Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2020 22:12 Hraunból, eins og aðrir bæir á Brunasandi, reis við lindir og læki sem spruttu undan nýja hrauninu. Búið var í gamla bænum til ársins 2004. Nýja íbúðarhúsið fjær við hraunjaðarinn. Þar fyrir ofan sést Orustuhóll. Einar Árnason Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. Minna hefur verið fjallað um nýja sveit sem varð til vegna eldgossins, Brunasand. Hún er heimsótt í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þessi yngsta sveit Íslands varð til eftir að hraunrennslið skóp búsetuskilyrði á svæði sem áður var óbyggilegur jökulsandur. Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir eiga jörðina Hruna á Brunasandi. Þau eru meðal höfunda bókar um Brunasand, sem út kom fyrir fimm árum.Einar Árnason Tveir landsþekktir náttúruvísindamenn, hjónin Helgi Björnsson jöklafræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttur grasafræðingur, fræða um einstaka myndunarsögu byggðar á Brunasandi. Þau segja jafnframt frá lífinu á jörðinni Hruna, sem þau eignuðust þegar hefðbundum búskap lauk þar. Hún var með þeim fyrstu sem byggðust á Brunasandi eftir að Skaftáreldum lauk. Þuríður Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, býr á Hraunbóli.Einar Árnason Á jörðinni Hraunbóli rifjar Þuríður Benediktsdóttir upp mannlífið á Brunasandi þegar hún var þar ung stúlka í sveit hjá ömmu sinni og afa. Hún og eiginmaður hennar, Birgir Teitsson arkitekt, segja frá nýju íbúðarhúsi sem þau hafa reist í hraunjaðrinum. Hreiðar Hermannsson sýnir okkur jörðina Orustustaði og segir frá sex milljarða króna framkvæmdum við hótel, sem hann boðar að verði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps. Hreiðar Hermannsson lýsir útsýninu frá Orustustöðum þar sem hann reisir hótel. Til austurs horfir hann á Lómagnúp, Skeiðarárjökul og Öræfajökul og til vesturs á Mýrdalsjökul.Einar Árnason Pólsk hjón, Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, segja frá bleikjueldinu sem þau annast á Teygingalæk. Það byggir á vatninu sem rennur undan Brunahrauni. Bærinn Slétta er sá eini sem eftir er á Brunasandi með hefðbundnum búskap. Þar hittum við systkinin Páll Elíasson og Elínu Elíasdóttur og son hennar, Elías Ásgeirsson. Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur segir frá sögnum og munnmælum af Brunasandi og hvaða orustur eru sagðar skýra nafn Orustuhóls. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Minna hefur verið fjallað um nýja sveit sem varð til vegna eldgossins, Brunasand. Hún er heimsótt í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þessi yngsta sveit Íslands varð til eftir að hraunrennslið skóp búsetuskilyrði á svæði sem áður var óbyggilegur jökulsandur. Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir eiga jörðina Hruna á Brunasandi. Þau eru meðal höfunda bókar um Brunasand, sem út kom fyrir fimm árum.Einar Árnason Tveir landsþekktir náttúruvísindamenn, hjónin Helgi Björnsson jöklafræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttur grasafræðingur, fræða um einstaka myndunarsögu byggðar á Brunasandi. Þau segja jafnframt frá lífinu á jörðinni Hruna, sem þau eignuðust þegar hefðbundum búskap lauk þar. Hún var með þeim fyrstu sem byggðust á Brunasandi eftir að Skaftáreldum lauk. Þuríður Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, býr á Hraunbóli.Einar Árnason Á jörðinni Hraunbóli rifjar Þuríður Benediktsdóttir upp mannlífið á Brunasandi þegar hún var þar ung stúlka í sveit hjá ömmu sinni og afa. Hún og eiginmaður hennar, Birgir Teitsson arkitekt, segja frá nýju íbúðarhúsi sem þau hafa reist í hraunjaðrinum. Hreiðar Hermannsson sýnir okkur jörðina Orustustaði og segir frá sex milljarða króna framkvæmdum við hótel, sem hann boðar að verði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps. Hreiðar Hermannsson lýsir útsýninu frá Orustustöðum þar sem hann reisir hótel. Til austurs horfir hann á Lómagnúp, Skeiðarárjökul og Öræfajökul og til vesturs á Mýrdalsjökul.Einar Árnason Pólsk hjón, Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, segja frá bleikjueldinu sem þau annast á Teygingalæk. Það byggir á vatninu sem rennur undan Brunahrauni. Bærinn Slétta er sá eini sem eftir er á Brunasandi með hefðbundnum búskap. Þar hittum við systkinin Páll Elíasson og Elínu Elíasdóttur og son hennar, Elías Ásgeirsson. Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur segir frá sögnum og munnmælum af Brunasandi og hvaða orustur eru sagðar skýra nafn Orustuhóls. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira