Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 21:30 Skotar hafa samþykkt lög sem kveða á um að öllum þeim sem á þurfi að halda verði tryggðar gjaldfrjálsar tíðarvörur. Getty Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Það var Monica Lennon, þingkona Verkamannaflokksins, sem lagði fram frumvarpið en hún hefur frá árinu 2016 barist fyrir því að binda endi á svokallaða „blæðinga-fátækt“ (e. period poverty). Hún segir löggjöfina „praktíska og framsækna“ sem ekki sé síður áríðandi nú á tímum heimsfaraldurs. „Blæðingar hætta ekki þrátt fyrir heimsfaraldur og vinnan að því að bæta aðgengi að nauðsynlegum túrtöppum, dömubindum og margnota tíðarvörum hefur aldrei áður verið mikilvægari,“ er haft eftir Lennon í frétt BBC. „Blæðinga-fátækt,“ vísar til þeirra sem ekki hafa efni á að kaupa nauðsynlegar tíðarvörur sökum lágra tekna. Sé miðað við að blæðingar standi að jafnaði yfir í fimm daga má ætla að kostnaður vegna tíðarvara í hverjum tíðarhring nemi allt að átta pundum samkvæmt frétt BBC, eða um 1.450 íslenskum krónum. Samkvæmt rannsókn sem náði til ríflega tvö þúsund þátttakenda sögðust einn af hverjum fjórum þátttakendum sem stunda nám í framhalds- eða háskóla eiga erfitt með að leggja út fyrir tíðarvörum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 10% stúlkna á Bretlandi ekki efni á tíðarvörum, 15% segjast eiga erfitt með að leggja út fyrir slíkum vörum og 19% segjast kaupa óhentugri en ódýrari vöru í ljósi kostnaðar þeirrar vöru sem þær vildu heldur nota. Finna fyrir skömm Auk þess að tryggja gjaldfrjálsar tíðarvörur er frumvarpinu ætlað að taka á fordómum gegn blæðingum. Rannsakendur segja þetta vandamál einkum eiga við um ungar stúlkur en samkvæmt rannsókninni höfðu 71% stúlkna á aldrinum 14-21 árs fundið fyrir skömm við það að kaupa tíðarvörur. Líkt og áður segir leggur frumvarpið þá skyldu á herðar 32 sveitarstjórnum í Skotlandi að tryggja öllum sem á þurfa að halda aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum. Það verður síðan undir hverju sveitarfélagi fyrir sig komið að ákveða með hvaða hætti þetta aðgengi verður tryggt. Þessi nýju lög í Skotlandi hafa vakið umræðu víðar um heim, meðal annars í Danmörku en Danska ríkisútvarpið hélt úti umræðuþræði í beinni útsendingu á vef sínum í kvöld um það hvort tíðarvörur ættu að vera gjaldfrjálsar í Danmörku þar sem lesendum gafst tækifæri til að senda inn spurningar og taka þátt í umræðunni. Alþingi samþykkti í fyrra frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi niður í það neðra og tóku lögin þegar gildi. Skattar og tollar Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Það var Monica Lennon, þingkona Verkamannaflokksins, sem lagði fram frumvarpið en hún hefur frá árinu 2016 barist fyrir því að binda endi á svokallaða „blæðinga-fátækt“ (e. period poverty). Hún segir löggjöfina „praktíska og framsækna“ sem ekki sé síður áríðandi nú á tímum heimsfaraldurs. „Blæðingar hætta ekki þrátt fyrir heimsfaraldur og vinnan að því að bæta aðgengi að nauðsynlegum túrtöppum, dömubindum og margnota tíðarvörum hefur aldrei áður verið mikilvægari,“ er haft eftir Lennon í frétt BBC. „Blæðinga-fátækt,“ vísar til þeirra sem ekki hafa efni á að kaupa nauðsynlegar tíðarvörur sökum lágra tekna. Sé miðað við að blæðingar standi að jafnaði yfir í fimm daga má ætla að kostnaður vegna tíðarvara í hverjum tíðarhring nemi allt að átta pundum samkvæmt frétt BBC, eða um 1.450 íslenskum krónum. Samkvæmt rannsókn sem náði til ríflega tvö þúsund þátttakenda sögðust einn af hverjum fjórum þátttakendum sem stunda nám í framhalds- eða háskóla eiga erfitt með að leggja út fyrir tíðarvörum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 10% stúlkna á Bretlandi ekki efni á tíðarvörum, 15% segjast eiga erfitt með að leggja út fyrir slíkum vörum og 19% segjast kaupa óhentugri en ódýrari vöru í ljósi kostnaðar þeirrar vöru sem þær vildu heldur nota. Finna fyrir skömm Auk þess að tryggja gjaldfrjálsar tíðarvörur er frumvarpinu ætlað að taka á fordómum gegn blæðingum. Rannsakendur segja þetta vandamál einkum eiga við um ungar stúlkur en samkvæmt rannsókninni höfðu 71% stúlkna á aldrinum 14-21 árs fundið fyrir skömm við það að kaupa tíðarvörur. Líkt og áður segir leggur frumvarpið þá skyldu á herðar 32 sveitarstjórnum í Skotlandi að tryggja öllum sem á þurfa að halda aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum. Það verður síðan undir hverju sveitarfélagi fyrir sig komið að ákveða með hvaða hætti þetta aðgengi verður tryggt. Þessi nýju lög í Skotlandi hafa vakið umræðu víðar um heim, meðal annars í Danmörku en Danska ríkisútvarpið hélt úti umræðuþræði í beinni útsendingu á vef sínum í kvöld um það hvort tíðarvörur ættu að vera gjaldfrjálsar í Danmörku þar sem lesendum gafst tækifæri til að senda inn spurningar og taka þátt í umræðunni. Alþingi samþykkti í fyrra frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi niður í það neðra og tóku lögin þegar gildi.
Skattar og tollar Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira