Kaldhæðni örlaganna að fá fyrsta vetrarstorminn þegar björgunarþyrlur verða ekki til taks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 15:24 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/vilhelm „Það er ekkert sem réttlætir það að björgunarþyrlur séu ekki tiltækar,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Líkt og fram hefur til komið verður frá miðnætti engin þyrla laus í útköll næstu tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu þeirra við ríkið hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur í dag. Albertína sagði ábyrgð ríkisvaldsins mikla og að kalla megi það kaldhæðni örlaganna að í kvöld sé varað við fyrsta vetrarstorminum. „Viðvaranir Veðurstofunnar hafa eflaust vakið ugg í brjósti þeirra fjölmörgu sem lifðu storm eftir storm síðasta vetur og óttast eðlilega að það versta.“ Í máli Albertínu kom fram að Landhelgisgæslan hafi farið í 280 útköll á síðasta ári. „Tveir þriðju þeirra voru vegna alvarlegra slysa eða veikinda og þriðjungur vegna björgunaraðgerða sem þýðir að það eru um 63% líkur á útkalli næstu tvo daga,“ sagði Albertína. Frá miðnætti verða þyrlur Landhelgisgæslunnar ekki til taks í tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja.Vísir/Vilhelm Þetta sé óásættanleg staða sem kalli á heildarumræðu um skipulag almannavarna í landinu. „Þá verðum við að spyrja okkur hvort eðlilegt sé að allt viðbragðskerfið sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu og skoða það vandlega hvort réttast væri að dreifa viðbragðsaðilum um landið til að stytta viðbragðstíma þeirra,“ sagði Albertína. „Við búum í dreifbýlu landi með fjölmörgum fjallvegum. Við búum í landi sem byggir á sjósókn og ef vel ætti að vera ættum við að hafa að minnsta kosti þrjár þyrlur til taks.“ Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
„Það er ekkert sem réttlætir það að björgunarþyrlur séu ekki tiltækar,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Líkt og fram hefur til komið verður frá miðnætti engin þyrla laus í útköll næstu tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu þeirra við ríkið hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur í dag. Albertína sagði ábyrgð ríkisvaldsins mikla og að kalla megi það kaldhæðni örlaganna að í kvöld sé varað við fyrsta vetrarstorminum. „Viðvaranir Veðurstofunnar hafa eflaust vakið ugg í brjósti þeirra fjölmörgu sem lifðu storm eftir storm síðasta vetur og óttast eðlilega að það versta.“ Í máli Albertínu kom fram að Landhelgisgæslan hafi farið í 280 útköll á síðasta ári. „Tveir þriðju þeirra voru vegna alvarlegra slysa eða veikinda og þriðjungur vegna björgunaraðgerða sem þýðir að það eru um 63% líkur á útkalli næstu tvo daga,“ sagði Albertína. Frá miðnætti verða þyrlur Landhelgisgæslunnar ekki til taks í tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja.Vísir/Vilhelm Þetta sé óásættanleg staða sem kalli á heildarumræðu um skipulag almannavarna í landinu. „Þá verðum við að spyrja okkur hvort eðlilegt sé að allt viðbragðskerfið sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu og skoða það vandlega hvort réttast væri að dreifa viðbragðsaðilum um landið til að stytta viðbragðstíma þeirra,“ sagði Albertína. „Við búum í dreifbýlu landi með fjölmörgum fjallvegum. Við búum í landi sem byggir á sjósókn og ef vel ætti að vera ættum við að hafa að minnsta kosti þrjár þyrlur til taks.“
Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira