„Þessum pistli er ætlað að vera hvatningarpistill til karla“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. nóvember 2020 21:28 Andrea Hjálmsdóttir lektor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri segir að það sé til mikils að vinna fyrir íslenskar fjölskyldur að dreifa vinnuálaginu heima fyrir. Aðsend mynd Andrea er félagsfræðingur og lektor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hún ásamt samstarfskonu sinni Valgerði S. Bjarnadóttir, nýdoktor við Háskóla Íslands hefur að undanförnu verið að vinna að rannsókn á breytingum á heimilislífi á tímum Covid-19 sérstaklega hvað varðar áhrif samkomutakmarkana á fjölskyldulíf og verkaskiptingu. „Það er nefnilega þannig í jafnréttisparadísinni Íslandi að mæður bera enn meiri ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi.“ Þetta segir Andrea Hjálmsdóttir í pistli sem hún birti á síðunni Akureyri.net í gær. Pistilinn segir hún hvatningarpistil. Þessum pistli er ætlað að vera hvatningapistill til karla að taka enn meiri þátt inni á heimilunum. Ekki bara á tímum faraldursins heldur alltaf. Ekki bara að elda eða henda sneiðum á grillið heldur að taka þátt í skipulagningu heimilishaldsins. Andrea er félagsfræðingur og lektor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hún ásamt samstarfskonu sinni Valgerði S. Bjarnadóttir, nýdoktor við Háskóla Íslands hefur að undanförnu verið að vinna að rannsókn á breytingum á heimilislífi á tímum Covid-19 sérstaklega hvað varðar áhrif samkomutakmarkana á fjölskyldulíf og verkaskiptingu. „Við unnum með tæplega 50 manna úrtak foreldra sem eru með börn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Þau fylltu út dagbókarform í tvær vikur í fyrstu bylgju faraldursins auk þess sem við báðum þau um að skrifa opnar hugleiðingar um þær breytingar sem þau upplifðu á daglegu lífi. Við höfum svo unnið sérstaklega með hugleiðingar frá mæðrunum og það kemur sterkt fram hjá þeim hvað verkstjórn og skipulag heimilisins varðar að þá virðist falla mjög mikið á herðar kvenna.“ Úrtakið var sjálfvalið úrtak og á endanum segir Andrea að mun fleiri konur hafi tekið þátt en karlar. „Konurnar voru duglegri við að skrifa opnar hugleiðingar þannig að þegar upp var staðið þá vorum við með mun ríkari gögn frá konunum og þess vegna ákváðum við að fókusera á frásagnir þeirra. Það virðist því miður vera erfiðara að fá karla til þátttöku en það væri mjög eftirsóknarvert að bæta úr því.“ Álag á mæðrum og konum aukist í faraldrinum Í kjölfar samkomutakmarkana segir Andrea að heimilin hafi skyndilega fengið í fangið þá vinnu sem venjulega fer fram utan heimilis og að þessi auka vinna virtist frekar lenda á mæðrum. „Það sést kannski skýrar núna þessi munur á verkaskiptingunni inn á heimilunum því að fólk hefur verið að verja meiri tíma saman heima við. Það er þessi hugræna byrði (e. mental load) sem er ósýnileg en mjög tímafrek. Þessa byrði bera konur í miklu meiri mæli en karlar. Þetta eru hlutir eins og skipulagning heimilishaldsins og heimilislífsins. Kaupa gjafir fyrir jóladagatalið, skipuleggja tómstundirnar, hvenær á að sækja og skutla á æfingar, finna til æfingafötin, gera nestið klárt og fleira í þessum dúr. Þetta svokallaða utanumhald sem er alltof oft vanmetið en á sama tíma mjög krefjandi.“ Andrea segir rannsóknir gefa það sterklega til kynna að ólaunuð vinna kvenna hafi aukist mjög mikið í faraldrinum og konur hafi þurft að minnka við sig starfshluttfall eða jafnvel hverfa af vinnumarkaði. Getty Mikið af erlendum rannsóknum eru nú að birtast um áhrif á fjölskyldulíf á tímum kórónufaraldursins og segir Andrea þær margar sýna að álag á mæðrum og konum í gangkynhneigðum parasamböndum hefur aukist heima fyrir. Hún segir flesta meðvitaða um að verkstjórn á vinnustöðum krefjist mikillar vinnu og fyrir það fái verkstjórar greitt sérstaklega. Það er líka heilmikil vinna að skipuleggja heimilishald fjölskyldu, en það er bæði ólaunuð og oft ósýnileg vinna og svakalega lýjandi. Það eru mjög margar rannsóknir að koma út núna í kjölfar Covid og gefa þær flestar sterklega til kynna að ólaunuð vinna kvenna hefur aukist mjög mikið í faraldrinum. Konur eru jafnvel að minnka við sig starfshlutfall vegna álags heima fyrir eða jafnvel hverfa af vinnumarkaði. Mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun hér á landi. Opin umræða um heimilin og verkaskiptingu segir Andrea mjög þarfa og það sé til mikils að vinna fyrir íslenskar fjölskyldur að dreifa vinnuálaginu heima fyrir. Hún segir hlutverk í fjölskyldunum vera félagslega lærð og því vel hægt að breyta þeim. „Við höfum núna tækifæri til þess að breyta hlutverkunum og jafna verkefnin. Við þurfum bara að opna betur umræðuna um heimilin. Við tölum um hvað við erum frábær í jafnréttismálum í alþjóðlegu samhengi en þær mælingar eru í raun bara að mæla opinbera lífið en ekki stöðuna á heimilunum.“ Hefur aldrei hitt konu sem segist elska það að þrífa Nú eru jólin á næsta leyti og er viðbúið að fjölskyldur hafi í mörg horn að líta við skipulagningu og undirbúning. Andrea segir að álag geti aukist verulega inn á heimilum. „Núna í kjölfar Covid brotna ábyggilega upp einhverjar hefðir og rútínur en jólin eru vissulega tími þar sem þarf að huga að mörgu tengdu fjölskyldunni og jólahaldinu. Það eru ýmisleg verkefni sem liggja fyrir eins og að skipuleggja jólagjafainnkaup, kaupa jólagjafirnar, skreyta húsið, þrífa, baka og halda í hefðir.“ Að konan beri ábyrgð á því að heimilið sé hreint og fallegt og börnin séu vel hirt segir Andrea vera samfélagslega viðurkenndara. Getty Gæti það mögulega verið að konur hafi meiri þörf fyrir það að hafa hreint, baka og skipuleggja? Ég hef aldrei hitt konu sem segist elska það að þrífa, en það heyrist oft sú röksemdarfærsla karlmanna. „Ég er bara með hærri skítastuðul en hún“ eða „Það er ekki ég sem heimta að það verði bakað og skreytt“. En vilja þeir vera í óskreyttum og óhreinum húsum? Stundum virkar þetta eins og afsakanir fyrir minni þátttöku en mér finnst mjög forvitnilegt að skoða þessi lærðu kynjahlutverk. Þetta er svo gott dæmi um það hvernig það er samfélagslega viðurkenndara að konan beri meiri ábyrgð á því að heimilin séu falleg og börnin vel hirt. Rannsóknir hafa sýnt fram á breytta hegðun feðra í umönnun barna vegna lengra fæðingarorlofs og segir Andrea að mögulega geti meiri samvera heima við opnað augu karlmanna fyrir öllu því utanumhaldi sem konur sinna í meira mæli þar. „Ég hef ekkert fyrir mér í því en vonandi verður þetta til þess að karlmenn sjái betur þau ósýnilegu störf sem konur sinna og hversu mikill tími fer í þau. Þó svo að bæði konur og karlar séu að vinna heima þá hafa rannsóknir sýnt það að karlar taka sér meiri tíma til þess að sinna bara vinnunni meðan að konur fara í það að reyna að sinna heimilinu og vinnunni í einu. Karlar eru líklegri til að taka sér þann tíma sem þeir þurfa.“ Hvað getur fólk gert að þínu mati til að jafna út þessa verkaskiptingu á heimilinum? „Fólk vill forðast það að tuða og þess vegna eru konur stundum líklegri til að gera bara hlutina í stað þess þurfa að biðja um að þeir séu gerðir og upplifa sig sem tuðara. Þarna er kannski hægt að staldra við og taka ákvarðanir meira saman og setja hvort annað betur inn í málin.“ Eins órómantískt og það er þá er nauðsynlegt að ræða og setja upp ákveðna verkaskiptingu og gleyma ekki þeim verkefnum sem koma að skipulagningunni. Það þarf að fara vel yfir allt sem þarf að gera á hreinskilinn hátt, út frá tíma og mikilvægi. „Fólk í parasamböndum þarf til dæmis að ræða það vel hvernig það ætlar að skipuleggja jólin. Hvaða verkefni liggja fyrir, hver ætlar að gera hvað. Fólk þarf líka að gera sér grein fyrir því hvað það fer mikill tími í hvert verkefni.“ Að lokum segir Andrea að sumar rannsóknir bendi til þess að jafnari verkaskiptingu fylgi meira ástríki í parasamböndum svo að það er svo sannarlega þess virði að skoða þessi mál vel. Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku „Ég hef aldrei verið mikil matarmanneskja, borðað fáar tegundir og einhæft. Það hins vegar hvatti mig enn frekar til að „passa“ það að dóttir mín myndi ekki enda í sama pakka og ég“ segir Álfhildur Reynisdóttir sem heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar. 3. september 2020 11:00 „Fundum fyrir miklum skorti á efni sem endurspeglaði okkar fjölskylduform“ „Kveikjan að bókinni Vertu þú er einfaldlega sú að börnin okkar og öll börn í mismunandi fjölskylduformum, með mismunandi bakgrunn, áhugamál, kyntjáningu, kynvitund og drauma geti speglað sinn veruleika í bókinni.“ 3. nóvember 2020 19:53 Spurning vikunnar: Hefur Covid ástandið haft áhrif á samband þitt við maka? 16. október 2020 08:07 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Hvað syngur í Dadda Disco? Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Það er nefnilega þannig í jafnréttisparadísinni Íslandi að mæður bera enn meiri ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi.“ Þetta segir Andrea Hjálmsdóttir í pistli sem hún birti á síðunni Akureyri.net í gær. Pistilinn segir hún hvatningarpistil. Þessum pistli er ætlað að vera hvatningapistill til karla að taka enn meiri þátt inni á heimilunum. Ekki bara á tímum faraldursins heldur alltaf. Ekki bara að elda eða henda sneiðum á grillið heldur að taka þátt í skipulagningu heimilishaldsins. Andrea er félagsfræðingur og lektor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hún ásamt samstarfskonu sinni Valgerði S. Bjarnadóttir, nýdoktor við Háskóla Íslands hefur að undanförnu verið að vinna að rannsókn á breytingum á heimilislífi á tímum Covid-19 sérstaklega hvað varðar áhrif samkomutakmarkana á fjölskyldulíf og verkaskiptingu. „Við unnum með tæplega 50 manna úrtak foreldra sem eru með börn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Þau fylltu út dagbókarform í tvær vikur í fyrstu bylgju faraldursins auk þess sem við báðum þau um að skrifa opnar hugleiðingar um þær breytingar sem þau upplifðu á daglegu lífi. Við höfum svo unnið sérstaklega með hugleiðingar frá mæðrunum og það kemur sterkt fram hjá þeim hvað verkstjórn og skipulag heimilisins varðar að þá virðist falla mjög mikið á herðar kvenna.“ Úrtakið var sjálfvalið úrtak og á endanum segir Andrea að mun fleiri konur hafi tekið þátt en karlar. „Konurnar voru duglegri við að skrifa opnar hugleiðingar þannig að þegar upp var staðið þá vorum við með mun ríkari gögn frá konunum og þess vegna ákváðum við að fókusera á frásagnir þeirra. Það virðist því miður vera erfiðara að fá karla til þátttöku en það væri mjög eftirsóknarvert að bæta úr því.“ Álag á mæðrum og konum aukist í faraldrinum Í kjölfar samkomutakmarkana segir Andrea að heimilin hafi skyndilega fengið í fangið þá vinnu sem venjulega fer fram utan heimilis og að þessi auka vinna virtist frekar lenda á mæðrum. „Það sést kannski skýrar núna þessi munur á verkaskiptingunni inn á heimilunum því að fólk hefur verið að verja meiri tíma saman heima við. Það er þessi hugræna byrði (e. mental load) sem er ósýnileg en mjög tímafrek. Þessa byrði bera konur í miklu meiri mæli en karlar. Þetta eru hlutir eins og skipulagning heimilishaldsins og heimilislífsins. Kaupa gjafir fyrir jóladagatalið, skipuleggja tómstundirnar, hvenær á að sækja og skutla á æfingar, finna til æfingafötin, gera nestið klárt og fleira í þessum dúr. Þetta svokallaða utanumhald sem er alltof oft vanmetið en á sama tíma mjög krefjandi.“ Andrea segir rannsóknir gefa það sterklega til kynna að ólaunuð vinna kvenna hafi aukist mjög mikið í faraldrinum og konur hafi þurft að minnka við sig starfshluttfall eða jafnvel hverfa af vinnumarkaði. Getty Mikið af erlendum rannsóknum eru nú að birtast um áhrif á fjölskyldulíf á tímum kórónufaraldursins og segir Andrea þær margar sýna að álag á mæðrum og konum í gangkynhneigðum parasamböndum hefur aukist heima fyrir. Hún segir flesta meðvitaða um að verkstjórn á vinnustöðum krefjist mikillar vinnu og fyrir það fái verkstjórar greitt sérstaklega. Það er líka heilmikil vinna að skipuleggja heimilishald fjölskyldu, en það er bæði ólaunuð og oft ósýnileg vinna og svakalega lýjandi. Það eru mjög margar rannsóknir að koma út núna í kjölfar Covid og gefa þær flestar sterklega til kynna að ólaunuð vinna kvenna hefur aukist mjög mikið í faraldrinum. Konur eru jafnvel að minnka við sig starfshlutfall vegna álags heima fyrir eða jafnvel hverfa af vinnumarkaði. Mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun hér á landi. Opin umræða um heimilin og verkaskiptingu segir Andrea mjög þarfa og það sé til mikils að vinna fyrir íslenskar fjölskyldur að dreifa vinnuálaginu heima fyrir. Hún segir hlutverk í fjölskyldunum vera félagslega lærð og því vel hægt að breyta þeim. „Við höfum núna tækifæri til þess að breyta hlutverkunum og jafna verkefnin. Við þurfum bara að opna betur umræðuna um heimilin. Við tölum um hvað við erum frábær í jafnréttismálum í alþjóðlegu samhengi en þær mælingar eru í raun bara að mæla opinbera lífið en ekki stöðuna á heimilunum.“ Hefur aldrei hitt konu sem segist elska það að þrífa Nú eru jólin á næsta leyti og er viðbúið að fjölskyldur hafi í mörg horn að líta við skipulagningu og undirbúning. Andrea segir að álag geti aukist verulega inn á heimilum. „Núna í kjölfar Covid brotna ábyggilega upp einhverjar hefðir og rútínur en jólin eru vissulega tími þar sem þarf að huga að mörgu tengdu fjölskyldunni og jólahaldinu. Það eru ýmisleg verkefni sem liggja fyrir eins og að skipuleggja jólagjafainnkaup, kaupa jólagjafirnar, skreyta húsið, þrífa, baka og halda í hefðir.“ Að konan beri ábyrgð á því að heimilið sé hreint og fallegt og börnin séu vel hirt segir Andrea vera samfélagslega viðurkenndara. Getty Gæti það mögulega verið að konur hafi meiri þörf fyrir það að hafa hreint, baka og skipuleggja? Ég hef aldrei hitt konu sem segist elska það að þrífa, en það heyrist oft sú röksemdarfærsla karlmanna. „Ég er bara með hærri skítastuðul en hún“ eða „Það er ekki ég sem heimta að það verði bakað og skreytt“. En vilja þeir vera í óskreyttum og óhreinum húsum? Stundum virkar þetta eins og afsakanir fyrir minni þátttöku en mér finnst mjög forvitnilegt að skoða þessi lærðu kynjahlutverk. Þetta er svo gott dæmi um það hvernig það er samfélagslega viðurkenndara að konan beri meiri ábyrgð á því að heimilin séu falleg og börnin vel hirt. Rannsóknir hafa sýnt fram á breytta hegðun feðra í umönnun barna vegna lengra fæðingarorlofs og segir Andrea að mögulega geti meiri samvera heima við opnað augu karlmanna fyrir öllu því utanumhaldi sem konur sinna í meira mæli þar. „Ég hef ekkert fyrir mér í því en vonandi verður þetta til þess að karlmenn sjái betur þau ósýnilegu störf sem konur sinna og hversu mikill tími fer í þau. Þó svo að bæði konur og karlar séu að vinna heima þá hafa rannsóknir sýnt það að karlar taka sér meiri tíma til þess að sinna bara vinnunni meðan að konur fara í það að reyna að sinna heimilinu og vinnunni í einu. Karlar eru líklegri til að taka sér þann tíma sem þeir þurfa.“ Hvað getur fólk gert að þínu mati til að jafna út þessa verkaskiptingu á heimilinum? „Fólk vill forðast það að tuða og þess vegna eru konur stundum líklegri til að gera bara hlutina í stað þess þurfa að biðja um að þeir séu gerðir og upplifa sig sem tuðara. Þarna er kannski hægt að staldra við og taka ákvarðanir meira saman og setja hvort annað betur inn í málin.“ Eins órómantískt og það er þá er nauðsynlegt að ræða og setja upp ákveðna verkaskiptingu og gleyma ekki þeim verkefnum sem koma að skipulagningunni. Það þarf að fara vel yfir allt sem þarf að gera á hreinskilinn hátt, út frá tíma og mikilvægi. „Fólk í parasamböndum þarf til dæmis að ræða það vel hvernig það ætlar að skipuleggja jólin. Hvaða verkefni liggja fyrir, hver ætlar að gera hvað. Fólk þarf líka að gera sér grein fyrir því hvað það fer mikill tími í hvert verkefni.“ Að lokum segir Andrea að sumar rannsóknir bendi til þess að jafnari verkaskiptingu fylgi meira ástríki í parasamböndum svo að það er svo sannarlega þess virði að skoða þessi mál vel.
Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku „Ég hef aldrei verið mikil matarmanneskja, borðað fáar tegundir og einhæft. Það hins vegar hvatti mig enn frekar til að „passa“ það að dóttir mín myndi ekki enda í sama pakka og ég“ segir Álfhildur Reynisdóttir sem heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar. 3. september 2020 11:00 „Fundum fyrir miklum skorti á efni sem endurspeglaði okkar fjölskylduform“ „Kveikjan að bókinni Vertu þú er einfaldlega sú að börnin okkar og öll börn í mismunandi fjölskylduformum, með mismunandi bakgrunn, áhugamál, kyntjáningu, kynvitund og drauma geti speglað sinn veruleika í bókinni.“ 3. nóvember 2020 19:53 Spurning vikunnar: Hefur Covid ástandið haft áhrif á samband þitt við maka? 16. október 2020 08:07 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Hvað syngur í Dadda Disco? Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku „Ég hef aldrei verið mikil matarmanneskja, borðað fáar tegundir og einhæft. Það hins vegar hvatti mig enn frekar til að „passa“ það að dóttir mín myndi ekki enda í sama pakka og ég“ segir Álfhildur Reynisdóttir sem heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar. 3. september 2020 11:00
„Fundum fyrir miklum skorti á efni sem endurspeglaði okkar fjölskylduform“ „Kveikjan að bókinni Vertu þú er einfaldlega sú að börnin okkar og öll börn í mismunandi fjölskylduformum, með mismunandi bakgrunn, áhugamál, kyntjáningu, kynvitund og drauma geti speglað sinn veruleika í bókinni.“ 3. nóvember 2020 19:53