Grunaði aldrei að nokkur annar byggi í íbúðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 18:05 Lögregla að störfum við fjölbýlishúsið þar sem konan býr í bænum Haninge suður af Stokkhólmi í gær. Fötin í glugganum lengst til vinstri eru í eigu konunnar. Claudio Bresciani/EPA-EFE Kona sem grunuð er um að hafa haldið syni sínum föngnum í íbúð sinni í grennd við Stokkhólm var sleppt úr haldi lögreglu eftir að sonur hennar var yfirheyrður í dag. Konan liggur þó enn undir grun í málinu. Nágranni konunnar segir að hann hafi aldrei grunað að nokkuð misjafnt væri á seyði í íbúðinni. Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni lýsir því að þau systkinin hafi búið við slæman aðbúnað sem börn en enginn hafi hlustað á hana þegar hún sagði frá því. Haft er eftir Emmu Olsson saksóknara í frétt SVT að ekki hafi þótt ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni og hún því látin laus. Einnig er haft eftir Olsson að sonur konunnar hafi verið yfirheyrður í dag og grunsemdir lögreglu í garð konunnar veikst í kjölfarið. Konan er þó enn grunuð um frelsissviptingu og ofbeldi gegn syninum. Maðurinn, sem er 41 árs, fannst í íbúðinni nú í vikunni. Fjölmiðlar hafa greint frá því að systir mannsins hafi komið að honum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Hann hafi verið með sár um allan líkamann, tannlaus og varla getað talað. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Hún er grunuð um að hafa haldið honum föngnum í íbúðinni í 28 ár, síðan hann var tólf ára. Í algjöru áfalli Norska dagblaðið VG ræðir í dag við Lars Österdahl, nágranna konunnar til hálfs árs. Hann segir málið hafa komið sér í opna skjöldu og kveðst aldrei hafa grunað að nokkur annar en konan byggi í íbúðinni. „Maður er í algjöru losti yfir því að svona nokkuð geti gerst. Ég hef að sjálfsögðu velt því fyrir mér hvort við hefðum átt að taka eftir þessu. Hugsa sér að eitthvað svona ómannúðlegt hafi átt sér stað aðeins nokkra metra frá útidyrahurðinni hjá okkur,“ segir Österdahl, sem var að fagna aðventunni með fjölskyldu sinni og vinum þegar maðurinn fannst í íbúðinni. Þá lýsir Östardahl því að konan hafi verið viðkunnanleg og lagt sig fram við að heilsa honum þegar þau mættust á gangi fjölbýlishússins. Hún hafi þó ætíð klæðst gamaldags fötum og verið með sérkennilega hárgreiðslu. Látni bróðirinn endurfæddur Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni hefur sagt í viðtölum við Expressen og SVT að þau systkinin séu þrjú. Fjórði bróðirinn hafi látist þegar hann var þriggja ára. Systirin segir að móðir þeirra hafi haldið því fram að bróðir hennar sem fannst í íbúðinni væri látni bróðirinn endurfæddur. Hann hafi jafnframt verið skírður sama nafni og bróðirinn sem lést. Systirin segir að hún hafi margsinnis reynt að gera yfirvöldum viðvart um slæman aðbúnað á heimilinu frá því að þau systkinin voru börn. Enginn hafi hlustað á hana. Það sé því mikill léttir að leyndarmálinu hafi verið uppljóstrað. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér. Svíþjóð Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Nágranni konunnar segir að hann hafi aldrei grunað að nokkuð misjafnt væri á seyði í íbúðinni. Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni lýsir því að þau systkinin hafi búið við slæman aðbúnað sem börn en enginn hafi hlustað á hana þegar hún sagði frá því. Haft er eftir Emmu Olsson saksóknara í frétt SVT að ekki hafi þótt ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni og hún því látin laus. Einnig er haft eftir Olsson að sonur konunnar hafi verið yfirheyrður í dag og grunsemdir lögreglu í garð konunnar veikst í kjölfarið. Konan er þó enn grunuð um frelsissviptingu og ofbeldi gegn syninum. Maðurinn, sem er 41 árs, fannst í íbúðinni nú í vikunni. Fjölmiðlar hafa greint frá því að systir mannsins hafi komið að honum þar sem hann lá vannærður á gólfinu í íbúðinni sem full var af sorpi og úrgangi. Hann hafi verið með sár um allan líkamann, tannlaus og varla getað talað. Móðir hans hafi verið lögð inn á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum og skilið soninn eftir. Hún er grunuð um að hafa haldið honum föngnum í íbúðinni í 28 ár, síðan hann var tólf ára. Í algjöru áfalli Norska dagblaðið VG ræðir í dag við Lars Österdahl, nágranna konunnar til hálfs árs. Hann segir málið hafa komið sér í opna skjöldu og kveðst aldrei hafa grunað að nokkur annar en konan byggi í íbúðinni. „Maður er í algjöru losti yfir því að svona nokkuð geti gerst. Ég hef að sjálfsögðu velt því fyrir mér hvort við hefðum átt að taka eftir þessu. Hugsa sér að eitthvað svona ómannúðlegt hafi átt sér stað aðeins nokkra metra frá útidyrahurðinni hjá okkur,“ segir Österdahl, sem var að fagna aðventunni með fjölskyldu sinni og vinum þegar maðurinn fannst í íbúðinni. Þá lýsir Östardahl því að konan hafi verið viðkunnanleg og lagt sig fram við að heilsa honum þegar þau mættust á gangi fjölbýlishússins. Hún hafi þó ætíð klæðst gamaldags fötum og verið með sérkennilega hárgreiðslu. Látni bróðirinn endurfæddur Systir mannsins sem fann hann í íbúðinni hefur sagt í viðtölum við Expressen og SVT að þau systkinin séu þrjú. Fjórði bróðirinn hafi látist þegar hann var þriggja ára. Systirin segir að móðir þeirra hafi haldið því fram að bróðir hennar sem fannst í íbúðinni væri látni bróðirinn endurfæddur. Hann hafi jafnframt verið skírður sama nafni og bróðirinn sem lést. Systirin segir að hún hafi margsinnis reynt að gera yfirvöldum viðvart um slæman aðbúnað á heimilinu frá því að þau systkinin voru börn. Enginn hafi hlustað á hana. Það sé því mikill léttir að leyndarmálinu hafi verið uppljóstrað. Uppfært 2.12.2020: Konan er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekkert þykir benda til þess að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni. Sjá nánar hér.
Svíþjóð Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira