KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2020 09:01 KA-menn fagna Íslandsmeistaratitli sínum á forsíðu íþróttakálfs DV 18. september 1989 og til hliðar má sjá Alfons Sampsted og félaga í norska félaginu Bodö/Glimt fagna sigri sínum í gær. Skjámynd/Timarit.is/DV/Twitter@Glimt Íslenskur landsliðsbakvörður hjálpaði Norðmönnum að eignast heimsmet sem hefur verið í eigu okkar Íslendinga í meira en 31 ár. Alfons Sampsted og félagar í norska félaginu Bodö/Glimt tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn og um leið nýtt heimsmet. KA á Akureyri var þangað til í gær það nyrsta félagið sem hafði orðið landsmeistari í knattspyrnu í heiminum. Eftir sigur Bodö/Glimt í gær þá eiga Norðmenn nú heimsmetið. - FK Bodø/Glimt (@Glimt) win the 2020 Eliteserien to become the northernmost top flight champions ever in the world, beating Iceland's KA Akureyri (1989 champions). #eliteserien #bodøglimt— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 22, 2020 Bodö/Glimt spilar heimaleiki sína á Aspmyra leikvanginum í Bodö sem er á 67. breiddargráðu (67°16′35.9″N). Akureyri er aftur á móti aðeins sunnar eða á 65 breiddargráðu (65°41′9.9″N). Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem Bodö/Glimt vinnur norsku deildina en liðið varð í öðru sæti í fyrra og hafði einnig þurft að sætta sig við silfurverðlaun 1977, 1993 og 2003. Íslenski bakvörðurinn átti annars frábæra viku því nokkrum dögum fyrr komst hann með íslenska 21 árs landsliðinu á EM. Eini Íslandsmeistaratitill KA-manna er frá árinu 1989 þegar félagið varð meistari undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og með Þorvald Örlygsson sem besta leikmann. Legenda lev lenger! pic.twitter.com/07YdwmWQcr— FK Bodø/Glimt (@Glimt) November 22, 2020 Það munaði reyndar litlu að KA-menn misstu heimsmetið strax árið eftir því sumarið 1970 þá varð Tromsö í öðru sæti í norsku deildinni. Tromsö er enn norðar en Bodö eða á 70. breiddargráðu og en hefur aldrei náð að vinna norsku deildina. Tromsö liðið gæti hins vegar tekið þetta heimsmet af Bodö verði liðið norskur meistari í framtíðinni. Tromsö er í norsku b-deildinni í dag en er á toppi hennar og spilar því væntanlega í úrvalsdeildinni árið 2021. Norski boltinn Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Íslenskur landsliðsbakvörður hjálpaði Norðmönnum að eignast heimsmet sem hefur verið í eigu okkar Íslendinga í meira en 31 ár. Alfons Sampsted og félagar í norska félaginu Bodö/Glimt tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn og um leið nýtt heimsmet. KA á Akureyri var þangað til í gær það nyrsta félagið sem hafði orðið landsmeistari í knattspyrnu í heiminum. Eftir sigur Bodö/Glimt í gær þá eiga Norðmenn nú heimsmetið. - FK Bodø/Glimt (@Glimt) win the 2020 Eliteserien to become the northernmost top flight champions ever in the world, beating Iceland's KA Akureyri (1989 champions). #eliteserien #bodøglimt— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 22, 2020 Bodö/Glimt spilar heimaleiki sína á Aspmyra leikvanginum í Bodö sem er á 67. breiddargráðu (67°16′35.9″N). Akureyri er aftur á móti aðeins sunnar eða á 65 breiddargráðu (65°41′9.9″N). Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem Bodö/Glimt vinnur norsku deildina en liðið varð í öðru sæti í fyrra og hafði einnig þurft að sætta sig við silfurverðlaun 1977, 1993 og 2003. Íslenski bakvörðurinn átti annars frábæra viku því nokkrum dögum fyrr komst hann með íslenska 21 árs landsliðinu á EM. Eini Íslandsmeistaratitill KA-manna er frá árinu 1989 þegar félagið varð meistari undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og með Þorvald Örlygsson sem besta leikmann. Legenda lev lenger! pic.twitter.com/07YdwmWQcr— FK Bodø/Glimt (@Glimt) November 22, 2020 Það munaði reyndar litlu að KA-menn misstu heimsmetið strax árið eftir því sumarið 1970 þá varð Tromsö í öðru sæti í norsku deildinni. Tromsö er enn norðar en Bodö eða á 70. breiddargráðu og en hefur aldrei náð að vinna norsku deildina. Tromsö liðið gæti hins vegar tekið þetta heimsmet af Bodö verði liðið norskur meistari í framtíðinni. Tromsö er í norsku b-deildinni í dag en er á toppi hennar og spilar því væntanlega í úrvalsdeildinni árið 2021.
Norski boltinn Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira