Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn ekki krefjast þess að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í verði endurupptekinn og ekki dæmt brotaþola í prófmáli bætur. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm dómstólsins sjálfs frá því í fyrra um að þáverandi dómsmálaráðherra hafi vissulega haft lagalega heimild til að breyta lista hæfnisnefndar um fimmtán dómara í nýjan Landsrétt. Ráðherra hafi hins vegar hundsað þau skilyrði að rannsaka umsækjendur og leggja á þá sjálfstætt mat. Þá hafi Alþingi gerst brotlegt við lagaákvæði um skipan dómaranna með því að láta ekki greiða atkvæði um hvern og einn þeirra heldur alla saman. Sigríður segir dóminn ekki koma sér á óvart miðað við fyrri dóm og skipan dómstólsins. Sigríður Andersen segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu.EPA/PATRICK SEEGER „Það er auðvitað hnýtt í ráðherrann. Það er hnýtt í Alþingi og það er hnýtt í Hæstarétt Íslands því það er dómur Hæstaréttar sem er þarna undir. En niðurstaðan virðist samt sem áður í rauninni ekki gera neitt með það og það er sérstaklega áréttað að þetta kalli ekki á að íslenska ríkið þurfi að endurupptaka alla dóma sér hér hafa fallið,“ segir Sigríður. Það væru þá dómar sem þeir fjórir dómarar hefðu dæmt sem Sigríður bætti á lista hæfisnefndar yfir hæfa dómara hafa dæmt. Hver og einn dæmdur í þeim málum þyrfi að ákveða hvort hann leggði mál sitt fyrir nýjan endurupptökudóm sem tók gildi í dag á fullveldisdaginn 1. desember. Sigríður segir ljóst eftir samtöl hennar við leiðtoga allra flokka að óbreyttur listi hefði aldrei verið samþykktur á Alþingi. Alþingi samþykkti að greiða atkvæði um alla dómarana fimmtán í einni atkvæðagreiðslu en ekki í sitthvoru lagi eins og lögin kváðu á um. Sigríður segir það fullkomlega í samræmi við þingskaparlög.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég reyndar lagði að mönnum að greiða atkvæði um hvern og einn. En það var ákvörðun forsætisnefndar, ábyggilega í samstarfi við skrifstofustjórann að gera það með þessum hætti. En ég árétta að ég fellst alveg á sjónarmið þingsins að þessu leyti. Þetta er fullkomlega í samræmi við þingskapareglur,“ segir dómsmálaráðherrann fyrrverandi sem sagði af sér eftir dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins. Sigríður segir það mikinn misskilning að halda því fram að þetta væri eitthvað stórkostlegt atriði. Enda hefði Hæstiréttur bent á að þetta varðaði ekki að dómarar hefðu verið ólöglega skipaðir. Tillit hafi verið tekið til margra ábendinga Mannréttindadómstólsins á undanförnum árum en ekki allra. Hæstiréttur hefði lokaorðið í öllum ágreiningi fyrir dómi á Íslandi. „En það virðist vera svlítið erfitt að fá umræðuna eða þá sem taka þátt í þessari umræðu til að átta sig á þessu grundvallaratriði,“ segir Sigríður. Íslendingar séu bundnir af þjóðarrétti en ekki landsrétti í þessum málum. „Það sem ég hef lesið er ótrúleg óvirðing í garð Alþingis Íslendinga sérstaklega með þessari niðurstöðu. Þá held ég að mönnum sé holt að staldra aðeins við og reyna að átta sig á tilgangi og markmiði með þessari þátttöku í dómstólnum,“ segir Sigríður Andersen. Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. 1. desember 2020 16:23 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm dómstólsins sjálfs frá því í fyrra um að þáverandi dómsmálaráðherra hafi vissulega haft lagalega heimild til að breyta lista hæfnisnefndar um fimmtán dómara í nýjan Landsrétt. Ráðherra hafi hins vegar hundsað þau skilyrði að rannsaka umsækjendur og leggja á þá sjálfstætt mat. Þá hafi Alþingi gerst brotlegt við lagaákvæði um skipan dómaranna með því að láta ekki greiða atkvæði um hvern og einn þeirra heldur alla saman. Sigríður segir dóminn ekki koma sér á óvart miðað við fyrri dóm og skipan dómstólsins. Sigríður Andersen segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu.EPA/PATRICK SEEGER „Það er auðvitað hnýtt í ráðherrann. Það er hnýtt í Alþingi og það er hnýtt í Hæstarétt Íslands því það er dómur Hæstaréttar sem er þarna undir. En niðurstaðan virðist samt sem áður í rauninni ekki gera neitt með það og það er sérstaklega áréttað að þetta kalli ekki á að íslenska ríkið þurfi að endurupptaka alla dóma sér hér hafa fallið,“ segir Sigríður. Það væru þá dómar sem þeir fjórir dómarar hefðu dæmt sem Sigríður bætti á lista hæfisnefndar yfir hæfa dómara hafa dæmt. Hver og einn dæmdur í þeim málum þyrfi að ákveða hvort hann leggði mál sitt fyrir nýjan endurupptökudóm sem tók gildi í dag á fullveldisdaginn 1. desember. Sigríður segir ljóst eftir samtöl hennar við leiðtoga allra flokka að óbreyttur listi hefði aldrei verið samþykktur á Alþingi. Alþingi samþykkti að greiða atkvæði um alla dómarana fimmtán í einni atkvæðagreiðslu en ekki í sitthvoru lagi eins og lögin kváðu á um. Sigríður segir það fullkomlega í samræmi við þingskaparlög.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég reyndar lagði að mönnum að greiða atkvæði um hvern og einn. En það var ákvörðun forsætisnefndar, ábyggilega í samstarfi við skrifstofustjórann að gera það með þessum hætti. En ég árétta að ég fellst alveg á sjónarmið þingsins að þessu leyti. Þetta er fullkomlega í samræmi við þingskapareglur,“ segir dómsmálaráðherrann fyrrverandi sem sagði af sér eftir dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins. Sigríður segir það mikinn misskilning að halda því fram að þetta væri eitthvað stórkostlegt atriði. Enda hefði Hæstiréttur bent á að þetta varðaði ekki að dómarar hefðu verið ólöglega skipaðir. Tillit hafi verið tekið til margra ábendinga Mannréttindadómstólsins á undanförnum árum en ekki allra. Hæstiréttur hefði lokaorðið í öllum ágreiningi fyrir dómi á Íslandi. „En það virðist vera svlítið erfitt að fá umræðuna eða þá sem taka þátt í þessari umræðu til að átta sig á þessu grundvallaratriði,“ segir Sigríður. Íslendingar séu bundnir af þjóðarrétti en ekki landsrétti í þessum málum. „Það sem ég hef lesið er ótrúleg óvirðing í garð Alþingis Íslendinga sérstaklega með þessari niðurstöðu. Þá held ég að mönnum sé holt að staldra aðeins við og reyna að átta sig á tilgangi og markmiði með þessari þátttöku í dómstólnum,“ segir Sigríður Andersen.
Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. 1. desember 2020 16:23 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. 1. desember 2020 16:23
Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04