Segir framtíð landsins hafa gleymst í faraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2020 20:31 Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum, og Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Vísir/Arnar Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri. Börn á leik- og grunnskólaaldri fengu að æfa íþróttir á ný í síðustu viku. Ungmenni á menntaskólaaldri voru ekki svo heppin. Íþróttafélögin óttast varanlegan skaða á þessum aldurshópi. Í Gerplu eru um 2000 iðkendur og eru þar uppi áhyggjur af brottfalli og þunglyndi þeirra sem eru 16 ára og eldri. „Einhvern veginn finnst mér of langt gengið gagnvart þessari kynslóð. Þau eru algjörlega týnd alls staðar. Þau fá ekki að fara í skóla og þau fá ekki að fara í íþróttir og þau mega ekki hittast. Mér finnst þau algjörlega úti í kuldanum. Þetta er viðkvæmur aldur, þetta er framtíð landsins. Ég held að afleiðingarnar af þessu eigi ekki eftir að koma að fullu í ljós fyrr en seinna meir,“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Afrekshópur Gerplu er aðeins toppurinn á ísjakanum í starfi félagsins. „Við erum með stóran hóp sem er hér út af félagslega þættinum. Hópfimleikar eru hópíþrótt. Þetta er framhald af skólanum þar sem þau hittast. Félagslegi hlutinn af þessu er mjög stór. Við erum að tala um alla okkar iðkendur sextán ára og eldri sem eru í hópfimleikum, áhaldafimleikum, parkour og fimleikar fyrir fatlaða. Þetta eru allt einstaklingar sem eru einangraðir heima hjá sér.“ Það tekur mánuð að vinna upp hverja viku sem ekki má æfa. Þau óttast mjög um efnilega kynslóð. Vel væri hægt að skipuleggja æfingar innan sóttvarnaaðgerða þar sem passað yrði upp á hreinlæti, fjarlægðarmörk og blöndun hópa. „Mín tilfinning er að stelpurnar í mínu liði sem eru á menntaskólaaldri séu í mjög viðkvæmum hópi varðandi brottfall. Þetta er gífurlega mikilvæg kynslóð sem mun verða mjög sterk í íþróttinni ef við höldum henni inni,“ segir Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum. Víða sé æft í löndunum í kring. „Og þetta eru keppinautarnir. Manni finnst maður ekki vera á sama grunni og þau, sem er eitthvað sem er erfitt að horfa upp á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri. Börn á leik- og grunnskólaaldri fengu að æfa íþróttir á ný í síðustu viku. Ungmenni á menntaskólaaldri voru ekki svo heppin. Íþróttafélögin óttast varanlegan skaða á þessum aldurshópi. Í Gerplu eru um 2000 iðkendur og eru þar uppi áhyggjur af brottfalli og þunglyndi þeirra sem eru 16 ára og eldri. „Einhvern veginn finnst mér of langt gengið gagnvart þessari kynslóð. Þau eru algjörlega týnd alls staðar. Þau fá ekki að fara í skóla og þau fá ekki að fara í íþróttir og þau mega ekki hittast. Mér finnst þau algjörlega úti í kuldanum. Þetta er viðkvæmur aldur, þetta er framtíð landsins. Ég held að afleiðingarnar af þessu eigi ekki eftir að koma að fullu í ljós fyrr en seinna meir,“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Afrekshópur Gerplu er aðeins toppurinn á ísjakanum í starfi félagsins. „Við erum með stóran hóp sem er hér út af félagslega þættinum. Hópfimleikar eru hópíþrótt. Þetta er framhald af skólanum þar sem þau hittast. Félagslegi hlutinn af þessu er mjög stór. Við erum að tala um alla okkar iðkendur sextán ára og eldri sem eru í hópfimleikum, áhaldafimleikum, parkour og fimleikar fyrir fatlaða. Þetta eru allt einstaklingar sem eru einangraðir heima hjá sér.“ Það tekur mánuð að vinna upp hverja viku sem ekki má æfa. Þau óttast mjög um efnilega kynslóð. Vel væri hægt að skipuleggja æfingar innan sóttvarnaaðgerða þar sem passað yrði upp á hreinlæti, fjarlægðarmörk og blöndun hópa. „Mín tilfinning er að stelpurnar í mínu liði sem eru á menntaskólaaldri séu í mjög viðkvæmum hópi varðandi brottfall. Þetta er gífurlega mikilvæg kynslóð sem mun verða mjög sterk í íþróttinni ef við höldum henni inni,“ segir Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum. Víða sé æft í löndunum í kring. „Og þetta eru keppinautarnir. Manni finnst maður ekki vera á sama grunni og þau, sem er eitthvað sem er erfitt að horfa upp á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira