Ætla að loka Arecibo vegna hættu Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2020 20:55 Arecibo-útvarpssjónaukinn er talinn í hættu á að hrynja. AP/Danica Coto Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó verður ekki starfræktur lengur. Um mikið högg fyrir geimvísindamenn er að ræða en margir reiða sig á sjónaukann til að finna plánetur, smástirni og jafnvel vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Skemmdir hafa orðið á sjónaukanum og segja forsvarsmenn hans að of hættulegt sé að starfrækja hann áfram. National Science Foundation, sem er óháð stofnun en er fjármögnuð af ríkinu, á sjónaukann en vísindamenn við Háskóla Mið-Flórída, hafa séð um rekstur hans á undanförnum árum. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar og olli miklum skemmdum á sjónaukanum. Þegar hefja átti viðgerðir á honum fyrr í þessum mánuði gaf annar og mikilvægari vír sig. Sérfræðingar óttast að aukið álag sé nú á þeim vírum sem eftir eru og gefi fleiri sig gæti 900 tonna sjónaukinn hrunið til jarðar. Sjá einnig: Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkó. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Þá hefur sjónaukinn verið mjög vinsæll ferðamannastaður. Sjónaukinn samanstendur úr rúmlega 300 metra disk og 900 tonna palli sem hangir í um 150 metra hæð yfir diskinum. Forsvarsmenn Arecibo grunar að galli hafi leitt til þess að vírinn losnaði í sumar. Það kom verkfræðingum þó verulega á óvart þegar mikilvægari vírinn slitnaði svo fyrr í þessum mánuði. Talið var að hann væri einungis að halda um 60 prósent hámarksþyngdar hans. Þá segja áðurnefndir forsvarsmenn að jafnvel þó skemmdirnar yrðu lagaðar væri ekki hægt að nota sjónaukann til lengdar. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir NSF að taka, en öryggi fólks er í forgangi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Sean Jones, einum af yfirmönnum NSF. „Við gerum okkur grein fyrir því hve miklu Arecibo skiptir fyrir samfélagið og Púertó Ríkó.“ Hann sagði einnig að í rauninni væri engin leið í boði til að halda áfram rekstri sjónaukans og í senn tryggja öryggi fólks þar. Geimurinn Púertó Ríkó Bandaríkin Vísindi James Bond Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó verður ekki starfræktur lengur. Um mikið högg fyrir geimvísindamenn er að ræða en margir reiða sig á sjónaukann til að finna plánetur, smástirni og jafnvel vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Skemmdir hafa orðið á sjónaukanum og segja forsvarsmenn hans að of hættulegt sé að starfrækja hann áfram. National Science Foundation, sem er óháð stofnun en er fjármögnuð af ríkinu, á sjónaukann en vísindamenn við Háskóla Mið-Flórída, hafa séð um rekstur hans á undanförnum árum. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar og olli miklum skemmdum á sjónaukanum. Þegar hefja átti viðgerðir á honum fyrr í þessum mánuði gaf annar og mikilvægari vír sig. Sérfræðingar óttast að aukið álag sé nú á þeim vírum sem eftir eru og gefi fleiri sig gæti 900 tonna sjónaukinn hrunið til jarðar. Sjá einnig: Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkó. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Þá hefur sjónaukinn verið mjög vinsæll ferðamannastaður. Sjónaukinn samanstendur úr rúmlega 300 metra disk og 900 tonna palli sem hangir í um 150 metra hæð yfir diskinum. Forsvarsmenn Arecibo grunar að galli hafi leitt til þess að vírinn losnaði í sumar. Það kom verkfræðingum þó verulega á óvart þegar mikilvægari vírinn slitnaði svo fyrr í þessum mánuði. Talið var að hann væri einungis að halda um 60 prósent hámarksþyngdar hans. Þá segja áðurnefndir forsvarsmenn að jafnvel þó skemmdirnar yrðu lagaðar væri ekki hægt að nota sjónaukann til lengdar. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir NSF að taka, en öryggi fólks er í forgangi,“ hefur AP fréttaveitan eftir Sean Jones, einum af yfirmönnum NSF. „Við gerum okkur grein fyrir því hve miklu Arecibo skiptir fyrir samfélagið og Púertó Ríkó.“ Hann sagði einnig að í rauninni væri engin leið í boði til að halda áfram rekstri sjónaukans og í senn tryggja öryggi fólks þar.
Geimurinn Púertó Ríkó Bandaríkin Vísindi James Bond Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira