Katrín Tanja er komin af stað á ný: „Yasssss“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir er enn á Íslandi en mun hefja undirbúningstímabilið hér á landi. Instagram/@katrintanja Það styttist í nýtt ár og nýtt CrossFit tímabil og önnur besta CrossFit kona heims er búinn að skipta um gír eftir rólegar vikur. Það taka örugglega flestir undir skilaboð Anníe Mistar Þórisdóttur til vinkonu sinnar eftir nýjustu færslu Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Instagram. Það lítur allt út fyrir það að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé nú búin að fá nægilegan tíma til að jafna sig eftir heimsleikana í CrossFit. Katrín Tanja tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum 25. október síðastliðinn en við tóku rólegri dagar. Tímabilið var langt og strangt og reyndi mikið á Kartínu og þá var lokaspretturinn alvöru þolraun eftir mikla keyrslu í kringum heimsleikanna sem voru í tveimur hlutum fyrir þá sem komust í ofurúrslitin. Katrín Tanja hefur einbeitt sér að fjölskyldu og vinum undanfarnar vikur eftir að hún komst loksins til Íslands eftir átta mánaða fjarveru. Fylgjendur Katrínar Tönju hafa orðið varir við þetta frí hjá íslensku CrossFit stjörnunni en færslur tvo daga í röð sína það án nokkurs vafa að nú er komið að því að keyra sig aftur í gang enda styttist í nýtt tímabil. Það sést líka á færslunni að Katrín Tanja er farin að æfa af krafti á nýjan leik. „Er farin að æfa aftur af tiltölulega miklum krafti,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem þarf auðvitað að taka sér smá tíma til að komast aftur í sitt besta form. „Það fylgir því góð tilfinning að vera byrjuð á nýjan leik,“ skrifaði Katrín Tanja og ein sú fyrsta til að senda henni skilaboð var auðvitað Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist skrifaði „Yasssss“ og hvatti sína konu áfram. Anníe Mist er sjálf að koma sér af stað á nýjan leik eftir að hafa eignast barn í ágúst. Opni hluti heimsleikanna hefst í febrúar en þessar frábæru CrossFit konur geta samt ekki tryggt sig inn á heimsleikana þar heldur þurfa að gera það í gegnum annars konan undankeppni. Þær leita væntanlega uppi farseðilinn á heimsleikana á úrtökumóti í vor en auðvitað mun gangur kórónuveirufaraldurinn hafa hér áhrif. Hér fyrir neðan má sjá færslu Katrínar Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sjá meira
Það taka örugglega flestir undir skilaboð Anníe Mistar Þórisdóttur til vinkonu sinnar eftir nýjustu færslu Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Instagram. Það lítur allt út fyrir það að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé nú búin að fá nægilegan tíma til að jafna sig eftir heimsleikana í CrossFit. Katrín Tanja tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum 25. október síðastliðinn en við tóku rólegri dagar. Tímabilið var langt og strangt og reyndi mikið á Kartínu og þá var lokaspretturinn alvöru þolraun eftir mikla keyrslu í kringum heimsleikanna sem voru í tveimur hlutum fyrir þá sem komust í ofurúrslitin. Katrín Tanja hefur einbeitt sér að fjölskyldu og vinum undanfarnar vikur eftir að hún komst loksins til Íslands eftir átta mánaða fjarveru. Fylgjendur Katrínar Tönju hafa orðið varir við þetta frí hjá íslensku CrossFit stjörnunni en færslur tvo daga í röð sína það án nokkurs vafa að nú er komið að því að keyra sig aftur í gang enda styttist í nýtt tímabil. Það sést líka á færslunni að Katrín Tanja er farin að æfa af krafti á nýjan leik. „Er farin að æfa aftur af tiltölulega miklum krafti,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem þarf auðvitað að taka sér smá tíma til að komast aftur í sitt besta form. „Það fylgir því góð tilfinning að vera byrjuð á nýjan leik,“ skrifaði Katrín Tanja og ein sú fyrsta til að senda henni skilaboð var auðvitað Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist skrifaði „Yasssss“ og hvatti sína konu áfram. Anníe Mist er sjálf að koma sér af stað á nýjan leik eftir að hafa eignast barn í ágúst. Opni hluti heimsleikanna hefst í febrúar en þessar frábæru CrossFit konur geta samt ekki tryggt sig inn á heimsleikana þar heldur þurfa að gera það í gegnum annars konan undankeppni. Þær leita væntanlega uppi farseðilinn á heimsleikana á úrtökumóti í vor en auðvitað mun gangur kórónuveirufaraldurinn hafa hér áhrif. Hér fyrir neðan má sjá færslu Katrínar Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sjá meira