Óbreyttar samkomutakmarkanir til 9. desember Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2020 11:38 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býr sig fyrir viðtöl í Ráðherrabústaðnum í morgun. Engar breytingar verða á aðgerðum hér á landi til 9. desember. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. Þetta er gert í samræmi við tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga að því er segir á vef stjórnarráðsins. Reglurnar sem nú eru framlengdar um viku hafa verið við lýði síðan 18. nóvember. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund nú í hádeginu að samstaða hafi verið um það í ríkisstjórninni að framlengja aðgerðirnar um viku. Áfram verður tíu manna samkomubann, tveggja metra regla, grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metra og sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, börum og skemmtistöðum er enn gert að hafa lokað. Einnig þýðir þetta að engar breytingar verða gerðar á fjöldatakmörkunum í verslunum en verslunarmenn höfðu kallað eftir því að leyfa 20 viðskiptavini inni í einu og taka meira mæli tillit til stærðar verslana en nú er gert. Aðeins lyfja- og matvöruverslanir mega hafa fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, það er allt að 50 manns, og slíkar verslanir sem eru stærri en þúsund fermetrar mega hleypa inn til viðbótar einum viðskiptavini fyrir tíu fermetra umfram þúsund fermetra. Þó mega viðskiptavinirnir ekki vera fleiri en hundrað. Hugsanlegur veldisvöxtur í greindum smitum hjá fólk utan sóttkvíar Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins er vísað í minnisblað sóttvarnalæknis: „Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis, dags. 29. nóvember, hafði hann áður gert ráð fyrir að hægt yrði að ráðast í varfærnar tilslakanir á gildandi sóttvarnalögum 2. desember og kynnt ákveðnar hugmyndir þar að lútandi fyrir ráðherra fyrir viku. Sóttvarnalæknir setti þó fyrirvara um að hann áskildi sér rétt til að endurskoða tillögur sínar um tilslakanir ef þróun faraldursins myndi breytast. Fram kemur hjá sóttvarnalækni að undanfarið hafi orðið breytingar á faraldrinum. Upp hafi komið hópsýkingar og smitum fjölgað. Þá virðist fjöldi þeirra sem greinast utan sóttkvíar stefna í línulegan vöxt og hugsanlegan veldisvöxt segir sóttvarnalæknir. Tillaga hans er sú að engar breytingar verði gerðar á gildandi sóttvarnaráðsstöfunum, þ.e. takmörkunum á samkomum og skólastarfi næstu eina til tvær vikur. Við endurskoðun sóttvarnaráðstafana sem hefjast þegar í stað, verður meðal annars horft til þess hvort tilefni sé til að gera tilslakanir á landsbyggðinni umfram höfuðborgarsvæðið í samræmi við hugleiðingar sóttvarnalæknis í meðfylgjandi minnisblaði, dags. 30. nóvember.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Þetta er gert í samræmi við tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga að því er segir á vef stjórnarráðsins. Reglurnar sem nú eru framlengdar um viku hafa verið við lýði síðan 18. nóvember. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund nú í hádeginu að samstaða hafi verið um það í ríkisstjórninni að framlengja aðgerðirnar um viku. Áfram verður tíu manna samkomubann, tveggja metra regla, grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metra og sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, börum og skemmtistöðum er enn gert að hafa lokað. Einnig þýðir þetta að engar breytingar verða gerðar á fjöldatakmörkunum í verslunum en verslunarmenn höfðu kallað eftir því að leyfa 20 viðskiptavini inni í einu og taka meira mæli tillit til stærðar verslana en nú er gert. Aðeins lyfja- og matvöruverslanir mega hafa fleiri en tíu viðskiptavini inni í einu, það er allt að 50 manns, og slíkar verslanir sem eru stærri en þúsund fermetrar mega hleypa inn til viðbótar einum viðskiptavini fyrir tíu fermetra umfram þúsund fermetra. Þó mega viðskiptavinirnir ekki vera fleiri en hundrað. Hugsanlegur veldisvöxtur í greindum smitum hjá fólk utan sóttkvíar Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins er vísað í minnisblað sóttvarnalæknis: „Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis, dags. 29. nóvember, hafði hann áður gert ráð fyrir að hægt yrði að ráðast í varfærnar tilslakanir á gildandi sóttvarnalögum 2. desember og kynnt ákveðnar hugmyndir þar að lútandi fyrir ráðherra fyrir viku. Sóttvarnalæknir setti þó fyrirvara um að hann áskildi sér rétt til að endurskoða tillögur sínar um tilslakanir ef þróun faraldursins myndi breytast. Fram kemur hjá sóttvarnalækni að undanfarið hafi orðið breytingar á faraldrinum. Upp hafi komið hópsýkingar og smitum fjölgað. Þá virðist fjöldi þeirra sem greinast utan sóttkvíar stefna í línulegan vöxt og hugsanlegan veldisvöxt segir sóttvarnalæknir. Tillaga hans er sú að engar breytingar verði gerðar á gildandi sóttvarnaráðsstöfunum, þ.e. takmörkunum á samkomum og skólastarfi næstu eina til tvær vikur. Við endurskoðun sóttvarnaráðstafana sem hefjast þegar í stað, verður meðal annars horft til þess hvort tilefni sé til að gera tilslakanir á landsbyggðinni umfram höfuðborgarsvæðið í samræmi við hugleiðingar sóttvarnalæknis í meðfylgjandi minnisblaði, dags. 30. nóvember.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira