Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan Heimsljós 19. nóvember 2020 10:42 Ljósmynd frá Suður-Súdan Rauði krossinn „Stuðningur Marel við verkefni Rauða krossins er ómetanlegur. Þetta gerir okkur kleift að styðja hundruð þúsunda fjölskyldna sem annars myndu búa við mikinn fæðuskort, auk alvarlegra afleiðinga vopnaðra átaka. Heimsfaraldur COVID-19 hefur veikt til mikilla muna stöðu viðkvæmra samfélaga sem á aðstoð þurfa að halda þegar athygli heimsins beinist að afleiðingum faraldursins, en önnur vandamál eru enn til staðar. Fæðuóöryggi og skortur er alvarlegt mál og við erum þakklát Marel sem er í fararbroddi fyrirtækja sem sýna samfélagslega ábyrgð í verki,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Marel hefur ákveðið að styrkja Rauða krossinn um eina milljón evra, um 162 milljónir íslenskra króna, en framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan. „Stríðsátök og ofbeldi undanfarinna ára hafa skilið eftir sig djúp sár í Suður Súdan. Þörfin á aðstoð er mikil en um það bil helmingur íbúa landsins hefur ekki nægan aðgang að mat. Stuðningur Marel og Rauða krossins á Íslandi mun gera okkur kleift að auka stuðning okkar við hundruð þúsunda fjölskyldna í Suður Súdan,“ segir Robert Mardini framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í frétt Rauða krossins á Íslandi. „Framtíðarsýn og tilgangur Marel er skýr. Við viljum stuðla að því að hágæða matvæli séu framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel í fréttinni. „Því miður hafa ekki allir aðgang að mat eða öðrum grundvallar nauðsynjum og við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að auka matvælaöryggi á heimsvísu. Samstarf okkar við Rauða krossinn er í samræmi við stefnu okkar um samfélagslega ábyrgð sem og áherslu okkar á framlag til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.“ Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur sinnt umfangsmiklu mannúðarstarfi á því landsvæði sem nú telur Suður-Súdan í yfir 40 ár, frá því áður en landið varð sjálfstætt ríki og stutt við landsfélag Rauða krossins. Í frétt Rauða krossins segir að undanfarin ár hafi ástandið í Suður-Súdan versnað, til viðbótar við átök hafi loftslagsbreytingar áhrif í landinu, en mikil flóð á þessu og síðasta ári hafi valdið uppskerubresti og minnkandi landbúnaðarframleiðslu. Stríðsátök hafi gert það að verkum að mjög erfitt hafi reynst að dreifa matvælum til þeirra sem þurfa á að halda. „Á þessu ári hefur svo heimsfaraldurinn bæst við og sett strik í reikninginn til viðbótar við mikla verðbólgu sem hefur skilað sér í mjög háu verðlagi matvæla í landinu. Ástandið í Suður Súdan hefur aldrei verið eins alvarlegt og þörfin á aðstoð því aldrei verið eins brýn og nú,“ segir í fréttinni. „Með fjárstuðningi Marel munu hundruð þúsunda einstaklinga í Suður-Súdan fá aðstoð með það að markmiði að verða sjálfbær um fæðu. Í því felst meðal annars að fjárfesta í fræjum og tækjum til þess að rækta jarðveg en einnig veiðafærum til að auka fjölbreytni í fæðuvali og bólusetningum til að auka heilbrigði búpenings,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir. Þetta er annað samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins. Í desember síðastliðnum undirrituðu Marel og Rauði krossinn á Íslandi fjögurra ára samstarfssamning um vatnsverkefnið One WASH í Malaví, langtímaverkefni sem stuðlar að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, hreinlæti og næringu á svæðum þar sem kólerufaraldur er útbreiddur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Suður-Súdan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent
„Stuðningur Marel við verkefni Rauða krossins er ómetanlegur. Þetta gerir okkur kleift að styðja hundruð þúsunda fjölskyldna sem annars myndu búa við mikinn fæðuskort, auk alvarlegra afleiðinga vopnaðra átaka. Heimsfaraldur COVID-19 hefur veikt til mikilla muna stöðu viðkvæmra samfélaga sem á aðstoð þurfa að halda þegar athygli heimsins beinist að afleiðingum faraldursins, en önnur vandamál eru enn til staðar. Fæðuóöryggi og skortur er alvarlegt mál og við erum þakklát Marel sem er í fararbroddi fyrirtækja sem sýna samfélagslega ábyrgð í verki,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Marel hefur ákveðið að styrkja Rauða krossinn um eina milljón evra, um 162 milljónir íslenskra króna, en framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan. „Stríðsátök og ofbeldi undanfarinna ára hafa skilið eftir sig djúp sár í Suður Súdan. Þörfin á aðstoð er mikil en um það bil helmingur íbúa landsins hefur ekki nægan aðgang að mat. Stuðningur Marel og Rauða krossins á Íslandi mun gera okkur kleift að auka stuðning okkar við hundruð þúsunda fjölskyldna í Suður Súdan,“ segir Robert Mardini framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í frétt Rauða krossins á Íslandi. „Framtíðarsýn og tilgangur Marel er skýr. Við viljum stuðla að því að hágæða matvæli séu framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel í fréttinni. „Því miður hafa ekki allir aðgang að mat eða öðrum grundvallar nauðsynjum og við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að auka matvælaöryggi á heimsvísu. Samstarf okkar við Rauða krossinn er í samræmi við stefnu okkar um samfélagslega ábyrgð sem og áherslu okkar á framlag til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.“ Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur sinnt umfangsmiklu mannúðarstarfi á því landsvæði sem nú telur Suður-Súdan í yfir 40 ár, frá því áður en landið varð sjálfstætt ríki og stutt við landsfélag Rauða krossins. Í frétt Rauða krossins segir að undanfarin ár hafi ástandið í Suður-Súdan versnað, til viðbótar við átök hafi loftslagsbreytingar áhrif í landinu, en mikil flóð á þessu og síðasta ári hafi valdið uppskerubresti og minnkandi landbúnaðarframleiðslu. Stríðsátök hafi gert það að verkum að mjög erfitt hafi reynst að dreifa matvælum til þeirra sem þurfa á að halda. „Á þessu ári hefur svo heimsfaraldurinn bæst við og sett strik í reikninginn til viðbótar við mikla verðbólgu sem hefur skilað sér í mjög háu verðlagi matvæla í landinu. Ástandið í Suður Súdan hefur aldrei verið eins alvarlegt og þörfin á aðstoð því aldrei verið eins brýn og nú,“ segir í fréttinni. „Með fjárstuðningi Marel munu hundruð þúsunda einstaklinga í Suður-Súdan fá aðstoð með það að markmiði að verða sjálfbær um fæðu. Í því felst meðal annars að fjárfesta í fræjum og tækjum til þess að rækta jarðveg en einnig veiðafærum til að auka fjölbreytni í fæðuvali og bólusetningum til að auka heilbrigði búpenings,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir. Þetta er annað samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins. Í desember síðastliðnum undirrituðu Marel og Rauði krossinn á Íslandi fjögurra ára samstarfssamning um vatnsverkefnið One WASH í Malaví, langtímaverkefni sem stuðlar að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, hreinlæti og næringu á svæðum þar sem kólerufaraldur er útbreiddur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Suður-Súdan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent