstandendum barnsins samúðarkveðjur. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Noregi frá upphafi faraldursins og um þrjú hundruð látist af völdum Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Barn sem smitað var af kórónuveirunni lést í dag á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu í Bergen í Noregi. Barnið er það fyrsta sem deyr af völdum veirunnar í landinu, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Barnið var með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm, að sögn sjúkrahússins. Spítalinn hefur ekki veitt upplýsingar um aldur barnsins eða aðra hagi þess á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Líkt og áður segir er þetta í fyrsta sinn sem Covid-smitað barn deyr í Noregi - og raunar í fyrsta sinn sem einstaklingur yngri en 20 ára deyr vegna veirunnar, samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla sem vísa í opinberar tölur. Eit barn innlagt på Haukeland universitetssjukehus døydde onsdag av covid-relatert sjukdom. Barnet hadde ein alvorlig bakenforliggande diagnose. - Av omsyn til personvernet og etter familien sitt ønske, kommenterer vi ikkje saken ytterlegare.— Haukeland (@haukeland_no) November 18, 2020 Bjørn Guldvog landlæknir í Noregi segir í samtali við norska dagblaðið VG í dag að fregnirnar af andláti barnsins séu afar sorglegar. Málið sé áminning um að Covid-sýking geti verið alvarleg í börnum sem glími við undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir andlát barnsins koma heim og saman við það sem þegar er vitað um sjúkdóminn. Málið undirstriki jafnframt mikilvægi sóttvarna sem miði að því að forða áhættuhópum frá sýkingu. Heilbrigðisráðherrann Bent Høie og forsætisráðherrann Erna Solberg hafa sent aðstandendum barnsins samúðarkveðjur. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Noregi frá upphafi faraldursins og um þrjú hundruð látist af völdum Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira