„Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 23:00 Benedikt og Finnur Freyr vilja fá leyfi til að hefja æfingar að nýju. Sérstaklega í ljósi þess hvað annað er leyfilegt í samfélaginu. Dominos Körfuboltakvöld Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Þetta kom fram í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöld þar sem þeir félagar voru ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda. Sjá má innslag úr þættinum í spilaranum neðst í fréttinni. „Maður er ekkert að deyja úr bjartsýni en maður er að vona. Íþróttahreyfingin – eins og hún leggur sig - spyr bara; Af hverju megum við ekki æfa. Ég er öll kvöld að horfa á Stöð 2 Sport, horfa á þessa og hina deildina þar sem allir eru að spila. Við búum ekki í Norður-Kóreu, við vitum alveg hvað er að gerast í kringum okkur. Ef allar aðrar þjóðir fá að æfa og spila, af hverju megum við það ekki,“ spurði Benedikt hvumsa. „Við skyldum það í vor. Þá var líka stopp allstaðar en ég bara skil þetta ekki í dag,“ bætti hann svo við. Kjartan Atli tók í kjölfarið orðið og sagði að hann vildi sjá íþróttafólk Íslands geta æft. Hann sagðist hafa rætt við leikmann í Dominos deild karla sem talaði um að leikmenn væru komnir með kvíða fyrir því þegar loks má mæta aftur til æfinga. Þá nefndi hann könnun þar sem tölurnar sýna að æfingabannið er farið að hafa áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. „Við erum með sóttvarnarlækni sem hefur það verkefni að ná þessum faraldri niður en hann má ekki búa til fullt af öðrum vandamálum í staðinn. Ég vona að hann sé að gera rétt. Maður vill heldur ekki vera með frekju og heimta eitthvað. Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa,“ sagði Benedikt einnig. Af hverju má starfsmaður afgreiða 100+ einstaklinga a einum degi í fataverslun en íþróttamaður ekki mæta einn a æfingu? https://t.co/eyTMgPvbkH— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) November 27, 2020 „Þú bara þjálfar það ekki, það er bara þannig. Okkar starf er að þjálfa fólkið og við höfum ekki tækifæri til þess,“ var svar Finns er Kjartan spurði hann hvernig væri að þjálfa lið í þessum aðstæðum. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Benni Gumm vill fá skýrari svör varðandi æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Þetta kom fram í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöld þar sem þeir félagar voru ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda. Sjá má innslag úr þættinum í spilaranum neðst í fréttinni. „Maður er ekkert að deyja úr bjartsýni en maður er að vona. Íþróttahreyfingin – eins og hún leggur sig - spyr bara; Af hverju megum við ekki æfa. Ég er öll kvöld að horfa á Stöð 2 Sport, horfa á þessa og hina deildina þar sem allir eru að spila. Við búum ekki í Norður-Kóreu, við vitum alveg hvað er að gerast í kringum okkur. Ef allar aðrar þjóðir fá að æfa og spila, af hverju megum við það ekki,“ spurði Benedikt hvumsa. „Við skyldum það í vor. Þá var líka stopp allstaðar en ég bara skil þetta ekki í dag,“ bætti hann svo við. Kjartan Atli tók í kjölfarið orðið og sagði að hann vildi sjá íþróttafólk Íslands geta æft. Hann sagðist hafa rætt við leikmann í Dominos deild karla sem talaði um að leikmenn væru komnir með kvíða fyrir því þegar loks má mæta aftur til æfinga. Þá nefndi hann könnun þar sem tölurnar sýna að æfingabannið er farið að hafa áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. „Við erum með sóttvarnarlækni sem hefur það verkefni að ná þessum faraldri niður en hann má ekki búa til fullt af öðrum vandamálum í staðinn. Ég vona að hann sé að gera rétt. Maður vill heldur ekki vera með frekju og heimta eitthvað. Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa,“ sagði Benedikt einnig. Af hverju má starfsmaður afgreiða 100+ einstaklinga a einum degi í fataverslun en íþróttamaður ekki mæta einn a æfingu? https://t.co/eyTMgPvbkH— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) November 27, 2020 „Þú bara þjálfar það ekki, það er bara þannig. Okkar starf er að þjálfa fólkið og við höfum ekki tækifæri til þess,“ var svar Finns er Kjartan spurði hann hvernig væri að þjálfa lið í þessum aðstæðum. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Benni Gumm vill fá skýrari svör varðandi æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira