BSRB mótmælir aðhaldskröfu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 12:30 Formannaráð BSRB segir að lækkun tryggingargjald á næsta ári sé sambærileg fjárhæð og sá halli sem spítalinn glími við. Vísir/Hanna Formannaráð BSRB segir ótækt að gera aðhaldskröfu í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og í kjölfar hans. Þess í stað eigi að auka fjárveitinga í heilbrigðiskerfið. Formannaráð BSRB mótmælir harðlega aðhaldskröfu í rekstri heilbrigðisþjónustu. Þess í stað segir ráðið þörf á því að veita fjármagni í heilbrigðiskerfið og bæta Landspítalanum upp áralangt fjársvelti. Þeta kemur fram í ályktun frá ráðinu sem samþykkt var nú í morgun. Þar er vísað til að með lækkun tryggingargjalds á næsta ári verði ríkið af um fjórum milljörðum króna, sem sé sambærileg fjárhæð og sá halli sem spítalinn glími nú við. „Útgjöld til heilbrigðismála voru hlutfallslega lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum áður en faraldurinn skall á. Undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins er því gamalkunnur vandi sem þarf að vinda ofan af. Heimsfaraldurinn hefur aukið skilning á mikilvægi grunnstoða samfélagsins og augljóst að fjárfesting í heilbrigðisþjónustu og öðrum grunninnviðum er gríðarlega mikilvæg fyrir allt samfélagið,“ segir í ályktuninni. Þar segir enn fremur að starfsfólk almannaþjónustunnar hafi unnið þrekvirki í faraldri nýju kórónuveirunnar og löngu sé tímabært að bæta starfsumhverfi þeirra. Verði ekki horfið frá aðhaldskröfunni gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu starfsfólksins. „Formannaráðið kallar eftir því að starfsfólk í framlínu fái álagsgreiðslur í samræmi við þá áhættu sem það hefur tekið og þau þrekvirki sem það hefur unnið í baráttu við veiruna. Þá þarf að tryggja framlínufólki allan þann stuðning sem nauðsynlegur er til að takast á við líkamlegt og andlegt álag vegna þeirra starfa í baráttunni gegn heimsfaraldrinum.“ Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47 Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Formannaráð BSRB mótmælir harðlega aðhaldskröfu í rekstri heilbrigðisþjónustu. Þess í stað segir ráðið þörf á því að veita fjármagni í heilbrigðiskerfið og bæta Landspítalanum upp áralangt fjársvelti. Þeta kemur fram í ályktun frá ráðinu sem samþykkt var nú í morgun. Þar er vísað til að með lækkun tryggingargjalds á næsta ári verði ríkið af um fjórum milljörðum króna, sem sé sambærileg fjárhæð og sá halli sem spítalinn glími nú við. „Útgjöld til heilbrigðismála voru hlutfallslega lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum áður en faraldurinn skall á. Undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins er því gamalkunnur vandi sem þarf að vinda ofan af. Heimsfaraldurinn hefur aukið skilning á mikilvægi grunnstoða samfélagsins og augljóst að fjárfesting í heilbrigðisþjónustu og öðrum grunninnviðum er gríðarlega mikilvæg fyrir allt samfélagið,“ segir í ályktuninni. Þar segir enn fremur að starfsfólk almannaþjónustunnar hafi unnið þrekvirki í faraldri nýju kórónuveirunnar og löngu sé tímabært að bæta starfsumhverfi þeirra. Verði ekki horfið frá aðhaldskröfunni gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu starfsfólksins. „Formannaráðið kallar eftir því að starfsfólk í framlínu fái álagsgreiðslur í samræmi við þá áhættu sem það hefur tekið og þau þrekvirki sem það hefur unnið í baráttu við veiruna. Þá þarf að tryggja framlínufólki allan þann stuðning sem nauðsynlegur er til að takast á við líkamlegt og andlegt álag vegna þeirra starfa í baráttunni gegn heimsfaraldrinum.“
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47 Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47
Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05