Gíbraltar og Færeyjar ofar en Ísland á forgangslistanum Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 11:01 Kári Árnason vonsvikinn eftir að hafa skallað rétt framhjá í síðasta leik Íslands í Þjóðadeildinni i ár, gegn Englandi. Getty/Carl Recine Eins dýrmæt og staða Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar reyndist liðinu í baráttunni um að komast á EM þá hjálpar Þjóðadeildin liðinu ekkert í baráttunni um að komast á HM. Lokastaða í Þjóðadeildinni réði því hvaða lið fóru í umspil um fjögur síðustu sætin á EM, umspilið sem Ísland lék í gegn Rúmeníu og svo Ungverjalandi á dögunum. Staðan í Þjóðadeildinni mun einnig hafa áhrif á umspil fyrir HM í Katar, en þó önnur og mun minni. Aðeins tvö lið komast nefnilega í HM-umspilið í gegnum Þjóðadeildina, og þau verða valin með öðrum hætti en áður. Að þessu sinni telur meira að hafa unnið riðil í D-deild en að hafa lent í 2. sæti í riðli í A-deild. Þess vegna eru Færeyjar og Gíbraltar hærra á forgangslistanum inn í umspilið fyrir HM, en Ísland. Tvö lið úr Þjóðadeildinni með í tólf liða HM-umspilinu Það er þó ólíklegt að frændur vorir Færeyingar komist í umspilið. Liðin sem unnu riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar, B-deild og C-deild, eru ofar á listanum. En ef þau enda öll í efsta eða næstefsta sæti síns riðils í undankeppni HM, þá geta Færeyingar farið í umspilið. Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar Í undankeppni HM verður leikið í tíu riðlum, efstu liðin komast beint á HM og liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil, með liðunum tveimur sem komast þangað sem sigurvegarar riðils í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi í síðasta leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Ísland leikur í B-deild árið 2022.Getty/Carl Recine Knattspyrnusamband Evrópu kom Þjóðadeildinni á laggirnar haustið 2018 og vegna frábærs árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta árin þar á undan þá var Ísland sett í A-deild, sem ein af tólf bestu þjóðum Evrópu. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á fyrstu leiktíð keppninnar og hefði fallið ef UEFA hefði ekki ákveðið að fjölga liðum í A-deild, úr 12 í 16. Eftir að hafa aftur tapað öllum leikjum sínum á annarri leiktíð Þjóðadeildarinnar, nú í haust, er Ísland hins vegar fallið niður í B-deild. Næsta leiktíð í Þjóðadeildinni verður árið 2022. Áætlað er að fjórir leikir verði í júní og tveir í september. HM hefst svo í Katar 21. nóvember sama ár. Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31 Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30 Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Eins dýrmæt og staða Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar reyndist liðinu í baráttunni um að komast á EM þá hjálpar Þjóðadeildin liðinu ekkert í baráttunni um að komast á HM. Lokastaða í Þjóðadeildinni réði því hvaða lið fóru í umspil um fjögur síðustu sætin á EM, umspilið sem Ísland lék í gegn Rúmeníu og svo Ungverjalandi á dögunum. Staðan í Þjóðadeildinni mun einnig hafa áhrif á umspil fyrir HM í Katar, en þó önnur og mun minni. Aðeins tvö lið komast nefnilega í HM-umspilið í gegnum Þjóðadeildina, og þau verða valin með öðrum hætti en áður. Að þessu sinni telur meira að hafa unnið riðil í D-deild en að hafa lent í 2. sæti í riðli í A-deild. Þess vegna eru Færeyjar og Gíbraltar hærra á forgangslistanum inn í umspilið fyrir HM, en Ísland. Tvö lið úr Þjóðadeildinni með í tólf liða HM-umspilinu Það er þó ólíklegt að frændur vorir Færeyingar komist í umspilið. Liðin sem unnu riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar, B-deild og C-deild, eru ofar á listanum. En ef þau enda öll í efsta eða næstefsta sæti síns riðils í undankeppni HM, þá geta Færeyingar farið í umspilið. Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar Í undankeppni HM verður leikið í tíu riðlum, efstu liðin komast beint á HM og liðin í 2. sæti fara í 12 liða umspil, með liðunum tveimur sem komast þangað sem sigurvegarar riðils í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi í síðasta leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Ísland leikur í B-deild árið 2022.Getty/Carl Recine Knattspyrnusamband Evrópu kom Þjóðadeildinni á laggirnar haustið 2018 og vegna frábærs árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta árin þar á undan þá var Ísland sett í A-deild, sem ein af tólf bestu þjóðum Evrópu. Ísland tapaði öllum leikjum sínum á fyrstu leiktíð keppninnar og hefði fallið ef UEFA hefði ekki ákveðið að fjölga liðum í A-deild, úr 12 í 16. Eftir að hafa aftur tapað öllum leikjum sínum á annarri leiktíð Þjóðadeildarinnar, nú í haust, er Ísland hins vegar fallið niður í B-deild. Næsta leiktíð í Þjóðadeildinni verður árið 2022. Áætlað er að fjórir leikir verði í júní og tveir í september. HM hefst svo í Katar 21. nóvember sama ár.
Eftirtaldar þjóðir unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Efstu tvær þjóðirnar á þessum lista, sem ekki enda í tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppni HM, fara í umspil um sæti á HM í Katar. Forgangslisti í HM-umspilið: Frakkland Belgía Ítalía Spánn Wales Austurríki Tékkland Ungverjaland Slóvenía Svartfjallaland Albanía Armenía Gíbraltar Færeyjar
Þjóðadeild UEFA HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31 Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30 Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30 Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Grýtt leið Íslands að HM í Katar Nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla á fyrir höndum erfiða undankeppni fyrir HM í Katar sem hefst á 2-3 útileikjum í mars. 20. nóvember 2020 09:31
Liðin sem verða með Íslandi í B-deild næstu Þjóðadeildar Íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar hún fer fram næst. 19. nóvember 2020 13:30
Ísland mun hrynja niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku. 19. nóvember 2020 11:30
Gáfu Guðna Bergs hugmyndir um hver ætti að vera næsti landsliðsþjálfari Guðni Bergsson, formaður KSÍ, liggur undir feldi næstu vikurnar en hann þarf nú að finna nýjan þjálfara á karlalandsliðið. Gott væri að byrja á því að skoða þennan lista. 18. nóvember 2020 09:30